Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 382 . mál.


613. Skýrsla



um norrænt samstarf frá febrúar 1994 til febrúar 1995.

1. Inngangur.
    Framtíð norræns samstarfs hefur verið mjög í sviðsljósinu á þessu starfsári. Ýmsar getgátur og hugsanlegt mynstur fyrir framtíðarskipulag samstarfsins voru uppi fyrr á árinu áður en þjóð aratkvæðagreiðslur Finna, Svía og Norðmanna um aðild að ESB fóru fram. Í framhaldi af þjóð aratkvæðagreiðslunum var ákveðið að setja á stofn nefnd til að endurskoða samstarfið með það í huga að fyrir lægju tillögur um breytingar á Norðurlandasamstarfinu á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars 1995. Nefnd þessi var sett á stofn við þing ráðsins í Tromsö í nóvember 1994, en á því þingi voru samþykkt tilmæli byggð á tveimur þingmannatillögum um stofnun slíkrar nefndar. Endurskoðunarnefnd samstarfsins er skipuð norrænu samstarfsráðherr unum og fimm fulltrúum Norðurlandaráðs frá öllum Norðurlöndunum sem eru samtímis fulltrú ar allra flokkahópa. Fulltrúar Íslands í nefndinni eru Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Halldór Ásgrímsson, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
    Nefndin hefur þegar haldið nokkra fundi og í mótun eru ákveðnar tillögur um breytingar á samstarfinu. Þær helstu breytingar, sem að líkum lætur að verði samþykktar, eru þær að augljós ari pólitísk stjórnun verði á samstarfinu, augljósari forgangsröð verkefna sem eru sérnorræn (t.d. menningarmál, menntamál og umhverfismál), aukið verði samráð um evrópsk og önnur alþjóðamál og sérstaklega verði lögð áhersla á samvinnu um nærsvæðin (t.d. heimskautssvæðin og Eystrasaltssvæðin).
    Hjá ríkisstjórnum allra landanna hefur komið fram sterkur vilji til að halda norrænu sam starfi áfram. Þetta hefur einnig komið fram í orðum forsvarsmanna Finna og Svía sem orðnir eru aðilar að Evrópusamstarfinu en fram hafa þó komið hugmyndir Svía um að skera fjárveit ingar til samstarfsins niður um sem svarar 150 milljónum danskra króna á þremur árum. Þessi tillaga hefur fengið neikvæðar undirtektir annarra landa.
    Það virðist vera eindreginn vilji allra landa að vinna á móti því að Noregur og Ísland verði pólitískt viðskila við önnur Norðurlönd. Almennt er talið mikilvægt að sjá til þess að Noregur og Ísland einangrist ekki pólitískt og að þessi lönd fái nákvæma innsýn í Evrópumálefni.
    Helsinki-sáttmálinn er enn í gildi sem grunnur samstarfsins. Hið norræna ákvæði, sem er í samningum Svíþjóðar og Finnlands að ESB, veitir formlegan rétt fyrir þau Norðurlönd, sem eru í ESB, til að taka þátt í norrænu samstarfi og að þróa samstarfið áfram.
    Fyrir þátttöku Íslands í norrænu samstarfi er mikilvægt að við endurskoðun samstarfsins verði lögð áhersla á að hin aukna pólitíska stjórnun á samstarfinu leiði ekki til þess að um minni áhrif Íslands sem þjóðar verði að ræða á samstarfið.
    Einnig er mikilvægt að hafa í huga hvernig Íslendingar geti nýtt sér aðild nágrannaþjóðanna að ESB sem hjálp við upplýsingaöflun og tengsl inn í Evrópusambandið.
    46. þing Norðurlandaráðs stendur fyrir dyrum í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars nk. Á því þingi mun Ísland taka við formennsku og forsetastól í Norðurlandaráði. Þar með munu áhrif Ís lands verða meiri á nánari mótun og skipulag framtíðarmálanna.

2. Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
2.1. Kjör fulltrúa í Íslandsdeild og fastanefndir Norðurlandaráðs.
    Þann 18. desember 1993 kaus Alþingi eftirtalda þingmenn til setu í Norðurlandaráði til eins árs: Geir H. Haarde, Rannveigu Guðmundsdóttur, Árna M. Mathiesen, Sigríði A. Þórðardóttur, Halldór Ásgrímsson, Hjörleif Guttormsson og Kristínu Einarsdóttur. Vara menn voru kosnir: Sturla Böðvarsson, Petrína Baldursdóttir, Árni Johnsen, Ingi Björn Al bertsson, Valgerður Sverrisdóttir, Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þann 10. febrúar 1994 skipti Íslandsdeild með sér verkum á fundi þannig að Halldór Ásgríms son var kosinn formaður, tilnefndur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og endurkosinn í laganefnd, Geir H. Haarde var kosinn varaformaður deildarinnar og tilnefndur í forsætis nefnd, Rannveig Guðmundsdóttir var endurkosin í menningarmálanefnd, Árni M. Mathiesen var endurkosinn í fjárlaganefnd og tilnefndur í ritstjórnarnefnd tímaritsins Nor disk Kontakt, Sigríður A. Þórðardóttir var endurkosin í félagsmálanefnd, Hjörleifur Gutt ormsson var endurkosinn í efnahagsmálanefnd og Kristín Einarsdóttir var endurkosin í umhverfismálanefnd og tilnefnd í ritstjórnarnefnd tímaritsins Nordisk Kontakt.
    Á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi 7.–10. mars 1994 var kosið í trúnaðarstöð ur í samræmi við framannefndar tilnefningar Íslandsdeildar. Einnig var Rannveig Guð mundsdóttir endurkosin formaður menningarmálanefndar og Hjörleifur Guttormsson end urkosinn í kjörnefnd en hann situr einnig í forsætisnefnd sem fulltrúi flokkahóps vinstri sósíalista.
    Þann 22. desember 1994 kaus Alþingi sömu menn til setu í Norðurlandaráði næsta starfsár, að undanskilinni þeirri breytingu að í stað Rannveigar Guðmundsdóttur var Guð mundur Árni Stefánsson kosinn aðalmaður í ráðinu. Einnig var Jóna Valgerður Krist jánsdóttir kosin varamaður í stað Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

