Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


678. Nefndarálit



um frv. til l. um grunnskóla.

Frá 3. minni hluta menntamálanefndar.



    Framlög til menntamála hafa þróast með þeim hætti í tíð núverandi ríkisstjórnar sem gleggst sést á meðfylgjandi súluriti (sjá fskj. I). Glöggt sést hver samdrátturinn í framlögum til mennta mála á Íslandi hefur orðið á þeim tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur farið með þennan mikil væga málaflokk. Hér er um að ræða framkvæmd á skólastefnu sem hvergi á sinn líka í nágranna löndum okkar þar sem menn hafa alls staðar lagt áherslu á að sameinast um að efla framlög til skólamála. Í tölum talið sést þetta best í töflu sem fylgir greinargerð frumvarps til fjárlaga fyrir árið 1995 (sjá fskj. II).
    Í öllum löndum er verið að auka við framlög til menntamála. Vandinn hér á landi er sá að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa misskilið hlutverk menntakerfisins í grundvallaratriðum. Þeir líta á menntakerfið sem hluta af velferðarkerfinu og telja þess vegna að verkefni þess sé að taka við vandamálum sem koma upp á hverjum tíma. Með öðrum orðum er litið á kennslu í skólastofu rétt eins og uppskurð við mjaðmagrindarvandamálum svo að dæmi sé tekið. Það er ekki litið á kennslu og skólastarf, og rannsóknir þar af leiðandi líka, sem undirstöðuþátt nútíma menningarsamfélags og enn síður er litið á menntamál og rannsóknir sem hluta af þróun at vinnulífsins. Það hafa reyndar grannþjóðir okkar gert á undanförnum áratugum og það hafa þjóðir í fjarlægari heimshlutum eins og Austur-Asíu gert í miklum mæli á síðari árum.
    Þessi vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar eru þeim mun hrikalegri þegar þess er gætt að hún hefur auk þess gert allt sem unnt er til þess að spilla fyrir þeirri víðtæku samstöðu sem náðst hafði um menntamál í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það gerðist fyrst með því að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra lokaði ofan í skúffu stefnumótunina „Til nýrrar aldar“ sem unnin hafði verið í sátt við kennarasamtökin og aðra aðila skólamála í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Þessu næst ákvað hann að skera niður framlög til grunnskóla og til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og að fresta framkvæmd grunnskólalaga þó að full sátt hefði verið um setningu þeirra laga í tíð fyrri ríkisstjórnar, einnig við stjórnarandstöðuna. Þá beit núverandi menntamálaráðherra höfuðið af skömminni með því að skipa 18 manna nefnd eigin hendi og án tilnefninga frá þeim aðilum sem nærri þessum málum eiga að koma í samfélaginu. Þessi nefnd starfaði svo algerlega lokað allan þann tíma sem hún var að störfum. Það var bannað að hafa þar samskipti við kennarasamtök eða aðra aðila, enda hafa samskipti menntamálaráðuneytisins við kennarasamtökin í tíð núverandi ríkisstjórnar ekki verið við frostmark heldur við alkul eins og einn orðhagur kennari komst að orði á dögunum.
    Nú er feluleikurinn í 18 manna nefndinni að hefna sín. Vinnubrögðin að undanförnu eru nú að skila þeirri niðurstöðu sem við blasir. Það er verulegur ágreiningur um grunnskólafrumvarp ið og enginn annar en menntamálaráðherra sjálfur og nánasta samstarfslið hans í Sjálfstæðis flokknum telur í raun og veru þörf á því að gera grunnskólafrumvarpið að lögum. Alþýðuflokk urinn hefur hins vegar ekki skipt sér af þessu máli og hefur í þessari stjórn látið skólamál sem vind um eyru þjóta sem fyrr þó að einstakir frambjóðendur hans séu núna að gera sig dýrlega í blaðagreinum sem birtast hér og þar.
    Samband íslenskra sveitarfélaga mótmælti vinnubrögðunum við afgreiðslu frumvarpsins daginn sem það var tekið út úr menntamálanefnd. Meiri hluti nefndarinnar neitaði að bera upp tillögu sem borin var upp í nefndinni með eðlilegum hætti um það að beðið yrði eftir niðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Munu þess fá dæmi að Samband ís lenskra sveitarfélaga hafi verið sýnd jafnalger fyrirlitning af meiri hluta þingnefndar og gerðist í menntamálanefnd nú fyrir nokkrum dögum.
