Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 290 . mál.


544. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni og Finni Ingólfssyni.



    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Fjármálaráðherra skal skipa nefnd fulltrúa þingflokka, aðila vinnumarkaðar og fjármála ráðuneytis til að kanna hvernig skattkerfinu verði best beitt til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu. Vanhugsaðar breytingar á skattkerfinu á síðustu árum gera slíka könnun óhjákvæmilega. Nefnd in skal með öðru endurskoða ákvæði laga um vaxtabætur, barnabætur og persónuafslátt og kanna fyrirliggjandi tillögur um upptöku fjármagnstekjuskatts og/eða eignarskatts á fjármagns eignir.