2.2. Störf Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
    Íslandsdeild Norðurlandaráðs hélt 12 fundi á starfsárinu. Undirbúningur þings Norð urlandaráðs hófst á árinu.
    Fyrir 44. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi átti Íslandsdeild fund með forsætisráð herra Davíð Oddssyni og samstarfsráðherra Norðurlanda Sighvati Björgvinssyni. Var þar rætt um stefnumótun forsætisráðherra í Norðurlandamálum fyrir komandi starfsár sem Ís land hefur formennsku fyrir en einnig var rætt um ýmsar leiðir til að styrkja norrænt sam starf og mikilvægi þess fyrir Ísland.
    Í tengslum við 44. þingið átti deildin fund með fulltrúum þeirra íslensku ungliða stjórnmálaflokkanna sem sóttu þingið. Á fundinum var rætt um þau mál sem ungliðarn ir vildu að áhersla yrði lögð á í norrænu samstarfi og lokaályktun Norðurlandaráðsþings æskunnar, sem haldið var dagana fyrir þingið, var kynnt.
    Íslandsdeild einbeitti sér á starfsárinu einkum að málefnum sem varðar framtíð nor ræns samstarfs. Á fundi Íslandsdeildar af þessu tilefni komu m.a. Snjólaug Ólafsdóttir, formaður norrænu samstarfsnefndarinnar, og Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í for sætisráðuneytinu, og fjölluðu um norrænu fjárlögin og tímaáætlun endurskoðunar sam starfsins.
    Til að varpa ljósi á stöðu Íslands í breyttri Evrópu komu á fund Íslandsdeildar Gunn ar Snorri Gunnarsson sendiherra til að fjalla um samningsstöðu Íslands við hugsanlega inngöngu annarra Norðurlanda í ESB og Guðrún Eyjólfsdóttir fréttamaður til að fjalla um stöðuna í sjávarútvegsmálum.
    Formaður Íslandsdeildar, Halldór Ásgrímsson, heimsótti Brussel dagana 21.–22. júní 1994, m.a. til þess að kynna sér stöðu Íslands vegna breytinga á stofnunarþáttum ESB-samstarfsins ef önnur norræn lönd ganga í sambandið. Átti hann m.a. samtal við Viktor Bangemann, fulltrúa Þjóðverja í framkvæmdarstjórn ESB, um stöðu Íslands við inngöngu annarra norrænna landa í sambandið, Øvin Berg, fastafulltrúa Noregs í Bruss el og aðalsamningarmanns Noregs í samningum um EES og aðild Norðmanna að ESB, forstjóra eftirlitsstofnunar ESB, Knut Almestad, og sendiherra Íslands í Brussel, Hann es Hafstein. Skýrsla um ferðina var afhent Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
    Norrænir fréttamannastyrkir voru á árinu veittir þremur íslenskum fréttamönnum. Sam anlagt var styrkupphæðin að jafnvirði 75.000 SEK. Íslandsdeild ákvað að eftirgreindir fréttamenn hlytu styrki: Friðrik Páll Jónsson, Hjörtur Gíslason og Svanhildur Eiríksdótt ir.
    Árið 1992 var ákveðið að veita þingmönnum frá Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Rússlandi norræna styrki til að heimsækja Norðurlönd og kynna sér framkvæmd lýð ræðis og þingræðis og auka við faglega þekkingu sína. Á árinu 1994 heimsóttu tveir hóp ar þingmanna Ísland. Þau málefni, sem sérstaklega voru kynnt hér á landi, voru sveitar stjórnarmál, vinnumarkaðsmál, einkavæðing ríkisfyrirtækja og hagsmunamál bænda.
    Sameiginlegur fundur var haldinn á árinu með Íslandsdeild Norðurlandaráðs og fram kvæmdastjórn Norræna félagsins á Íslandi. Þar var rætt um ýmis málefni er Norræna fé lagið er að vinna að nú, m.a. um útvíkkun Nordjobb til Eystrasaltslandanna.
    Dagana 10.–13. desember var haldin norræn fréttamannaráðstefna á Íslandi sem bar yfirskriftina „Ísland, Norðurlönd og norrænt samstarf í nýrri Evrópu“. Ráðstefnan var haldin af Íslandsdeild Norðurlandaráðs í samvinnu við forsætisnefndarskrifstofu Norð urlandaráðs í Stokkhólmi.
    Tekið var á móti erlendum fréttamönnum, sem á ráðstefnuna komu, helgina 10.–11. desember til að kynna þeim sögu Íslands og þjóðmálaástand.
    Rúmlega 40 manns, fréttamenn og stjórnmálamenn, frá öllum Norðurlöndum sóttu ráð stefnuna. Framsögumenn voru m.a. Per Olof Håkansson, forseti Norðurlandaráðs, Hans Engell, formaður flokkahóps hægrimanna í Norðurlandaráði, og Lars-Åke Engblom, lekt or við fréttamannaháskólann í Jönköping. Sá síðastnefndi kynnti niðurstöður rannsókna í skýrsluformi sem hann hafði unnið að sl. haust um Ísland, Norðurlönd og Evrópu eft ir þjóðaratkvæðagreiðslurnar haustið 1994. Í grófum dráttum er niðurstaða skýrslunnar sú að þar eð Noregur mun ekki gerast meðlimur í ESB koma íslenskir stjórnmálamenn ekki til með að sýna því áhuga á næstunni. Aftir á móti mun norrænt samstarf breytast og aðlagast meira Evrópusamstarfinu.
    Á ráðstefnunni var rætt um framtíð norrænnar samvinnu og kom þar helst fram að auka þyrfti pólitískt innihald samstarfsins og aðlaga formið breyttum aðstæðum ef sam starfið ætti ekki að hverfa í skuggann af Evrópusamstarfinu. Ráðstefnunni lauk með um ræðuþætti sem íslenska sjónvarpið tók upp og stýrði um framtíð norræns samstarfs og voru þátttakendur þar hinir fyrrnefndu framsögumenn ráðstefnunnar ásamt Halldóri Ás grímssyni, formanni Íslandsdeildar.
    Í kjölfar þess að haldin var í Reykjavík á vegum forsætisnefndar Norðurlandaráðs fjöl þjóðleg þingmannaráðstefna um þróun og vernd norðurheimskautssvæðisins í ágúst 1993 var ákveðið að stofna fasta þingmannanefnd til að fylgja eftir ályktunum þingsins og meta nauðsyn áframhaldandi samstarfs. Halldóri Ásgrímssyni var síðar falið af forsætisnefnd Norðurlandaráðs að vera þar í forsvari.
    Þessi nefnd hóf störf á árinu en í henni eiga sæti á vegum Norðurlandaráðs, auk Hall dórs, Birgitta Dahl, forseti sænska þingsins, og Jan P. Syse, fulltrúi Norðmanna í for sætisnefnd Norðurlandaráðs. Á árinu hefur farið fram vinna í því að fá Rússland, Kanada, Bandaríkin og Evrópusambandið til að tilnefna fulltrúa í þessa nefnd. Fulltrúar eru þeg ar tilnefndir frá Kanada og Rússlandi.
    Nefndin er þegar byrjuð að vinna úr tillögum þeim er samþykktar voru á fyrrnefndri þingmannaráðstefnu um norðurheimskautssvæðið í Reykjavík sem lokaskjal með áskor unum til viðkomandi ríkisstjórna um úrbætur á sviði umhverfis- og þróunarmála. Áætl að er að halda aðra þingmannaráðstefnu í byrjun árs 1996, væntanlega í Kanada, um sama efni. Á vegum ráðherranefndarinnar er verið að vinna skýrslu um málefni heimskauts svæða og á grundvelli hennar mun væntanlega verða lögð fram ráðherratillaga um að gerðir í þessum málaflokki á haustþingi Norðurlandaráðs.
    Á fundi forsætisráðherra Norðurlanda og forsætisnefndar Norðurlandaráðs í sambandi við þing Norðurlandaráðs í Tromsö í nóvember 1994 var ákveðið að stofna sérstaka nefnd til að endurskoða Norðurlandasamstarfið í ljósi þess að Svíþjóð og Finnland gengu í Evr ópusambandið um áramótin. Nefndin er skipuð samstarfsráðherrum Norðurlanda og þing fulltrúum frá öllum Norðurlöndum, einum frá hverju, jafnframt sem þeir eru fulltrúar allra flokkahópanna. Af Íslands hálfu situr Sighvatur Björgvinsson, samstarfsráðherra Norð urlanda, í nefndinni og Halldór Ásgrímsson, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
    Íslandsdeild Norðurlandaráðs hefur fjallað um framlagðar tillögur nefndarinnar á fund um sínum. Nánar segir frá tillögunum í inngangi skýrslunnar.
    Á starfsárinu hafa meðlimir Íslandsdeildar verið meðflutningsmenn að mörgum þing mannatillögum, m.a. var Halldór Ásgrímsson fyrsti flutningsmaður tillögu um að auka norrænu fjárlögin og einnig tillögu um stofnun norrænnar upplýsingaskrifstofu í Bruss el. Hjörleifur Guttormsson var fyrsti flutningsmaður tillögu um stuðning til kvenna við að stofna lítil og meðalstór fyrirtæki. Að frumkvæði Rannveigar Guðmundsdóttur lagði menningarmálanefnd Norðurlandaráðs fram nefndartillögu um notkun afþreyingarefnis í sjónvarpi og kvikmyndum til að ná athygli barna og ungmenna í baráttunni gegn mis notkun vímuefna, kynþáttafordómum og ofbeldi.

3. Starfsemi nefnda Norðurlandaráðs.
3.1. Forsætisnefnd.
    Forseti Norðurlandaráðs er Per Olof Håkansson en hann tók við af Sten Andersson sem lét af þingmennsku við þingkosningar í Svíþjóð í september 1994. Sten Andersson hafði tekið við forsetastöðunni af Jan P. Syse á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í mars 1994. Fulltrúar Íslandsdeildar í forsætisnefnd eru Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde en Hjörleifur Guttormsson tók sæti í nefndinni á vegum flokkahóps vinstrisós íalista 26. október 1993.
    Forsætisnefnd hefur haldið 11 fundi á starfsárinu. Auk þess hefur forsætisnefnd hald ið tvo fundi með forsætisráðherrum Norðurlanda í sambandi við þing ráðsins. Þar var að allega rætt um samningagerð við ESB, nærsvæðapólitík og framtíð samstarfsins. For sætisnefnd hefur einnig haldið fund með samstarfsráðherrum Norðurlanda. Þeir fundir hafa aðallega fjallað um hvernig fylgja megi eftir ákvörðunum á þingum ráðsins og skipu lagningu og undirbúning næstu þinga.
    Forgangsverkefni í norrænu samstarfi voru ákveðin fyrir tveimur árum, þ.e. menn ingarmál, rannsóknir og menntamál, umhverfismál, réttindi borgaranna, fjárhagsmál, fisk veiðimál og lagaleg málefni. Í viðbót við þetta ákvað forsætisnefnd að forgangsverkefni ársins skyldu einkum verða atvinnumál og utanríkis- og varnarmál. Einkum og sér í lagi var ákveðið að leggja áherslu á Evrópumál og nærsvæðapólitíkina.
    Forsætisnefnd hafði til umfjöllunar þingmannatillögu um áætlun um Evrópusamvinnu Norðurlanda þar sem þeim tilmælum var beint til norrænu ráðherranefndarinnar að hún framkvæmi könnun á helstu samstarfsverkefnum Norðurlanda í evrópsku samhengi í sam ráði við Norðurlandaráð og að hún á grundvelli þessa starfs leggi fram tillögu um Evr ópusamvinnu Norðurlanda. Þingmannatillaga þessi var samþykkt á þingi Norðurlanda ráðs í Tromsö ásamt annarri tillögu um uppbyggingu og verkefni Norðurlandaráðs í fram tíðinni þar sem ríkisstjórnir Norðurlanda skulu í samvinnu við forsætisnefnd Norður landaráðs stofna starfshóp sem hraði störfum við að semja tillögur um framtíðarupp byggingu og verkefni ráðsins.
    Á grundvelli þessara tillagna var stofnaður starfshópur sá sem greint er frá í inngangi. Á þinginu í Tromsö var einnig samþykkt þingmannatillaga sem forsætisnefnd hafði haft til umfjöllunar, en hún er um aukna samvinnu ríkjanna við Norðursjó þar sem norræna ráðherranefndin fær það hlutverk að athuga tilhögun svæðisbundinnar samvinnu sem kom ist hefur á umhverfis Norðursjó á undanförnum árum, athuga hvernig best megi nýta svæðisbundna samvinnu ríkjanna umhverfis Norðursjó, ásamt Skotlandi, til að koma á hagkvæmri skiptingu vinnu og fjármagns milli annarra samstarfsstofnana á svæðinu og að halda áfram því starfi að gæta norrænna hagsmuna við undirbúning 4. Norðursjávar ráðstefnunnar í júní 1995.
    Forsætisnefnd lagði áherslu á nærsvæðapólitík á árinu. Þingmannanefnd sú, sem ákveðið var að skipa á Norðurskautsráðstefnunni sem haldin var á Íslandi í ágúst 1994, hóf störf á árinu undir forustu Halldórs Ásgrímssonar.
    Í maí 1994 tóku nokkrir fulltrúar frá forsætisnefnd og aðrir í Norðurlandaráði þátt í 3. þingmannaráðstefnu um Eystrasaltssvæðið sem haldin var í Varsjá í Póllandi. Aðal efnið var svæðasamskipti í Evrópu, umhverfisvernd á Eystrasaltssvæðinu, ásamt um ræðu sem m.a. tók til öryggismála. Í september 1995 verður 4. þingmannaráðstefnan um Eystrasaltssvæðið haldin á Borgundarhólmi í Danmörku.
    Norrænir styrkir fyrir þingmenn frá Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og Rússlandi hafa haldið áfram á árinu og mikill áhugi er fyrir þeim. Á árinu hafa um 20 þingmenn haft möguleika á að kynnast vinnunni í Norðurlandaráði, þjóðþingum og öðrum opinberum stofnunum á Norðurlöndum.
    Í janúar 1995 skipulagði forsætisnefndin ráðstefnu um Norðurlönd hjá Sameinuðu þjóðunum, „Fyrir frið og þróun“, þar sem m.a. framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros Gali, hélt opnunarræðu. Davíð Oddsson forsætisráðherra hélt ræðu við opnunina fyrir hönd norrænu forsætisráðherranna. Þátttakendur ráðstefnunnar voru um 300 en á árinu 1995 er 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og var ráðstefnan m.a. hald in af því tilefni. Á ráðstefnunni kom fram vilji Norðurlandaþjóðanna til að halda áfram því samstarfi sem löndin hafa haft með sér innan alþjóðastofnana og ekki síst Samein uðu þjóðanna.

