Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 197 . mál.


669. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992.

Frá félagsmálanefnd.



     1 .     Á eftir 4. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                   a .     (5. gr.)
                            14. gr. laganna orðast svo:

Tilkynningarskylda lögreglu o.fl.


                            Þegar grunur leikur á að refsiverður verknaður hafi verið framinn annaðhvort af barni eða ungmenni eða gegn því skal lögregla, þegar hún fær slíkt mál til meðferðar, tilkynna það barnaverndarnefnd og gefa henni kost á að fylgjast með rannsókn máls. Barnaverndarnefnd skal tilkynna foreldri barns um slíkt mál mæli hagsmunir barnsins ekki gegn því.
                            Nú tekur lögregla skýrslu af barni og skal lögregla þá gefa barnaverndarnefnd kost á að láta fulltrúa sinn eða starfsmann vera viðstaddan skýrslutökuna. Lögregla getur krafist þess telji hún þörf á því. Óski foreldri eftir að vera viðstatt skýrslutöku af barni sínu skal það heimilt, nema lögregla ákveði annað vegna hagsmuna barnsins eða vegna þess að nærvera foreldra er talin geta torveldað rannsókn málsins.
                            Nú er tekin skýrsla af barni fyrir dómi og skal ákærandi þá tilkynna það barna verndarnefnd. Barnaverndarnefnd er heimilt að láta fulltrúa sinn eða starfsmann vera viðstaddan þegar skýrsla er tekin af barninu. Óski foreldri eftir að vera viðstatt skýrslu töku af barni sínu skal það að jafnaði heimilt. Dómari úrskurðar um þetta atriði ef ágreiningur verður og sætir úrskurður hans ekki kæru.
                   b .     (6. gr.)
                            Orðið „dómstólum“ í 5. mgr. 16. laganna falli brott.
     2 .     Við 5. gr. b-liður orðist svo: Orðin „eða deild Unglingaheimilis ríkisins fyrir vímuefnaneytendur“ í 3. mgr. falla brott.
     3 .     Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Í stað orðsins „sýslumanns“ í fyrri málslið 48. gr. laganna kemur: lögreglu.
     4 .     Við 10. gr. Á eftir b-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Við greinina bætist ný málsgrein, er verður 4. mgr., er orðast svo: Þeir aðilar, sem taka börn til dvalar á einkaheimili í at vinnuskyni, gegn gjaldi, sem ætlað er að vara í allt að sex mánuði, skulu sækja um leyfi til þess til barnaverndarnefndar í heimilisumdæmi sínu.
     5 .     Við 11. gr. Við greinina bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo: Félagsmálaráðherra skal setja reglugerð um starfsemi heimila sem taka börn til dvalar, sbr. 4. mgr. 51. gr., og skilyrði fyrir leyfisveitingu.