Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


666. Nefndarálit



um frv. til l. um grunnskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á um flutning á rekstri grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Flestar breytingar frumvarpsins frá gildandi lögum um grunnskóla, nr. 49/1991, byggjast á flutningi grunnskólans. Gert er ráð fyrir að öll ábyrgð á framkvæmd skóla halds á grunnskólastigi færist til sveitarfélaga, að undanskilinni útgáfu námsgagna. Sveitarfélög munu því taka við ráðningu starfsmanna og launagreiðslum til skólastjórnenda, kennara og ann arra sérfræðinga sem starfa í grunnskólum og eru nú ráðnir hjá ríkinu. Aðrar breytingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, lúta að umbótum í skólastarfi. Í því sambandi ber sérstaklega að nefna að gert er ráð fyrir fjölgun kennslustunda og kennsludaga samfara einsetningu grunnskól ans og aukin áhersla er lögð á námsmat og eftirlit með skólastarfi, upplýsingamiðlun til almenn ings og stjórnvalda um skólastarf og árangur þess og áhrif foreldra.
    Nefndin fékk á fund sinn Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra, Guðríði Sigurðardóttur, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti, Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, ráðunaut ráðherra í skólamálum, og Stefán Baldursson, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, Eirík Jónsson og Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur frá Kennarasambandi Íslands, Elnu K. Jónsdóttur og Steinunni Hafstað frá Hinu íslenska kennarafélagi, Jón Inga Einarsson og Þorstein Sæberg frá Skólastjórafélagi Ís lands, frá Námsgagnastofnun Ásgeir Guðmundsson forstjóra og Ingibjörgu Ásgeirsdóttur út gáfustjóra, Guðjón Ólafsson, formann Félags íslenskra sérkennara, Víði Hafberg Kristinsson, forstöðusálfræðing á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Magnús Pétursson, ráðuneytis stjóra í fjármálaráðuneyti, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson for mann og Þórð Skúlason framkvæmdastjóra, Valgerði Stefánsdóttur, forstöðumann Samskipta miðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, og frá Reykjavíkurborg Ingibjörgu Sólrúnu Gísla dóttur borgarstjóra, Sigrúnu Magnúsdóttur, formann skólamálaráðs, Eggert Jónsson borgarhag fræðing og Viktor Guðlaugsson, forstöðumann Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
    Þá studdist nefndin við umsagnir frá Kennarasambandi Íslands og Hinu íslenska kennarafé lagi, Sálfræðingafélagi Íslands, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, fræðslustjóra Suðurlands umdæmis, Heyrnleysingjaskólanum, Háskólanum á Akureyri, Sambandi sveitarfélaga í Austur landskjördæmi, fræðslustjóra Reykjavíkurumdæmis, Jafnréttisráði, Skólaskrifstofu Reykjavík ur, Samtökum fámennra skóla, Safamýrarskóla, skólanefnd Kópavogs, Kirkjubæjarskóla á Síðu, Kennarafélagi Reykjavíkur, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga á Norð urlandi vestra, sálfræðideild skóla í Reykjavík, Barnaspítala Hringsins, ASÍ – Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, EYÞINGI – Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Félagi íslenskra sérkennara, fræðsluráði Reykjanesumdæmis, Hvammshlíðarskóla, Kennaraháskóla Ís lands, Námsgagnastofnun, landssamtökunum Heimili og skóla og SAMFOK – Sambandi foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur, Öryrkjabandalagi Íslands, Félagi enskukennara á Ís landi, Samtökum sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi og Barnaheillum. Þá studdist nefndin við gögn frá menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennsluráðgjafa við Menntaskólann við Hamrahlíð.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
    Lagt er til að við 9. gr. bætist nýmæli sem gerir ráð fyrir að menntamálaráðherra geri Alþingi grein fyrir framkvæmd skólastarfs í grunnskóla á þriggja ára fresti. Mikil vægt er talið að Alþingi fylgist með reglubundnum hætti með framkvæmd skóla starfs í grunnskólum. Forsenda fyrir slíkri umfjöllun er að fyrir liggi ítarlegar upp lýsingar um framkvæmd skólastarfs og árangur af því. Gert er ráð fyrir að það verði hluti af eftirlitsskyldu menntamálaráðuneytis að afla reglulega upplýsinga úr skól um og standa fyrir því að gerðar verði rannsóknir og úttektir á tilteknum þáttum skólastarfs. Í því sambandi má nefna 9., 10., 46., 49., 51. og 53. gr. frumvarpsins.