3.2. Laganefnd.
    Fulltrúi Íslandsdeildar í laganefnd er Halldór Ásgrímsson. Sænski þingmaðurinn Arne Andersson hefur verið formaður nefndarinnar frá því í september 1994. Fram að þeim tíma var sænski þingmaðurinn Hans Nyhage formaður, en hann lét af þingmennsku eft ir sænsku þingkosningarnar í september.
    Laganefnd hélt sex fundi á árinu og auk þess fund með jafnréttisráðherrum landanna í sambandi við Nordisk Forum í Turku í Finnlandi í ágúst 1994.
    Nefndin fjallaði á árinu um þingmannatillögu um framkvæmdaáætlun gegn misnotk un ávana- og fíkniefna á Norðurlöndum og grannsvæðum. Var ákveðið að beina þeim til mælum til norrænu ráðherranefndarinnar að hún mótaði m.a. norræna framkvæmdaáætl un um baráttu gegn misnotkun ávana- og fíkniefna á Norðurlöndum og grannsvæðum þeirra og mótaði tillögur um aukna samvinnu lögreglu- og tollayfirvalda þessara ríkja um upplýsingar og fræðslu og síðan meðferð og endurhæfingu, m.a. hvað snertir fíkniefna neytendur í fangelsum, auk þess að Norðurlöndin móti eigin aðferð í forvörnum og að út búið verði upplýsinga- og fræðsluefni handa almenningi, einkum börnum og ungling um, í samvinnu við hlutaðeigandi yfirvöld.
    Nefndin fjallaði einnig um þingmannatillögu um aðgerðir í baráttunni gegn barnaklámi þar sem samþykkt var að beina þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar að hún geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að saknæmt teljist að hafa barnaklám undir hönd um á Norðurlöndum og að Norðurlönd verði í fararbroddi í öðrum ráðstöfunum á al þjóðavettvangi í baráttunni gegn barnaklámi.
    Á árinu hafði laganefnd til meðferðar ráðherranefndartillögu um nýja framkvæmda áætlun fyrir jafnrétti 1995–2000. Á fundi sínum í Turku ákvað nefndin að senda ráð herranefndinni bréf með uppkasti að álitsgerð nefndarinnar um framkvæmdaáætlunina.
    Nefndin átti hlut að undirbúningnum að Nordisk Forum 1994 í Turku sem var nor ræn kvennaráðstefna sem samanstóð bæði af óopinberri og opinberri jafnréttisráðstefnu. Samanlagt voru þátttakendur yfir 16.000.
    Laganefndin hélt ráðstefnu um framkvæmd jafnréttis með öllum þingnefndum Norð urlandaráðs. Auk þess hafði nefndin frumkvæði að bókinni „Norðurlönd, paradís kvenna?“ sem kom út í samvinnu Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar.
    Í apríl 1994 heimsótti laganefnd Evrópuþingið og framkvæmdanefnd ESB í Brussel.
    Fulltrúar frá laganefnd tóku þátt í evrópskri undirbúningsráðstefnu í Vín að 4. heimskvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Beijing í Kína í september 1995.
    Á þingi Norðurlandaráðs í Tromsö tók ráðið ákvörðun um innri málefni varðandi jafn ari kynjaskiptingu í opinberum stöðum hjá Norðurlandaráði o.fl. Að sama skapi var tek in ákvörðun um að Samar fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi við almennar umræður á fundum Norðurlandaráðs og að öðru leyti í samræmi við starfsreglur Norðurlandaráðs. Þessi ákvörðun um innri málefni var tekin á grundvelli þingmannatillögu um þátttöku Sama í starfi Norðurlandaráðs.

3.3.     Menningarmálanefnd.
    Fulltrúi Íslandsdeildar og formaður menningarmálanefndar var Rannveig Guðmunds dóttir þar til að hún varð félagsmálaráðherra 12. nóvember 1994. Íslandsdeild tilnefndi Guðmund Árna Stefánsson í stað hennar á fundi sínum 22. desember 1994.
    Menningarmálanefndin hefur haldið sex fundi á árinu og auk þess einn fund með nor rænu menningar-, menntamála- og rannsóknarráðherrum.
    Á starfsárinu hefur nefndin framfylgt áætlunum um nýjar áherslur í menningar- og menntamálum sem ákveðnar voru í kjölfar ákvörðunar um að veita aukið fjármagn til menningar- og menntamála.
    
Á starfsárinu hefur nefndin einkum einbeitt sér að málefnum barna og ungmenna og óskað eftir því við norrænu ráðherranefndina að hún leggi fram framkvæmdaáætlun fyr ir börn og ungmenni sem taki bæði til menningar- og menntamálageirans. Ráðherra nefndin hefur ákveðið að leggja fram ráðherranefndartillögu um slíka framkvæmdaáætl un haustið 1995.
    Nefndin hefur einnig fjallað um menntamál og hvernig hægt er að auðvelda viður kenningu námsgreina milla landa. Nefndin fjallaði um þingmannatillögu um aukna menntasamvinnu í fámennum atvinnugreinum þar sem ráðherranefndinni var m.a. falið að víkka út NORDPLUS-junior framkvæmdaáætlunina.
    Rætt hefur verið um vilja og möguleika þess að fjölga hinum norrænu menningar verðlaunum í samræmi við aukna fjárveitingu til menningar. Stofnaðir voru starfshópar innan ráðherranefndarinnar og menningarmálanefndarinnar sem munu hittast á þinginu í Reykjavík í febrúar 1995 til að koma sér saman um niðurstöðu. Aðallega hefur verið rætt um möguleika á að stofna til verðlauna sem mundu flytjast milli listgreina ár frá ári.
    Menningarmálanefndin hefur skipt sér niður í þrjá vinnuhópa til að sinna alþjóða málum. Hóparnir einbeita sér að málefnum varðandi Eystrasaltslöndin, Evrópuráðið og ESB. Vinnuhópur um Evrópuráðið og Eystrasaltslönd skipulagði í sameiningu þriggja daga ráðstefnu um norræna samvinnu við Eystrasaltslöndin í menningarmálum 18.–20. maí. Þátttakendur voru fulltrúar frá Norðurlandaráði, Eystrasaltsráðinu og menningar málanefnd Evrópuráðsins.
    Vinnuhópur um ESB-mál fór í kynningarferð til Brussel í febrúar 1994. Vinnuhóp urinn stóð að ráðstefnu um opna stjórnsýslu í Brussel 20. október undir yfirskriftinni „Norðurlönd, Evrópusambandið og opin stjórnsýsla“. Þar komu saman þátttakendur utan Norðurlanda frá norrænum sendiráðum og þingum og norrænir fréttamenn staðsettir í Brussel. Einkum var ræddur mismunur á stjórnsýsluvenjum í Evrópu og á Norðurlönd um.
    Menningarmálanefnd fjallaði um þingmannatillögu um norrænan brag á bókasýning unni í Frankfurt 1997 þar sem mælt var með að ráðherranefndin kannaði hvernig hægt væri að deila kostnaði við slíka framkvæmd og að tilkynna skipuleggjendum bókasýn ingarinnar áhuga á þessu framtaki.

3.4. Félagsmálanefnd.
    Fulltrúi Íslandsdeildar í félagsmálanefnd er Sigríður A. Þórðardóttir. Sænski þing maðurinn Lena Öhrsvik var formaður nefndarinnar fram að sænsku þingkosningunum í september 1994 en þá tók sænski þingmaðurinn Yvonne Sandberg Friis við formennsku.
    Félagsmálanefnd hélt fimm reglulega fundi á starfsárinu og einn fund með félags- og heilbrigðisráðherrunum.
    Atvinnumálin, einkum aðferðir til að vinna á móti atvinnuleysi, voru eitt af forgangs verkefnum nefndarinnar á árinu. Einkum hefur verið lögð áhersla á að leitast við að sam ræma þær norrænu framkvæmdir sem stuðla að aukningu atvinnutækifæra, að löndin deili með sér reynslu af aðgerðum til að auka atvinnu og að ræða nánar hvernig hinn norræni vinnumarkaður geti starfað betur í raun. Þar hefur nefndin staðhæft að sambandið milli menntunarstigs og atvinnuleysis sé mjög skýrt, en ónóg fullorðinsfræðsla og starfsþjálf un er vandamál. Vegna þessa ástands hefur félagsmálanefnd ákveðið að hafa frumkvæði að málstefnum um starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.
    Félagsmálanefnd hefur bent á að stofnun nýrra fyrirtækja á Norðurlöndum hefur minnkað stöðugt síðustu ár og talið mikilvægt að skapa aðstæður sem örva áhuga til stofnunar fyrirtækja.
    Félagsmálanefndin hefur lagt áherslu á þörfina fyrir að víkka út hinn norræna vinnu verndarsamning. Nauðsynlegt er að bæta inn í hann rétti til framhaldsnáms og með ákvörðunartöku fyrir launþega.
    Ráðið samþykkti tilmæli til norrænu ráðherranefndarinnar um norræna byggingar- og húsnæðisstefnu í evrópsku samhengi á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Samkvæmt þeim skal norræna ráðherranefndin viðhalda og stuðla að þróun norrænnar samvinnu á sviði byggingar- og húsnæðismálastefnu í víðara samhengi með tilliti til þess hver sjálf bær þróunarsvið innri uppbyggingar verða. Skipti á upplýsingum um reynslu á sviði bygg ingar- og húsnæðismála verði hafin milli Norðurlanda og ESB og samvinna við Eystra saltslöndin og Norðvesturhéruð Rússlands á sviði byggingar- og húsnæðismála verði efld.
    Félagsmálanefnd er þeirrar skoðunar að þeir norrænu fjármunir, sem notaðir hafa ver ið í samvinnu um norræna byggingar- og húsnæðismálastefnu, hafi nýst mjög vel og bor ið sýnilegan árangur, einkum og sér í lagi með því að stofnað hafi verið til náins sam starfs milli rannsóknaraðila.
    Norræna ráðherranefndin hefur á starfsárinu gert nýja framkvæmdaáætlun um nor rænt samstarf á sviði félags- og heilbrigðismála. Félagsmálanefnd lýsti sig jákvæða gagn vart framkvæmdaáætluninni og stefnumörkun hennar. Nefndin hafði þó ýmislegt við fram kvæmdaþátt áætlunarinnar að athuga.
    Félagsmálanefnd skipulagði málþing í Ósló 10.–11. maí um aðstöðu líkamlega fatl aðra með tilliti til nýrra reglna sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt um stefnumörk un í málefnum fatlaðra.
    Tilmæli til ráðherranefndarinnar um aukna samvinnu um framkvæmd sáttmála Sam einuðu þjóðanna um vernd barna og ungmenna voru samþykkt á árinu þar sem lagt var til að ráðherranefndin efldi samstarf sitt á þeim sviðum sem sáttmáli Sameinuðu þjóð anna um vernd barna og ungmenna nær til. Til ríkisstjórna Norðurlanda var því beint að þær ynnu að því á alþjóðavettvangi að megináhersla yrði lögð á að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd barna og ungmenni yrði framfylgt.
    Vegna aukinnar notkunar hormóna á Norðurlöndum hefur félagsmálanefnd óskað eft ir og fengið samþykkta þingmannatillögu um aðgerðir gegn misnotkun hormóna. Þar er þeim tilmælum beint til norrænu ráðherranefndarinnar að hún kanni forsendur aukinnar norrænnar samvinnu í þeim tilgangi að berjast gegn misnotkun stera og annarra lyfja. Rík isstjórnir Norðurlanda eiga að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir steraneyslu á öðr um vettvangi í Evrópu en á sviði íþrótta og vinna að því að öll aðildarríki Evrópuráðs ins staðfesti samþykkt ráðsins frá 1989 um baráttu gegn misnotkun lyfja.
    Samvinna um málefni aldraðra hefur verið forgangsverkefni félagsmálanefndar. Eink um og sér í lagi hefur nefndin lagt áherslu á breytilegan eftirlaunaaldur, athugun á stofn unum og samvinnu milli aldurshópa.
    Á þinginu í Stokkhólmi var gerð norræn samþykkt um félagslega aðstoð og þjónustu. Á þingi Norðurlandaráðs í Tromsö var staðfest ráðherratillaga um áætlun um norræna samvinnu á sviði félags- og heilbrigðismála 1995–2000 og þingmannatillaga um búferla flutninga með skipulegum hætti.
    Félagsmálanefndin hefur starfandi þrjá vinnuhópa í alþjóðamálefnum: vinnuhóp um málefni Sameinuðu þjóðanna, vinnuhóp um Evrópumálefni og vinnuhóp um málefni Eystrasaltslandanna. Tveir hinir síðastnefndu hafa farið í námsferðir annars vegar til Strassborgar og Brussel og hins vegar til Lettlands, Litáen og Kaliningrad.

