Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


543. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Kristni H. Gunnarssyni og Svavari Gestssyni.



     1 .     Við 7. gr. C-liður orðist svo: 1. mgr. c-liðar orðast svo:
                  Maður, sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið annaðhvort vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða vegna náms sem lánshæft er samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum.
     2 .     Við bætist ný grein, 8. gr., svohljóðandi:
                  2. mgr. 81. gr. laganna orðast svo:
                  Á sama hátt skal við álagningu eignarskatts skipta eignarskattsstofni eftirlifandi maka sem situr í óskiptu búi og reikna eignarskatt hans eins og hjá hjónum væri.