     2.     Lagt er til að í 11. gr. verði kveðið á um að sveitarstjórnum sé heimilt að skipta sveitarfélagi niður í skólahverfi. Talið er nauðsynlegt að lögfesta slíka heimild fyr ir stærri sveitarfélög og má í því sambandi nefna Reykjavíkurborg og önnur fjöl menn sveitarfélög. Meiri hlutinn telur eðlilegt að sveitarfélögum sé falinn sjálfs ákvörðunarréttur varðandi skipan þessara mála.
     3.     Breytingin, sem lagt er til að gerð verði á 12. gr., er talin nauðsynleg samhliða þeirri breytingu sem lögð er til á 11. gr. Meiri hlutinn telur eðlilegt að sveitarstjórnir geti haft íhlutunarrétt þegar teknar eru ákvarðanir um skólatíma í einstökum skólum ef talið er rétt að skólatími innan sama sveitarfélags sé samræmdur, enda þótt skóla nefndum sé að öðru leyti veitt svigrúm til að móta skólastarf innan þess ramma sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
     4.     Lagt er til að í 19. gr. verði kveðið sérstaklega á um að í skólahúsnæði skuli gera ráð fyrir aðstöðu til sérfræðiþjónustu við nemendur , auk þeirra atriði sem upp eru tal in í ákvæðinu.
     5.     Lagt er til að 20. gr. verði breytt á þann veg að sveitarstjórn ákveði sjálf nafn skóla án umsagnar menntamálaráðuneytis og örnefnanefndar. Það fyrirkomulag, sem frum varpið gerir ráð fyrir, er í samræmi við þá framkvæmd sem verið hefur um árabil en við flutning grunnskóla til sveitarfélaga er talið eðlilegt að sveitarfélög hafi sjálf dæmi um þetta atriði.
     6.     Lagt er til að orðalag 25. gr. verði fært til samræmis við orðalag greinargerðar með ákvæðinu þannig að skýrt komi fram að sjóðnum sé ætlað að standa straum af greiðslum til staðgengla kennara og skólastjóra sem fara í námsleyfi. Þá er lagt til að kveðið verði á um heimild til greiðslna ferðastyrkja og annarra styrkja til við bótar. Þær breytingar, sem lagðar eru til á 3. og 5. mgr. ákvæðisins, eru einungis orðalagsbreytingar til samræmis við breytingu sem lögð er til á 1. mgr.
     7.     Leiðrétt er málfar í 27. gr.
     8.     Lagt er til að c-lið 30. gr., sem fjallar um námsgreinar í aðalnámskrá, skuli kveðið á um dönsku eða annað Norðurlandamál í stað hinnar opnu heimildar sem frum varpið gerir ráð fyrir.
     9.     Lagt er til að skýrt verði kveðið á um það í 31. gr. að skólanámskrá skuli unnin af kennurum en sá skilningur kemur glöggt fram í greinargerð með ákvæðinu.
     10.     Lagt er til að í 33. gr. verði með óyggjandi hætti kveðið á um það að Námsgagna stofnun sinni hlutverki sínu áfram. Stofnunin hefur gegnt veigamiklu hlutverki í skólastarfi og telur meiri hlutinn mikilvægt að áfram verði tryggt nægilegt framboð af námsbókum og námsgögnum sem standast kröfur gildandi laga og aðalnámskrár. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra setji í reglugerð nánari ákvæði um endur gjaldslausa úthlutun námsgagna. Þá er gert ráð fyrir að menntamálaráðherra kveði á um ýmis önnur atriði í reglugerð á grundvelli heimildar í 6. mgr., m.a. það hvaða námsgögn skuli afhent nemendum til eignar.
     11.     Lagt er til að orðin „sem öðru tungumáli“ í 36. gr. verði felld brott þar sem þau eru ekki talin í samræmi við almenna málnotkun.
     12.     Lagt er til að felldur verði brott málsliður í 55. gr. sem kveður á um að héraðslækn ar skipuleggi heilsugæslu í grunnskólum. Breytingin er gerð í samráði við heilbrigð is- og tryggingamálaráðuneyti. Talið er eðlilegt að heilsugæsla í grunnskólum sé skipulögð á vegum heilbrigðisþjónustu í viðkomandi skólahverfi í samráði við skóla nefnd og skólastjóra.
     13.     Lagðar eru til verulegar breytingar á gildistökuákvæði laganna, 57. gr. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að lögin í heild komi fyrst til framkvæmda 1. janúar 1996 og þá að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Meiri hlutinn telur nauðsynlegt að þá liggi fyrir samþykki Alþingis á breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og á ákvæð um laga um tekjuskatt- og eignarskatt um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveit arfélaga . Loks er, í samræmi við breytingu sem lögð er til á 33. gr., lagt til að lög nr. 23 frá 1990, um Námsgagnastofnun, haldi gildi sínu að undanskilinni 6. gr. Í því ákvæði er kveðið á um að námsgagnastjórn ákveði hvaða námsgögn skuli afhent nemendum til eignar eða afnota og fleiri atriði er lúta að úthlutun og framkvæmd hennar, en lagt er til að skv. 33. gr. frumvarpsins verði kveðið á um þessi atriði í reglugerð sem menntamálaráðherra setur.