3.5. Umhverfisnefnd.
    Fulltrúi Íslandsdeildar í umhverfisnefnd er Kristín Einarsdóttir, en finnski þingmað urinn Anneli Jäätenmäki var formaður nefndarinnar fram að 44. þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Þá tók álenski þingmaðurinn Olof Salmén við formennsku.
    Umhverfisnefnd hefur haldið fimm nefndarfundi á starfsárinu. Auk þess hefur nefnd in haldið fund með umhverfisráðherrum og samgönguráðherrum í sambandi við 44. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi og einnig með umhverfisráðherrum í sambandi við 45. þing Norðurlandaráðs í Tromsö.
    Umhverfismálin eru fremst í forgangsröð hjá umhverfisnefndinni. Nefndin hefur talið mikilvægt að beina sjónum sínum að því hvað gert er hjá norrænu ráðherranefndinni í umhverfismálum og hefur því haldið fundi með ráðherranefndinni, m.a. á þinginu í Stokk hólmi þar sem fjallað var um ráðherranefndartillögu um norræna áætlun í umhverfismál um 1994–1996. Nefndin taldi að áætlun þessi þyrfti að vera nákvæmari og beinskeytt ari og taldi að kjarnorkuver í Austur-Evrópu og hvernig farið er með kjarnorkuúrgang þaðan sé eitt mikilvægasta málefnið til að vinna að á norrænum vettvangi núna og þyrfti að setja það inn í framkvæmdaáætlunina.
    Nefndin telur eitt mikilvægasta málefnið vera að flýta því að finna leiðir til fjármagna umhverfisframkvæmdir á nærsvæðum Norðurlandanna. Nefndin telur einnig mikilvægt að umhverfismálin verði sýnileg og að íbúar Norðurlanda skilji mikilvægi framkvæmd verkefna sem verða til að ná fram ásættanlegri þróun á Norðurlöndum í þessum efnum. Því hafa umhverfisnefndin og norrænu umhverfisráðherrarnir komið sér saman um að lögð verði fram ráðherranefndartillaga um stofnun norrænna umhverfisverðlauna á þingi ráðsins 1995.
    Á þingi ráðsins í Stokkhólmi vorið 1994 voru fyrir utan ráðherranefndartillögu um norræna áætlun í umhverfismálum samþykkt þrenn tilmæli, byggð á fjórum þingmanna tillögum. Í fyrsta lagi er um að ræða tillögu um meðferð úrgangs sem er hættulegur um hverfinu, í öðru lagi skýrslu um kjarnorkuúrgang og í þriðja lagi tillögu um þróun um hverfismála og öryggi á norðurskautssvæðinu.
    Svæðasamstarf framtíðarinnar er mikilvægt mál fyrir nefndina. Nefndin hefur talið að mikilvægustu samstarfsþarfirnar, bæði hvað varðar samstarf innan Norðurlanda og með nærsvæðum, breyttust ekki hverjar sem niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslnanna um Evr ópusamstarfsaðildina yrðu. Þetta gildir bæði um málefni varðandi umhverfi og þróun við Eystrasalt, á Barentsvæðinu og annars staðar á norðursvæðum. Þar eð skipulag sam starfsins er óljóst hefur nefndin mælst til að norræna ráðherranefndin leggi fram ráð herranefndartillögu á þinginu í Reykjavík um endurnýjaða framkvæmdaáætlun um svæða samstarf.
    Hvað varðar landbúnað og fiskveiðar hefur nefndin talið mikilvægt að byggt sé upp náið samstarf með umhverfisgeiranum. Slíkt samstarf hefur nú hafist.
    Á þinginu í Stokkhólmi var samþykkt ráðherranefndartillaga um framkvæmdaáætlun um samvinnu á sviði erfðafræðilegra auðlinda og á þinginu í Tromsö var samþykkt þing mannatillaga um samnorrænar upplýsingar um skógarnytjar.
    Nefndin sér einnig um málefni varðandi samgöngur. Þar telur nefndin að tengja þurfi umhverfismálin sérstaklega við samgöngumál með tilliti til þess hversu mikil áhrif sam göngur hafa á umhverfi. Þessi málefni voru rædd við samgönguráðherrana í tengslum við þingið í Stokkhólmi.
    Nefndin heimsótti á árinu m.a. Norræna fjárfestingarbankann og Norræna umhverf isfjárfestingarfélagið NEFCO.

3.6. Efnahagsmálanefnd.
    Íslenski fulltrúinn í efnahagsmálanefnd er Hjörleifur Guttormsson en formaður nefnd arinnar er Niels Ahlmann-Ohlsen. Nefndin hélt fimm fundi á árinu.
    Nefndin hélt ráðstefnu 11.–12. apríl 1994 um ástand norrænna atvinnumála. Sérfræð ingar frá ráðuneytum, rannsóknastofnunum o.fl. innan og utan Norðurlanda greindu þar frá ólíkum sjónarmiðum varðandi atvinnumál. Þátttakendur á ráðstefnunni voru fyrir utan fulltrúa frá ráðinu fulltrúar frá þjóðþingunum, fulltrúar vinnuveitenda og launþega og fréttamenn.
    Á þinginu í Tromsö í nóvember 1994 fjallaði nefndin um þingmannatillögu um nor ræna framkvæmdaáætlun til að auka atvinnustig á Norðurlöndum. Tillagan varð að til mælum til ráðherranefndarinnar um að auka aðgerðir til að skapa meiri atvinnu á Norð urlöndum. Samtímis hélt nefndin fund með fjármálaráðherrum um sama efni.
    Nefndin hefur bæði í tilmælum og í samvinnu við aðrar stofnanir lagt áherslu á að á norrænt samstarf verði að líta sem hluta af evrópsku samstarfi, ekki síst þegar um er að ræða viðskiptamál, atvinnumál, orkumál og samgöngur. Nefndin hefur einkum einbeitt sér að sambandinu við Eystrasalts- og Mið-Evrópuríkin.
    Efnahagsmálanefnd hefur átt fulltrúa á mjög mörgum norrænum og evrópskum ráð stefnum um þessi efni. Auk þess er lagðar fram reglubundið skýrslur um ESB- og EES-málefni frá fulltrúum landanna á fundum nefndarinnar. Á þingi Norðurlandaráðs í Tromsö voru samþykkt tilmæli byggð á þingmannatillögu um að ráðherranefndin athugi möguleika á sérstökum sjóði fyrir iðnað í Eystrasaltslöndum.
    Efnahagsmálanefnd hefur einnig einbeitt sér að orkumálum og skipuleggur ráðstefn ur með umhverfisnefndinni um orku- og umhverfismál. Starfshópur á vegum nefndar innar um orkumál hélt fund í maí með stjórn NORDELS varðandi norræn orkumál al mennt og þróun orkustofnana landanna sérstaklega.

