Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 251 . mál.


617. Nefndarálit



um frv. til l. um samsetta flutninga o.fl. vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá minni hluta samgöngunefndar.



    Þessu frumvarpi er ætlað, ef að lögum verður, að veita samgönguráðherra opna heimild til setningar nokkurra reglugerða á flutningasviði til að fullnægja EES-skuldbindingum. Sú laga setningaraðferð, sem lögð er til í frumvarpinu, er í hæsta máta óeðlileg og til þess fallin að ýta undir það viðhorf sem oft heyrist að Alþingi sé ofurselt framkvæmdarvaldinu og hlutverk þess fremur í ætt við afgreiðslustofnun en löggjafarþing. Mun eðlilegra er að sett verði sérstök lög í hverju tilviki fyrir sig og á grundvelli þeirra verði samgönguráðherra heimilt að gefa út reglu gerðir í samræmi við þessar skuldbindingar okkar samkvæmt EES-samningnum. Með skírskot un til framanritaðs leggur minni hluti nefndarinnar til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 7. febr. 1995.



    Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,     Jóhann Ársælsson.     Guðni Ágústsson.
    frsm.          

Stefán Guðmundsson.