    Í annan stað liggur það fyrir að kennarar eru andvígir því að gengið verði frá mál inu með þeim hætti sem núna er gert ráð fyrir. Þannig brestur í raun og veru allar for sendur þess að ganga frá málinu í einstökum atriðum á því þingi sem nú stendur yfir og þess vegna er eðlilegt að mati 3. minni hluta að fresta afgreiðslu málsins og stendur því 3. minni hluti að tillögu til rökstuddrar dagskrár um að vísa málinu til ríkisstjórnarinn ar til afgreiðslu og að þegar í stað verði hafnar þríhliða viðræður milli sveitarfélaganna, ríkisins og kennara um málið. Fullljóst er að verði málið keyrt í gegnum þingið með þeim hætti sem ætlun meiri hlutans er að gera næstu daga getur það haft háskaleg áhrif á þró un kennaradeilunnar á næstu dögum, en eins og kunnugt er hefst verkfall í öllum skól um landsins á miðnætti í nótt eins og nú horfir og er unnt að fullyrða að framkoma meiri hlutans á verulega sök á því að verkfallið skuli nú vera að hefjast.
    Kennarasamband Íslands og Hið íslenska kennarafélag gerðu strax í upphafi mjög al varlegar athugasemdir við efni málsins og aðdraganda og bentu á að réttindamál kenn ara væru í uppnámi. Óskuðu samtökin eftir því að fram færu viðræður um málið við sam tökin, en þær viðræður hafa ekki farið fram. Öllum viðræðubeiðnum af hálfu kennara samtakanna um réttindamál kennara hefur í raun og veru verið hafnað af núverandi rík isstjórn, bæði fjármálaráðherra og menntamálaráðherra. Í þeirri samþykkt sem 7. full trúaráð Kennarasambands Íslands gerði í apríl 1994 segir m.a. svo: „Ekkert af þessu hef ur verið tryggt og telja kennarafélögin fráleitt að samþykkja frumvarp til laga um grunn skóla sem hefur það að markmiði að flytja grunnskóla til sveitarfélaga.“ Það sem kenn arasamtökin eiga við er fyrst og fremst það að fjárveitingar til sveitarfélaganna eru of óljósar til að standa undir kostnaði af skólastarfi. Í öðru lagi er ekki tryggt að ekki dragi úr stoðkerfi skólanna, svo sem starfsemi fræðsluskrifstofanna, starfsemi Námsgagna stofnunar o.s.frv. Í þriðja lagi er rekstrargrundvöllur sérskólanna óljós og í fjórða lagi eru öll samningsbundin og lögbundin réttindi kennarastéttarinnar í uppnámi eins og staða þessara mála er nú. Þess vegna er algerlega fráleitt, að ekki sé sagt siðlaust, að rífa þessi mál úr höndum ríkisins og afhenda sveitarfélögum sem hafa hvorki tekjustofna né að stöðu til að ganga frá samningum við kennarana varðandi þessi mál.
    Fjölmargir aðrir aðilar koma við sögu og gagnrýna ýmist einstök atriði frumvarpsins eða frumvarpið í heild. Í því sambandi má t.d. nefna athugasemdir frá Sambandi sveit arfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, frá Eyþingi og fjölmörgum öðrum aðilum, fyr ir utan þær almennu athugasemdir sem þar hafa komið fram frá kennurum og sveitarfé lögum, en Samband íslenskra sveitarfélaga segir svo í upphaflegri samþykkt sinni um málið: „Þar er gert ráð fyrir skyldu sveitarfélaganna til að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6–16 ára. Ekki er gerð athugasemd við það ákvæði, en ástæða er til að hafa þann fyrirvara að fullt samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga um flutning tekju stofna til að standa undir öllum þeim kostnaði er umrædd skylda sveitarfélaganna og önn ur ákvæði frumvarpsins gera ráð fyrir.“ Staðreyndin er sú að þau skilyrði og þær for sendur, sem sveitarfélögin og kennararnir byggðu sína afstöðu á fyrir einu ári eða jafn vel lengri tíma, standa algerlega óbreytt enn þann dag í dag.
    Fyrir utan þær almennu athugasemdir, sem gerð hefur verið grein fyrir, er um að ræða fjöldann allan af breytingartillögum sem gera verður við frumvarpið ef það á að verða að lögum. 3. minni hluti hefur ekki talið ástæðu til þess að gera breytingartillögur við ein stakar greinar vegna þess að hann hefur talið út í hött að afgreiða málið eins og það er núna þar sem það er illa unnið af hálfu nefndarinnar og í fullri andstöðu við þá aðila sem mestu skipta í þessu sambandi. Fari hins vegar svo að meiri hlutinn knýi málið í gegn um 2. umræðu áskilur 3. minni hluti sér rétt til að flytja breytingartillögur við einstaka greinar frumvarpsins við 3. umræðu og er þar um að ræða mikið safn breytingartillagna sem gerð verður grein fyrir við 2. umræðu málsins.