3.7. Fjárlaganefnd.
    Formaður fjárlaganefndar er norski þingmaðurinn Peter Angelsen. Af hálfu Íslands sit ur Árni M. Mathiesen í nefndinni og er hann einnig varaformaður hennar. Fjárlaganefnd hélt sjö fundi á árinu, þar af tvo fundi með formanni ráðherranefndarinnar (samstarfs ráðherrar Norðurlanda).
    Fjárlaganefnd hefur á árinu einkum einbeitt sér að þremur stórum málefnum: í fyrsta lagi að undirbúa jarðveginn fyrir aukna pólitíska stjórnun hins norræna fjárlagaferlis sem veitir möguleika á betri stjórnmálalegri umræðu um markmið og forgangsverkefni. Í öðru lagi að ræða nauðsyn pólitískrar forgangsröðunar og þörf fyrir sveigjanleika til að veita rými fyrir tímabundin pólitísk mál og í þriðja lagi að ræða þörfina fyrir eftirlit þing manna og yfirsýn yfir norræna samstarfið, einkum samband þess við sams konar starf á Norðurlöndum og í Evrópu.
    Fjárlaganefndin hefur einkum beitt sér fyrir því að fá fram umræður og ákvarðanir Norðurlandaráðs inn á þá braut að undirbúinn verði jarðvegur fyrir norrænt samstarf eft ir að nýtt ástand skapast við það að fleiri Norðurlönd ganga í Evrópusambandið.
    Á starfsárinu hefur fjárlaganefndin athugað hvernig hin opna stjórnsýsla virkar í nor rænum stofnunum. Ástæðan fyrir þessari athugun er 43. gr. Helsinki-sáttmálans, en þar stendur að í norrænu samstarfi eigi að virða regluna um stjórnsýslu eins og hægt er. Hægt var að finna vissa vankanta á opinberri stjórnsýslu og var gerð tillaga um ný vinnubrögð í skjalasöfnun og skráningu skjala í norrænu stofnununum.
    Fjárlaganefnd gerir álitsgerð um framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun norrænnar sam vinnu eftir að hafa leitað álits annarra þingnefnda Norðurlandaráðs um málið. Á þingi Norðurlandaráðs í Tromsö voru samþykkt tilmæli um framkvæmdaáætlun og fjárhags áætlun norrænnar samvinnu 1995. Fjallað var um þingmannatillögu um hækkun norrænu fjárlaganna í sambandi við ráðherranefndartillöguna um fjárhagsáætlunina.
    Fjárlaganefnd hefur eftirlit með starfsemi forsætisnefndarskrifstofu Norðurlandaráðs og fjallar því um uppgjör skrifstofunnar og skýrslu endurskoðenda ráðsins um starfsem ina. Fjárlaganefnd hefur lokið meðferð sinni á uppgjöri ársins 1993 og gerði ekki at hugasemdir við það.

4. Þing Norðurlandaráðs.
4.1. 44. þing ráðsins.
    Norðurlandaráð hélt 44. þing sitt í Stokkhólmi 7.–10. mars 1994. Fjallað var um 16 þingmannatillögur, fjórar ráðherranefndartillögur og 35 fyrirspurnir. Þingmanna- og ráð herranefndartillögurnar urðu að 16 nýjum tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda og nor rænu ráðherranefndarinnar.
    Á þinginu voru einkum fjárlög þingsins í brennidepli, en á fundi sem samstarfsráð herrarnir héldu meðan á þinginu stóð var ákveðið að veita 50 milljónir danskra króna til viðbótar til hinna norrænu fjárlaga. Á þinginu hafði komið fram þingmannatillaga, með Halldóri Ásgrímssyni sem flutningsmanni, um að hækka fjárlög Norðurlandasamstarfs ins um 40 milljónir.
    Þar sem Íslendingar fara með forustuhlutverk í ríkisstjórnasamstarfinu þetta starfsár flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra inngangsræðu almennu stjórnmálaumræðnanna. Hann ræddi einkum um Evrópusamstarfið og lagði áherslu á mikilvægi sameiginlegu yf irlýsinganna um norrænt samstarf sem er að finna í aðildarsamningum hinna þriggja nor rænu landa að ESB. Einnig lagði forsætisráðherra áherslu á mikilvægi þess að í Norð urlandasamstarfi einbeittu menn sér áfram að ákveðnum málefnum, löguðu sig að hinu pólitíska starfi og tækju tillit til allra Norðurlanda. Hann nefndi einnig öryggismál og sér staklega hina norrænu friðargæslu, m.a. í Bosníu. Hann áleit að það hefði mikla þýð ingu fyrir öryggið í þessum heimshluta að Eystrasaltslöndin tækju þátt í alþjóðasam starfi.
    Hann lagði sérstaka áherslu á að mikilvægt væri fyrir öll Norðurlönd að leysa um hverfisvandamálin m.a. með auknu samstarfi við Eystrasaltslöndin og Rússland.
    Forsætisráðherra taldi nauðsynlegt að láta gera úttekt á hvaða verkefni mætti vinna betur í samstarfi Norðurlandanna og hvaða möguleikar væru á að auka vinnuskiptingu milli landanna. Forsætisráðherra nefndi einnig vandamál vegna aukins útlendingahaturs á Norðurlöndum og sagði frá norrænni áætlun þar að lútandi. Hann taldi einnig að þekk ingu á norrænu samstarfi væru ábótavant hjá íbúum Norðurlanda og því þyrfti að breyta. Í ræðunni var lögð sérstök áherslu á mikilvægi aukins samstarfs um norðurskautsmál efnin. Það sama gildir um sjávarútvegssamvinnuna en hún er mikilvæg fyrir mörg Norð urlandanna.
    Í almennu umræðunum tóku 73 þingmenn og ráðherrar til máls. Fyrir hönd forsætis nefndar ráðsins talaði Jan P. Syse, fyrir hönd flokkahóps sósíaldemókrata Ingvar Carls son, fyrir hönd miðflokkanna Halldór Ásgrímsson alþingismaður, fyrir hönd hægrimanna Hans Engell og fyrir hönd flokkahóps vinstrisósíalista Lars Werner. Af hálfu Íslendinga tóku auk framangreindra þátt í umræðunum Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde alþingismaður, Hjörleifur Guttormsson alþingismaður, Kristín Einarsdóttir al þingismaður, Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og norrænn sam starfsráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir þáverandi alþingismaður.
    Að loknum almennum umræðum tóku við málefni nefndanna. Fyrir þingið voru lagð ar fjórar ráðherranefndartillögur, 14 þingmannatillögur og tvær nefndartillögur. Sam þykkt voru 16 tilmæli og tvær yfirlýsingar. Fyrirspurnir til ráðherranefndar Norðurlanda og ríkisstjórna voru 35 að tölu á starfsárinu. Samþykktirnar og þær fyrirspurnir sem ís lensku fulltrúarnir í ráðinu báru fram á árinu fylgja skýrslunni sem fskj. I og III.
    Um málefni nefndanna og þær tillögur sem fram voru lagðar á 44. þingi Norðurlanda ráðs í Stokkhólmi er nánar fjallað í þessari skýrslu í 3. kafla í sambandi við hverja nefnd fyrir sig.

4.2. 45. þing ráðsins.
    Norðurlandaráð hélt 45. þing sitt í Tromsö í Noregi 15.–16. nóvember 1994 og var það í þriðja sinn sem haldið var reglulegt þing bæði að hausti og vori. Helstu mál þingsins voru utanríkis- og varnarmál, tengsl Norðurlandanna við Evrópusamstarfið og norræn fjár lög ársins 1995.
    Almennar umræður þingsins voru helgaðar utanríkis- og varnarmálum ásamt Evrópu málunum en þegar þingið var haldið hafði farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Finnlandi og Svíþjóð um aðild landanna að ESB með þeirri niðurstöðu að meiri hluti þjóðanna hafði kosið aðild.
    Með forustu Íslendinga þetta starfsár kom það í hlut íslenska utanríkisráðherrans Jóns Baldvins Hannibalssonar að flytja inngangsræðuna.
    Hann fjallaði einkum um Evrópusamstarfið og svæðasamvinnuna í Norður-Evrópu. Hann taldi væntanlega aðild fleiri Norðurlanda að ESB mundi gefa nýja möguleika og vekja áhuga Evrópusambandslanda á Norður-Evrópu og Norðurlöndum. Hann taldi einnig vera stuðning í Rússlandi við þessa þróun.
    Utanríkisráðherra lagði áherslu á að jafnvel þótt Ísland hefði ekki sótt um aðild að ESB og Noregur hefði enn þá ekki tekið ákvörðun um aðild væri það alveg ljóst að þessi þróun yrði einnig til hagsbóta fyrir Noreg og Ísland. Norrænt samstarf mundi þó breyt ast verulega án tillits til þess hvernig þróunin yrði í Noregi og á Íslandi varðandi Evr ópusamstarf. Þau Norðurlönd sem verða aðilar að Evrópusambandinu munu vinna enn nánar saman en áður á mörgum sviðum. Þau Norðurlandanna, sem velja að standa fyr ir utan ESB, munu upplifa óöryggi varðandi norrænt samstarf í framtíðinni. Ráðherra taldi að samt sem áður væri til staðar áframhaldandi vilji til norræns samstarfs í utanríkis samskiptum Norðurlandanna innan annarra alþjóðastofnana. Utanríkisráðherrann ræddi nokkuð um auðlindapólitík og sérstaklega fiskveiðipólitík í heiminum og það ósamkomu lag sem risið hefði milli Noregs og Íslands um veiðar í Barentshafi. Hann lagði áherslu á að þessar þjóðir mundu finna friðsamlega lausn á málinu sem bæði löndin gætu sætt sig við.
    Eftir framsöguræðuna urðu almennar umræður um norrænt samstarf framtíðarinnar ásamt utanríkis- og varnarmálaumræðum.
    Fyrir hönd forsætisnefndar talaði forseti Norðurlandaráðs, Per Olof Håkansson, Thor bjørn Jagland talaði fyrir hönd flokkahóps sósíaldemókrata, Knud Enggaard fyrir flokka hóp miðjumanna, Hans Engell fyrir hönd flokkahóps hægrimanna og Kjellbjørg Lunde talaði fyrir flokkahóp vinstrisósíalísta.
    Auk utanríkisráðherra töluðu af Íslands hálfu alþingismennirnir Sigríður A. Þórðar dóttir, Geir H. Haarde, Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir.
    Því næst fór fram umræða um og afgreiðsla fjárlaga Norðurlandasamstarfsins fyrir árið 1995. Fjárlaganefndin hafði lagt til nokkrar minni háttar tilfærslur innan fjárlagatillög unnar sem voru samþykktar á þinginu. Nánar er greint frá innihaldi tillögunnar í kafla 3.7 í þessari skýrslu.
    Að lokum fór fram afgreiðsla mála annarra nefnda Norðurlandaráðs. Fyrir utan fjár lagatillöguna var lögð fram ein önnur ráðherratillaga og 10 þingmannatillögur sem all ar voru samþykktar. Um tillögurnar er fjallað í 3. kafla í samhengi við umfjöllun um hverja nefnd fyrir sig. Samþykktirnar fylgja skýrslunni sem fskj. II.

Alþingi, 6. febr. 1995.



