Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 319 . mál.


682. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á refsiákvæðum nokkurra skattalaga.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Skúla Eggert Þórðarson skattrann sóknarstjóra og Guðmund Guðbjarnason, fyrrverandi skattrannsóknarstjóra.
    Fram kom á fundi nefndarinnar að ákvæði frumvarpsins um hlutlæga ábyrgð lögaðila væru ekki nægilega skýr og leggur því nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    1. málsl. 8. efnismgr. 1. gr., 9. efnismgr. 2. gr. og 8. efnismgr. 3. gr., orðist svo: Gera má lög aðila fésekt fyrir brot á lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans.

Alþingi, 16. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Finnur Ingólfsson.
    form., frsm.          

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.     Steingrímur J. Sigfússon.

    Ingi Björn Albertsson.     Sólveig Pétursdóttir.     Guðjón Guðmundsson.