Ferill 89. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 89 . mál.


606. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um málflytjendur, nr. 61 4. júlí 1942, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 2. gr.
     a .     2. mgr. orðist svo:
                  Lögmannafélag Íslands skal í samþykktum sínum setja reglur um skyldu félagsmanna til þess að kaupa ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi eða leggja fram aðra jafngilda tryggingu að mati stjórnar Lögmannafélagsins vegna fjár hagstjóns sem leitt getur af störfum þeirra eða starfsmanna þeirra. Í samþykktunum skal kveðið á um lágmark vátryggingarfjárhæðar og hámark eigin áhættu vátryggingartaka með hliðsjón af góðum venjum á sviði vátrygginga og hagsmunum viðskiptamanna lögmanna. Sjálfsáhætta vátryggingartaka í tryggingarskilmálum hefur engin áhrif á réttarstöðu þriðja manns. Undanskyldir vátryggingarskyldunni eru lögmenn sem starfa hjá opinberum aðil um, lánastofnunum og vátryggingafélögum að því er varðar lögmannsstörf í þágu þessara aðila. Stjórn Lögmannafélagsins er heimilt að undanþiggja einstaka lögmenn tryggingar skyldunni, enda hafi þeir ekki opna starfstofu. Stjórn Lögmannafélagsins úrskurðar um skyldu einstakra félagsmanna til vátryggingarkaupa. Ráðherra skal áður en hann staðfestir samþykktir um tryggingarskyldu leita umsagnar samtaka neytenda og vátryggingafélaga.
     b .     Við síðari málslið 4. mgr. bætist: og skal hann leita umsagnar með sama hætti og segir í 2. mgr.