    Halldór Ásgrímsson,     Geir H. Haarde,     Guðmundur Árni Stefánsson.
    form.     varaform.     

    Árni M. Mathiesen.     Sigríður A. Þórðardóttir.     Kristín Einarsdóttir.

Hjörleifur Guttormsson.





Fylgiskjal I.


Tilmæli, umsagnir og ákvarðanir um innri málefni


teknar á 44. þingi Norðurlandaráðs.


(11. mars 1994.)



Tilmæli:

Nr. 1/1994.


Norræn áætlun í umhverfismálum 1994–1996 (B 142/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún leggi fram ákveðna tillögu um meginmarkmiðin varðandi þau atriði sem um hverfisnefndin lagði áherslu á í álitsgerð sinni,
—    að hún gefi Norðurlandaráði reglulega skýrslu um það hvernig markmiðum er náð, og
—    að hún sjái til þess að á umhverfis- og fjármálasviði verði fundnar nýjar aðferðir til fjármögnunar á aðgerðum í umhverfismálum á grannsvæðum Norðurlanda.

Nr. 2/1944.


Meðferð úrgangs sem er hættulegur umhverfinu (A 1035/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún kanni hvaða kröfur beri að gera varðandi meðferð úrgangs sem er hættuleg ur umhverfinu, og
—    að í ljósi þeirrar niðurstöðu sem fengist hefur stuðli hún að þróun skilvirkrar og hag kvæmrar aðstöðu á Norðurlöndum til að meðhöndla úrgang sem er hættulegur um hverfinu og leggi fram fyrstu skýrslu um málið á 45. þingi Norðurlandaráðs.

Nr. 3/1994.


Skýrsla um kjarnorkuúrgang (A 1060/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún flytji á haustfundi Norðurlandaráðs ítarlega greinargerð um allan úrgang og meðferð hans frá hvers konar starfsemi sem myndar kjarnorkuúrgang á Norðurlönd um, svo og spá um það magn úrgangs sem gera má ráð fyrir í framtíðinni. Grein argerðin skal einnig ná til úrgangs sem samkvæmt samningum hefur verið fluttur eða ætlunin er að flytja til ríkja utan Norðurlanda.

Nr. 4/1994.


Þróun umhverfismála og öryggi á norðurskautssvæðinu


(A 1061/m og A 1062/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær hraði athugun um nýtingu auðlinda og ástand í umhverfismálum á norður skautssvæðinu, m.a. hvað varðar auðlindir hafsins, olíuvinnslu, námugröft, flutn inga, mengun úr nágrenninu og mengun sem berst lengra að, kanni forsendur sjálf bærrar þróunar við heimskautaaðstæður og leggi fram tillögur um hvernig unnt megi verða að stuðla að alþjóðlegum aðgerðum til slíkrar þróunar.
—    að þær kanni þá ógn sem norðurskautshéruðunum er búin af völdum hernaðar- og borgaralegrar kjarnorkustarfsemi á norðurskautssvæðinu, þar á meðal:
        —     afleiðingar kjarnavopnatilrauna,
        —     losun og geymslu kjarnakleyfra efna,
        —     hættu af notkun kjarnorkuknúinna kafbáta og ísbrjóta,
        —     kjarnorkuvígbúnaðar,
—    að þær meti í samráði við norrænar og alþjóðlegar rannsóknarstofnanir hvaða rann sóknarverkefni eru brýnust á norðurskautssvæðinu og hvernig unnt megi verða að tryggja nauðsynlegt fjármagn í því skyni,
—    að þær á alþjóðavettvangi vinni að því að koma í veg fyrir losun efna sem eru sér staklega hættuleg í umhverfinu, svo sem PCB, kadmíns, blýs, brennisteins, geisla virkra efna o.fl. fyrir árið 2000 í síðasta lagi,
—    að þær í samvinnu við Barentsráðið og á grunni ofangreindrar athugunar vinni að myndun stórs friðaðs svæðis á Barentshafi,
—    að þær vinni að stöðvun kjarnorkuvopnakapphlaups á norðurskautssvæðinu:
        —     að sameiginlegu frumkvæði Norðurlanda,
        —     með því að fá samþykkta yfirlýsingu þess efnis að Norðurlönd, Kolaskagi,  Kirjálaland og Eystrasaltslöndin séu kjarnavopnalaust svæði,
        —     með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evr  ópu (RÖSE) og innan Rovaniemi-ferlisins,
        —     með alþjóðlegum samningum um afvopnun,
        —     með því að vinna að stofnun stjórnkerfis á norðurskautssvæðinu í líkingu við það  sem stofnað hefur verið á suðurskautssvæðinu,
—    að þær hafi frumkvæði að því að sérfræðinganefnd skipuð fulltrúum ríkjanna átta sem liggja að norðurskautssvæðinu hafi eftirlit með öryggi og afvopnun á því,
—    að þær taki tillit til hagsmuna frumbyggja varðandi alla ofangreinda starfsemi,
—    að þær taki tillit til tillagna um þátttöku þjóðþinga sem samþykktar voru á alþjóð legri þingmannaráðstefnu um norðurskautssvæðið í Reykjavík 1993, og
—    að þær leggi fram áfangaskýrslu um hvað áunnist hefur í tilmælavinnunni á 45. þingi Norðurlandaráðs í Tromsö í nóvember 1994.

Nr. 5/1994.


Framkvæmdaáætlun um samvinnu á sviði erfðafræðilegra auðlinda (B 140/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún staðfesti framkvæmdaáætlun um samvinnu á sviði erfðafræðilegra auðlinda í samræmi við ráðherranefndartillögu B 140/m og með tilliti til þeirra sjónarmiða sem umhverfisnefndin hefur lagt fram,
—    að hún á næsta fjárlagaári veiti nægilegt fé á fjárlögum til samstarfsáætlunar um erfðafræðilegar auðlindir.

Nr. 6/1994.


Aukin samvinna í fámennum atvinnugreinum (A 1054/k).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún hafi frumkvæði að aðgerðum til að auka norræna samvinnu á sviði mennt unar í fámennum atvinnugreinum í samræmi við þau sjónarmið sem hér eru tilgreind og leggi aukna áherslu á NORDPLUS-Junior-áætlunina þannig að innan hennar verði kleift að mynda norræn nettengsl í því skyni að koma á og tryggja sérmenntun í slík um atvinnugreinum.

Nr. 7/1994.


Norrænn bragur á bókasýningunni í Frankfurt 1997 (A 1065/k).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún meti möguleikana á því að setja norrænan brag á bókasýninguna í Frankfurt 1997 og kanni skiptingu kostnaðar viðkomandi aðila við það, og
—    að hún í samráði við samtök norræna bókaútgefenda, án þess að stofna til fjárhags legra skuldbindinga, tilkynni hugsanlegan áhuga Norðurlanda á því að setja norræn an brag á bókasýninguna 1997.

Nr. 8/1994.


Framkvæmdaáætlun gegn misnotkun ávana- og fíkniefna


á Norðurlöndum og grannsvæðum (A 1050/j).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún móti norræna framkvæmdaáætlun gegn misnotkun ávana- og fíkniefna á Norðurlöndum og grannsvæðum Norðurlanda og auki samvinnu lögreglu- og toll yfirvalda þessara ríkja, varðandi upplýsingar og fræðslu og á sviði meðferðar og end urhæfingar, m.a. hvað snertir fíkniefnaneytendur í fangelsum,
—    að hún stofni norrænan starfshóp undir stjórn norrænu tengiliðanefndarinnar í fíkni efnamálum (NKN) í því skyni að leggja, í samvinnu við aðrar mikilvægar samstarfs stofnanir og hlutaðeigandi stjórnvöld, framkvæmdaáætlun fyrir laganefnd Norður landaráðs á þingi ráðsins í Tromsö haustið 1994,
—    að hún sjái til þess að í framkvæmdaáætluninni sé gert ráð fyrir að sérhvert ríki Norðurlandanna — og þau öll sameiginlega — móti eigin aðferðir í forvörnum og að útbúið verði upplýsinga- og fræðsluefni handa almenningi, fyrst of fremst handa þeim samfélagshópum sem eru í mestri hættu, einkum börnum og unglingum, í sam vinnu við hlutaðeigandi yfirvöld,
—    að hún sjái til þess að í framkvæmdaáætluninni sé m.a. gert ráð fyrir aðgerðum í samvinnu við hlutaðeigandi yfirvöld gegn notkun stera til annarra nota en í lækn isfræðilegum tilgangi,
—    að hún haldi áfram að stuðla að þverfaglegum vísindarannsóknum á öllum sviðum misnotkunar með tilliti til félagslegra breytinga á velferðarsamfélaginu,
—    að hún vinni að því að heildaryfirsýn fáist yfir öll svið misnotkunar, svo og að jafn vægis sé gætt milli aðgerða, sem miða að því að draga úr eftirspurn, og eftirlits [með innflutningi og dreifingu] og sjái í þessu efni til þess að samvinna sé milli viðkom andi sviða,
—    að hún sjái til þess að norræn samvinna á sviði ávana- og fíkniefna sé í takt við aðr ar alþjóðlegar aðgerðir á þessu sviði og að einkum Eystrasaltslöndunum gefist tæki færi til að njóta góða af markmiðum og árangri framkvæmdaáætlunarinnar.
     2.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að sérhvert Norðurlandanna og Norðurlöndin í heild stuðli að því að öll ríki Evr ópusambandsins (ESB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) samþykki og starfi samkvæmt samþykktum Sameinuðu þjóðanna um ávana- og fíkniefni,
—    að sérhvert Norðurlandanna og Norðurlöndin í heild stuðli að því að varanlegur ár angur náist við að koma í veg fyrir og berjast gegn neyslu vanabindandi lyfja jafnt á Norðurlöndum og alþjóðavettvangi.

Nr. 9/1994.


Aðgerðir í baráttunni gegn barnaklámi (A 1064/j).


     1.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að saknæmt teljist að hafa barnaklám undir höndum á Norðurlöndum,
—    að hún efli samvinnu lögreglu- og tollyfirvalda hlutaðeigandi ríkja til að koma í veg fyrir dreifingu barnakláms,
—    að hún stuðli að því að Norðurlönd verði í fararbroddi í öðrum ráðstöfunum á al þjóðavettvangi í baráttunni gegn barnaklámi.
     2.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að sérhvert Norðurlandanna og Norðurlöndin í heild stuðli að því að öll ríki heims samþykki og starfi samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd barna og ung menna, og
—    að Norðurlöndin túlki sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd barna og ungmenna með sama hætti.