    Í tengslum við umfjöllun um grunnskólafrumvarpið hafa verið ræddar hugmyndir um að enska taki við af dönsku sem fyrsta erlenda tungumálið í grunnskóla. Um þær hug myndir eru skoðanir skiptar. Meiri hlutinn leggur áherslu á að ef fyrirhugaðar eru breyt ingar af þessu tagi fái menntamálanefnd tækifæri til þess að segja álit sitt á þeim.
     Við umfjöllun um frumvarpið lögðu fulltrúar Heyrnleysingjaskólans, Samskiptamið stöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og kennsluráðgjafar Menntaskólans við Hamra hlíð áherslu á að táknmál heyrnarlausra yrði viðurkennt sem þeirra móðurmál og að heyrnarlausum yrði í samræmi við það tryggð kennsla á táknmáli. Meiri hlutinn telur að þetta atriði eigi heima í aðalnámskrá sem hefur ígildi reglugerðar. Meiri hlutinn vill í því sambandi sérstaklega benda á að í 2. mgr. 29. gr., sem fjallar um námskrárgerð, segir að við setningu aðalnámskrár, skipulagningu náms og kennslu og við gerð og val náms gagna skuli þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái sem jöfnust tækifæri til náms. Þá segir einnig í 3. mgr. 29. gr. að markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skuli vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun, m.a. vegna fötlunar. Meiri hlutinn telur ástæðu til að við næstu endurskoðun aðalnámskrár verði sérstaklega hugað að því hvort viðurkenna beri táknmál heyrnarlausra sem móðurmál þeirra.
    Nokkur umræða hefur spunnist um að í frumvarpinu er hvergi minnst á sérkennslu. Meiri hlutinn vill í því sambandi benda á að hugtakið sérkennsla virðist hafa óljósa merk ingu og í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu er m.a. vitnað í niðurstöður rannsókn ar Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur (1992) sem benda til að framkvæmd og skipulagi sérkennslu í skólakerfinu sé í ýmsu ábótavant. Meiri hlutinn leggur áherslu á að nám sé skipulagt með það fyrir augum að mæta þörfum hvers og eins og að markmið kennslunnar eigi að vera hin sömu fyrir alla. Meiri hlutinn vill í þessu sambandi einnig benda á að í frum varpinu er gengið út frá því að fatlaðir nemendur stundi nám í heimaskóla. Þá er jafn framt lagt til að starfandi séu sérskólar og sérdeildir til að veita nemendum, sem ekki geta notið kennslu við hæfi í almennum bekkjardeildum grunnskóla, sérhæft námsumhverfi í lengri eða skemmri tíma. Einnig er kveðið á um þjónustu- og ráðgjafarhlutverk sérskóla og sérdeilda við almenna grunnskóla.
    Að lokum vill meiri hlutinn benda á að þegar unnið var að frumvarpi þessu var lögð rík áhersla tvennt, annars vegar að samkomulag næðist um réttinda- og lífeyrismál kenn ara, samfara flutningi grunnskólans , og hins vegar að sveitarfélögum yrðu tryggðar tekj ur til að standa undir hinum aukna kostnaði. Jafnframt var lögð áhersla á að réttindi kenn ara skertust í engu við flutninginn og að um það næðist gott samstarf við kennarasam tökin. Meiri hlutinn tekur undir framangreind atriði og telur að hraða þurfi þeirri vinnu sem ólokið er þannig að viðunandi lausn náist sem fyrst. Meiri hlutinn leggur áherslu á að sem fyrst verði náð samkomulagi við sveitarfélög um mat á þeim kostnaði sem af gild istöku frumvarpsins leiðir og í framhaldi af því gerðar breytingar á lögum um tekju stofna sveitarfélaga og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga svo að frumvarp ið geti að fullu komið til framkvæmda um næstu áramót eins og kveðið er á um í 57. gr. Bent skal á að 12. desember sl. skipaði menntamálaráðherra nefnd sem ætlað er að vinna að framkvæmd flutnings grunnskólans. Henni er m.a. ætlað að skilgreina kostnaðarauka sveitarfélaga samfara gildistöku nýrra laga um grunnskóla og skila tillögum um aukna tekjustofna til sveitarfélaga til að standa undir þeim kostnaði er yfirtökunni fylgir. Meiri hlutinn leggur ríka áherslu á að nefndin ljúki störfum fyrir haustið.

Alþingi, 15. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Árni Johnsen.     Petrína Baldursdóttir.
    form., frsm.          

    Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.