Alþingi, 16. febr. 1995.



Svavar Gestsson.



    

Fylgiskjal I.







REPRÓ















Fylgiskjal II.


Útgjöld menntamálaráðuneytis árin 1991–1993 samanborið við áætluð


útgjöld í fjárlögum 1994 og frumvarpi til fjárlaga 1995.


(Úr frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995, bls. 291.)



Verðlag frumvarps til fjárlaga 1995     Reikningur     Reikningur     Reikningur     Fjárlög     Frumvarp
    1991     1992     1993     1994     1995
Greiðslugrunnur     m.kr.     m.kr.     m.kr.     m.kr.     m.kr.
Aðalskrifstofa          268     235     242     239     237
Háskólar og rannsóknir          2.704     2.517     2.564     2.560     2.498
Framhaldsskólar og héraðsskólar          3.865     3.800     3.722     3.782     3.855
Grunnskólar og sérskólar          5.764     5.639     5.401     5.266     5.460
Námsaðstoð          2.787     2.238     1.885     1.681     1.600
Annað               1.384     1.368     1.436     1.414     1.468
Viðhalds og stofnkostnaður          2.002     1.507     1.947     1.916     1.554
Samtals          18.774     17.303     17.197     16.858     16.673     



Fylgiskjal III.


Ályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins um mótun


menntastefnu, grunnskólafrumvarpið og aukið


fjármagn til menntamála.


    Miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur fjallað um menntamál á fundi sínum 5.–6. nóv ember 1994.
    Miðstjórnin telur að menntamál eigi að vera eitt þeirra viðfangsefna sem efst eru á dagskrá í íslenskum þjóðmálum. Heilsteypt stefna í mennta- og menningarmálum er ein mikilvægasta forsenda þess að lífskjör á Íslandi verði sambærileg við það sem gerist ann ars staðar. Góð menntun er ein af undirstöðum lýðræðis og efnahagsframfara.
    Í síðustu ríkisstjórn beitti Alþýðubandalagið sér fyrir mótun menntastefnu í samvinnu við samtök kennara, nemenda, foreldra og annarra sem hlut eiga að skólamálum. Árang ur þessarar stefnumótunar birtist meðal annars í eftirfarandi atriðum:
—    auknum framlögum til menntamála,
—    nýjum lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,
—    auknu sjálfstæði skólanna um mannaráðningar,
—    breyttum lögum um Háskóla Íslands,
—    auknu fjármagni til rannsókna um þróunarstarfsemi.
    Samhliða þessari stefnumótun voru teknar mikilvægar ákvarðanir í menningarmálum sem styrktu undirstöðu skólastarfs til lengri eða skemmri tíma og ber þar hæst þá ákvörð un að fella niður virðisaukaskatt af menningarstarfsemi.
    Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framlög til menntamála hins vegar verið skorin nið ur. Þau hafa lækkað um 2,1 milljarð kr. frá árinu 1991. Þrengt hefur verið að faglegu frelsi skólanna, samráði við kennara hefur verið hafnað við stefnumótun og þau frum vörp, sem fyrir liggja um málefni skólanna, eru illa undirbúin. Ekki er við því að búast að frumvarp til laga um grunnskóla verði afgreitt á því þingi sem nú situr þar eð veiga miklir þættir málsins eru vanbúnir til afgreiðslu:
    Stoðþjónusta er í uppnámi samkvæmt frumvarpinu og gerð er tillaga um að fella sér kennslu út úr grunnskólalögunum.
     2.     Ekki eru tryggðir hagsmunir barna í dreifbýlinu og engin ákvæði eru í frumvarpinu um hámarksfjölda í bekkjardeildum.
     3.     Ekki hefur verið gengið frá kjaramálum kennara vegna lífeyrisréttinda og annarra starfstengdra réttinda þeirra.
     4.     Ekki hefur tekist sátt við sveitarfélögin um tilflutning grunnskólans til sveitarfélag anna, meðal annars vegna þess að fjármagnið, sem ætlað er til grunnskólans, er ekki nægilegt.
    Það er skoðun miðstjórnarinnar að rétt sé að fresta afgreiðslu grunnskólafrumvarps ins. Óhjákvæmilegt er að búa betur um hnúta áður en hægt er að taka afstöðu til þess.
    Miðstjórn Alþýðubandalagsins telur brýnt að flokkurinn beiti sér fyrir því að mennta mál verði eitt aðalmál kosningabaráttunnar sem fram undan er. Í þeirri baráttu leggur flokkurinn fram sín verk og bendir á „Til nýrrar aldar“, stefnuna sem mótuð var meðan Alþýðubandalagið hafði með menntamál að gera.
    Skólamál, rannsóknir og menntun eiga að vera forgangsatriði á komandi árum. Al þýðubandalagið telur áríðandi að framlög til skólamála hérlendis verði svipað hlutfall af þjóðartekjum og gerist í grannlöndum okkar. Alþýðubandalagið mun því beita sér fyrir markvissri uppbyggingu skólakerfisins í stað þess niðurskurðar sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir.



Fylgiskjal IV.


Samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga.


    Fyrirvarar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem samþykktir voru á XV. landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1994:
     1.     Að fullt samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga varðandi flutning verkefna og tekjustofna til sveitarfélaganna til að standa undir öllum þeim aukna kostnaði er yf irtökunni fylgir þannig að grunnskólanám allra barna í landinu verði tryggt.
     2.     Vanda sveitarfélaga, sem yfirtaka hlutfallslega háan grunnskólakostnað miðað við tekjur, verði mætt með jöfnunaraðgerðum.
     3.     Að fullt samkomulag náist milli ríkis, sveitarfélaga og stéttarfélaga kennara um kjara- og réttindamál kennara, þar með talin meðferð lífeyrisréttinda.
Niðurstaða þarf að hafa náðst í þessum málum fyrir áramót svo að yfirtaka sveitarfélaga geti átt sér stað á næsta ári.