Nr. 10/1994.


Hækkað útlánaþak verkefnaútflutningslána (PIL)


Norræna fjárfestingarbankans (B 143/e).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún samþykki hækkun útlánaþaks Norræna fjárfestingarbankans til verkefnaút flutningslána (PIL) og breyti samþykktum sínum í samræmi við þá ráðherranefnd artillögu sem lögð hefur verið fram.

Nr. 11/1194.


Norræn byggingar- og húsnæðismálastefna í evrópsku samhengi (A 1052/s).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún viðhaldi og stuðli að þróun norrænnar samvinnu á sviði byggingar- og hús næðismálastefnu í víðara samhengi með tilliti til þess hver sjálfbær þróun á sviði innri uppbyggingar verður,
—    að hún leitist sérstaklega við að skiptast á skoðunum um markmið í húsnæðismál um á Norðurlöndum,
—    að hún hefji skipti á upplýsingum um reynslu milli Norðurlanda og ESB á sviði byggingar- og húsnæðismála, og
—    að hún efli samvinnu við Eystrasaltslöndin og norðvesturhéruð Rússlands á sviði byggingar- og húsnæðismála.

Nr. 12/1994.


Aukin samvinna um framkvæmd sáttmála Sameinuðu þjóðanna


um vernd barna og ungmenna (A 1053/s).


     1.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún efli samstarf sitt á þeim sviðum sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um vernd barna og ungmenna nær til.
     2.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær vinni að því á alþjóðavettvangi að megináhersla verði lögð á að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd barna og ungmenna verði framfylgt.

Nr. 13/1994.


Aðgerðir gegn misnotkun hormóna (A 1058/s).


     1.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún kanni forsendur aukinnar norrænnar samvinnu í þeim tilgangi að berjast gegn misnotkun stera og annarra lyfja.
     2.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær veki athygli á öðrum vettvangi en á sviði íþrótta í Evrópu á þeim vanda sem fylgir steraneyslu, svo og að þær vinni að því að öll aðildarríki Evrópuráðsins stað festi samþykkt ráðsins frá 1989 um baráttu gegn misnotkun lyfja.

Nr. 14/1994.


Norræn samþykkt um félagslega aðstoð og þjónustu (B 141/s).


     1.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún staðfesti fram komna tillögu til norrænnar samþykktar um félagslega aðstoð og þjónustu með hliðsjón af sjónarmiðum félagsmálanefndarinnar.
     2.     Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær stuðli að setningu laga hver í sínu landi sem tryggi rétt Norðurlandabúa til ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra.

Nr. 15/1994.


Eftirlitshlutverk fjárlaganefndarinnar 1993: rannsóknir


á sviði húsnæðismálastefnu (A 1066/b).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að varðandi starfið að nýrri samstarfsáætlun í húsnæðismálum taki hún tillit til þeirra sjónarmiða og tillagna sem komið hafa fram, bæði í fyrirliggjandi skýrslu og grein argerð fjárlaganefndarinnar, hvað varðar eftirlitshlutverkið, en í því starfi ber einnig að kanna möguleikana á því að efla samstarfið við löndin umhverfis Eystrasalt, og
—    að hún gefi nefndinni skýrslu um til hvaða aðgerða hefur verið gripið eftir matið á starfinu.

Nr. 16/1994.


Notkun norræna fánans (A 1059/p).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær sjái til þess að norræni fáninn sé dreginn að húni í öllum stærri aðkomu höfnum og landamærastöðvum Norðurlanda.

Umsagnir Norðurlandaráðs:

1. Umsögn Norðurlandaráðs um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar


um norræna samvinnu (C1) (fjárlaganefndin).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún taki tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum fjárlaga nefndarinnar, þar á meðal í meðfylgjandi umsögnum fagnefndanna.

2. Umsögn Norðurlandaráðs um greinargerð norrænu ráðherranefndarinnar


um áætlun um norræna samvinnu (C2) ásamt viðbótarskýrslu


forsætisráðherranna (skjal 3) (fjárlaganefndin).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún hverfi frá nákvæmri prósentuskiptingu fjárveitinga, en meti í staðinn hvar nor rænt fjármagn kemur að bestum notum fyrir norræna samvinnu,
—    að hún útvíkki rannsóknarhugtakið þannig að það nái einnig til annarra rannsókna en þeirra sem gerðar eru innan menningargeirans,
—    að þátttaka í fjármögnun lista- og menningarmiðstöðvar í Nuuk (u.þ.b. 22,9 millj ónir danskra króna árin 1995 og 1996) komi úr fjárlögum menningarmála,
—    að hún veiti því athygli að eftirlit þjóðþinganna minnkar ef stór hluti norrænnar sam vinnu fer fram í formi óformlegra samskipta milli ríkisstjórnanna,
—    að hún geri ráðinu kleift að taka frá byrjun þátt í samningsferlinu í tengslum við nýja samninga varðandi ramma- og markmiðsstjórnun,
—    að hún veiti ráðinu nauðsynlegar upplýsingar á meðan á fjárlagavinnu 1994 stend ur samkvæmt tímaáætlun þeirri sem fram kemur í textanum,
—    að hún haldi áfram að stuðla að ákveðnum norrænum aðgerðum til að draga úr at vinnuleysi,
—    að hún kanni möguleikana á því að sameina stofnanir í löndunum og breyta þeim í norrænar stofnanir eða efla með þeim samvinnu og verkaskiptingu,
—    að stuðla að vistfræðilega réttri (sjálfbærri) nýtingu fiskistofna og annarra náttúru auðlinda Norðurlanda,
—    að kynna norræna samvinnu og þýðingu hennar fyrir íbúa Norðurlanda með mark vissri upplýsingaherferð,
—    að hún taki að öðru leyti tillit til þeirra sjónarmiða sem koma fram í greinargerð inni.

Ákvörðun um innra málefni:

1. Áheyrnarfulltrúi Sama hjá Norðurlandaráði (A 1070/j).


    Norðurlandaráð gerir eftirfarandi samþykkt um innri málefni:
—    að Samar fái áheyrnarfulltrúa með málfrelsi við almennar umræður á fundum Norð urlandaráðs og að öðru leyti í samræmi við starfsreglur Norðurlandaráðs.



Fylgiskjal II.


Tilmæli og ákvarðanir um innri málefni teknar á 45. þingi Norðurlandaráðs.


(17. nóvember 1994.)


(Tilmæli 1–16/1994 og ákvörðun um innra málefni nr. 1/1994, sbr. 44. þing;


skýrsla 17/1994, sjá aftast í þessu skjali.)



Tilmæli:

Nr. 18/1994.


Framkvæmdaáætlun og fjárlagaáætlun um norræna samvinnu


1995 (B 144/b), C2; A 1068/b).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
     1.     að strax að loknum þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild að ESB móti hún ásamt ráð inu reglur um tilhögun norrænnar samvinnu miðað við það ástand sem ríkir þegar niðurstöður allra þjóðaratkvæðagreiðslna liggja fyrir. Norðurlandaráð gengur út frá því að tillögur og hugmyndir verði kynntar í skýrslum forsætisráðherranna á fundi ráðsins á Íslandi,
     2.     að hún standi sem fyrst fyrir hreinskilinni umræðu í samvinnu við Norðurlandaráð um forgangsröðun sem miðist við stöðu norrænnar samvinnu eftir að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna um aðild að ESB liggja fyrir. Einkum ber að varpa ljósi á eftirtalin atriði:
        —     eðlileg svið norrænnar samvinnu í víðara alþjóðlegu samhengi,
        —     tengsl norrænnar samvinnu og starfsemi þjóðþinga, ríkisstjórna, yfirvalda og  stofnana,
        —     fastákveðna forgangsröðun hvað snertir umhverfismál, atvinnumál og grann  svæði Norðurlanda,
        —     einbeitingu og kynningu samnorrænna aðgerða,
        —     sveigjanleika til að efla aðgerðir í málum sem hafa stórpólitíska þýðingu,
        —     könnun á öðrum fjármögnunarleiðum,
        —     skoðun á öllum norrænum stofnunum og verkefnum með tilliti til pólitískrar for  gangsröðunar.
     3.     að gera/taka tillit til eftirtalinna breytinga/ábendinga í fjárlagaáætlun fyrir 1995:
          Menning/menntun/rannsóknir:
        Fjárveitingar til menningarmálasjóðsins verða hækkaðar um 1,0 miljón danskra króna, og 0,1 miljón danskra króna verður veitt til stúdentaskipta við Vestnorður lönd. Lagt er til að fjármögnun verði í samræmi við umsögn menningarmálanefnd arinnar.
                   Umhverfismál:
        Í tengslum við fundi forsætisnefndarinnar og starfshópanna í janúar 1995 óskar Norð urlandaráð að fá greinargerð um árangurinn af starfi ráðherranefndarinnar um at hugun á aðgerðum í umhverfismálum á grannsvæðum Norðurlanda og tillögur um hagkvæmari nýtingu fjármagns til aðgerða á sviði umhverfismála á grannsvæðun um. Í þessu tilviki er einnig gert ráð fyrir greiningu á framlögum einstakra ríkja og samnorrænum framlögum.
         Þegnréttur:
        
1 milljón danskra króna verður varið til hæfnisaukandi aðgerða á vinnumarkaði og vinnuumhverfis. Fjármögnun með afgangsfé frá 1993 úr varasjóði ráðherranefndar innar.
          Annað:
        Hvað snertir Norrænu félögin og Samtök norrænu félaganna óskar Norðurlandaráð eftir að fá í hendur sem fyrst greiðnargerð frá norrænu ráðherranefndinni um fjár mögnun og fjármögnunarleiðir. Norðurlandaráð leggur þó til að 0,3 milljónir danskra króna verði veittar Samtökum Norrænu félaganna til viðbótar. Fjármögnun með af gangsfé frá 1993, úr varasjóði ráðherranefndarinnar.
        Norðurlandaráð óskar eftir greinargerð norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð arskilyrði og fjármögnun Norrænnar garðyrkjumiðstöðvar. Norðurlandaráð leggur þó til að 0,6 milljónum danskra króna til viðbótar verði veitt til Norrænnar garðyrkju miðstöðvar. Fjármögnun með afgangsfé frá 1993, úr varasjóði ráðherranefndarinn ar.
        Norðurlandaráð gerir einnig ráð fyrir því að ráðherranefndin geri gangskör að því að kanna hvort yfirfært framkvæmdafé frá fyrri árum og afgangsfé frá 1993 megi nota til að efla norrænar aðgerðir á þeim sviðum sem ráðið leggur sérstaka áherslu á, þ.e. í umhverfismálum, atvinnumálum og samvinnu við grannsvæði Norðurlanda.
     4.     að fylgja eftirfarandi sameiginlegri tímaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs við gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana fyrir 1996:
         Janúar:
        Fundir Norðurlandaráðs og starfshópa, umræður um meginstefnu og áhersluatriði í norrænni samvinnu í framtíðinni.
         Febrúar/mars:
        Fjárlaganefndin ræðir við samstarfsráðherrana og mótar meginreglur þjóðþinganna um fyrirmæli hvað snertir framkvæmda- og fjárhagsáætlanir í samráði við aðrar stofnanir ráðsins. Þetta verður lagt fyrir allsherjarfund ráðsins á vorþingi í mars 1995 sem tilmæli til ráðherranefndarinnar.
         Mars–júní:
        Unnið úr tillögum um framkvæmda- og fjárhagsáætlanir á vegum norrænu ráðherra nefndarinnar annars vegar og Norðurlandaráðs hins vegar.
        Júní/júlí:
        Gerð framkvæmda- og fjárhagsáætlana er lokið.
         Ágúst:
        Fagnefndir Norðurlandaráðs (sumarfundir).
        Umræður fulltrúa stjórnmálaflokka í Norðurlandaráði.
         September:
        Fundir forsætisnefndar Norðurlandaráðs og starfshóp.
         Október:
        Fjárlaganefnd Norðurlandaráðs leggur fram endanlegar tillögur sínar.
         Nóvember:
        Allsherjarfundur Norðurlandaráðs tekur ákvarðanir á haustþingi.

Nr. 19/1994.


Eftirlitshlutverk fjárlaganefndar: Aðgengi að upplýsingum


norrænna samstarfsstofnana (A 1091/b).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
     1.     að hún sjái til þess að nýtt ákvæði verði sett í lög stofnana þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli beita þeim reglum um aðgengi að upplýsingum sem gilda í heima landi stofnunarinnar.
        Í lögunum skal vera ákvæði þess efnis að unnt sé að áfrýja til Norðurlandaráðs sem æðsta úrskurðaraðila ef ekki semst um annað,
     2.     að hún sjái til þess að nýtt ákvæði verði sett um vinnutilhögun á skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar og í lög norrænna stofnana þar sem kveðið er á um að skrá skuli öll móttekin og samin skjöl.
        Í skráningunni skal koma fram:
        —     dagsetning þegar skjalið var móttekið eða samið,
        —     dagbókarnúmer eða annað auðkenni á skjalinu,
        —     frá hverjum skjalið kom/hver er móttakandi skjalsins,
        —     stutt lýsing á efni skjalsins.
              Auk þess ber aðalskrifstofunni að varðveita öll skjöl og koma þeim fyrir í skjala safni þannig að unnt sé að beita reglunni um aðgengi að upplýsingum á skilvirkan hátt.

Nr. 20/1994.


Áætlun um Evrópusamvinnu Norðurlanda (A 1071/p).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún framkvæmi könnun á helstu samstarfsverkefnum Norðurlanda í evrópsku sam hengi í samráði við Norðurlandaráð, og
—    að hún á grundvelli þessa starfs leggi fram tillögu um Evrópusamvinnu Norður landa.

Nr. 21/1994.


Uppbygging og verkefni Norðurlandsráðs í framtíðinni.


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær í samvinnu við forsætisnefnd Norðurlandaráðs stofni starfshóp sem hraði störfum við að semja tillögur um framtíðaruppbyggingu og -verkefni ráðsins.

Nr. 22/1994.


Aukin samvinna ríkjanna við Norðursjó (A 1076/p).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún athugi tilhögun svæðisbundinnar samvinnu sem komist hefur á umhverfis Norðursjó á undanförnum árum, jafnt á vettvangi ríkisstjórna og þjóðþinga, jafnvel að frumkvæði einkaaðila,
—    að hún meti með tilliti til niðurstöðu slíkrar athugunar hvernig best megi nýta svæð isbundna samvinnu ríkjanna umhverfis Norðursjó ásamt Skotlandi til þess að koma á hagkvæmri skiptingu vinnu og fjármagns milli annarra samstarfsstofnana á svæð inu,
—    að hún haldi áfram því starfi að gæta norrænna hagsmuna við undirbúning 4. Norð ursjávarráðstefnunnar í júní 1995.

Nr. 23/1994.


Áætlun um norræna samvinnu á sviði félags- og


heilbrigðismála 1995–2000 (B 145/s).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún staðfesti ráðherranefndartillögu um „Áætlun um norræna samvinnu á sviði fé lags- og heilbrigðismála 1995–2000“ í samræmi við ráðherranefndartillögu B 145/b, að teknu tilliti til sjónarmiða félagsmálanefndarinnar.

Nr. 24/1994.


Búferlaflutningar með skipulegum hætti (A 1063/s).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær móti viðeigandi stefnu til að koma í veg fyrir og vinna gegn óskipulegum bú ferlaflutningum að austan til Norðurlanda og veiti nægilegan fjárhagsstuðning til starfsemi Alþjóðastofnunar um búferlaflutninga (IOM) til þess að auðvelda búferla flutninga með skipulegum hætti,
—    að þær stuðli að alþjóðlegri samvinnu um nýja stefnu í málefnum flóttamanna og varðandi búferlaflutninga sem hafi það að markmiði að búferlaflutningar verði með skipulegum hætti.

Nr. 25/1994.


Framkvæmdaáætlun um aukið atvinnustig (A 1067/e).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að með sameiginlegri framkvæmdaáætlun efli hún aðgerðir til að auka atvinnustig ið á Norðurlöndum, m.a. með því að meta þær aðgerðir sem lagðar eru til í full trúatillögu A 1067/e um frumkvæði að auknu atvinnustigi og með því að halda áfram að leggja áherslu á tilmæli Norðurlandaráðs nr. 26/1993.

Nr. 26/1994.


Áhættufjármagn fyrir Eystrasaltsríkin (A 1090/e).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún meti hvort stofna beri sérstakan sjóð með áhættufjármagni að fjárhæð 10 milljónir ekur til að veita fé til verkefna og stofnunar lítilla fyrirtækja í Eystrasalts ríkjunum.

Nr. 27/1994.


Samnorrænar upplýsingar um skógarnytjar (A 1072/m).


    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar:
—    að hún stuðli að samvinnu milli þeirra sem stunda skógarnytjar, hlutaðeigandi yf irvalda og skógrannsóknastofna í hverju landi og á Norðurlöndum í því skyni að fá fram hlutlægar upplýsingar um stærð norrænna skóga og umfang skógnytja.

Ákvarðanir um innri málefni:

(Nr. 1/1994, sjá 44. þing.)



Nr. 2/1994.


Breytingar á starfsreglum Norðurlandaráðs vegna reglunnar


um aðgengi að upplýsingum (A 1091/b).


    Norðurlandaráð samþykkir eftirfarandi ákvörðun um innri málefni sín:
—    að nýtt ákvæði skuli sett í starfsreglur aðalskrifstofu Norðurlandaráðs sem kveður á um að skrá skuli öll móttekin og samin skjöl.
        Í skráningunni skal koma fram:
—    dagsetning þegar skjalið var móttekið eða samið,
—    dagbókarnúmer eða annað auðkenni á skjalinu.
—    frá hverjum skjalið kom/hver er móttakandi skjalsins.
—    stutt lýsing á efni skjalsins.
        Auk þess ber aðalskrifstofunni að varðveita öll skjöl og koma þeim fyrir í skjala safni þannig að unnt sé að beita reglunni um aðgengi að upplýsingum á skilvirkan hátt.

Nr. 3/1994.


Jafnari kynjaskipting í ábyrgðarstöðum hjá Norðurlandaráði o.fl. (A 1081/j).


    Laganefndin beinir þeim tilmælum til Norðurlandaráðs:
—    að aðildarríkin leitist við að hafa jafnari kynjaskiptingu fulltrúa sinna í ráðinu,
—    að að ráðið stuðli að því farið sé í reynd að starfsreglum kjörnefndar ráðsins um jafn ari kynjaskiptingu í ábyrgðarstöðum hjá ráðinu,
—    að ráðið stuðli að jafnari kynjaskiptingu við skipun í yfirmannastöður hjá ráðinu.

Yfirlýsing (samþykkt af forsætisnefnd Norðurlandaráðs 23. ágúst 1994):

Nr. 17/1994.


Norrænt tímarit um áfengismálastefnu (A 1080/s).


         
    Norðurlandaráð beinir þeim tilmælum til ríkisstjórna Norðurlanda:
—    að þær veiti fé til að tryggja útgáfu norræns tímarits um áfengismálastefnu.

Fylgiskjal III.


Fyrirspurnir til ráðherranefnda og ríkisstjórna Norðurlanda


frá fulltrúum Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.



    Hjörleifur Guttormsson:
    Fyrirspurn E1/1994 til ríkisstjórnar Danmerkur og ráðherranefndar Norðurlanda fyr ir 44. þing Norðurlandaráðs um samnorrænt vegabréfasvæði.

    Hjörleifur Guttormsson:
    Fyrirspurn E2/1994 til ráðherranefndar Norðurlanda fyrir 44. þing Norðurlandaráðs um aðgerðir gegn stóraukinni geislavirkri mengun frá Dounreay og Sellafield.

    Kristín Einarsdóttir:
    Fyrirspurn E4/1994 til ráðherranefndar Norðurlanda fyrir 44. þing Norðurlandaráðs um aðgerðir til að minnka atvinnuleysi kvenna á Norðurlöndum.

    Halldór Ásgrímsson:
    Fyrirspurn E17/1994 til ráðherranefndar Norðurlanda fyrir 44. þing Norðurlandaráðs um norðurskautssamstarfið.

    Kristín Einarsdóttir:
    Fyrirspurn E33/1994 til ríkisstjórna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fyrir 44. þing Norðurlandaráðs um boðun til aukafundar í París vegna aukningar á geislavirkri meng un í Norður-Atlantshafi.