Ferill 99. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 99 . mál.


685. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 7/1936, um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, með síð ari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Jón Ögmund Þormóðsson skrifstofu stjóra í viðskiptaráðuneyti. Í máli hans kom fram að nokkrar lagfæringar þyrfti að gera á frum varpinu áður en það yrði afgreitt en þær felast eingöngu í umorðunum á greinum til að gera þær skýrari en áður var.
    Nefndin mælir því með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     Við 2. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Ákvæði 36. gr. a–d gilda um samninga, m.a. samningsskilmála, sem ekki hefur verið samið um sérstaklega enda séu samningarnir liður í starfsemi annars aðilans, atvinnurek anda, en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans, neytanda, sbr. þó 36. gr. d. Ákvæðin gilda einnig um samninga milli neytenda sem atvinnurekandi stendur að fyrir annan aðilanna.
     2 .     Við 3. gr. Í stað orðanna „skýr og skiljanlegur“ komi: á skýru og skiljanlegu máli.
     3 .     Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðanna „Við mat á samningi skv. 1. mgr.“ í upphafi 2. efnismgr. komi: Við mat á því hvort samningur skv. 1. mgr. sé ósanngjarn.
                   b .     3. efnismgr. orðist svo:
                            Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.
     4 .     Við 5. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Ef ákvæði samnings tengist náið landsvæði EES-ríkja þannig að samningurinn sé t.d. gerður þar eða einhver samningsaðila búi þar og samingsákvæði kveður á um að löggjöf lands utan Evrópska efnahagssvæðisins skuli gilda um samninginn skal ákvæðið ekki gilda um ósanngjarna samningsskilmála ef neytandinn fær við það lakari vernd gegn slíkum skil málum en samkvæmt viðeigandi löggjöf lands á efnahagssvæðinu.
     5 .     Við 6. gr. Í stað orðanna „gildi 1. janúar 1995“ komi: þegar gildi.

Alþingi, 16. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðjón Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Sólveig Pétursdóttir.     Steingrímur J. Sigfússon.

    Finnur Ingólfsson.     Ingi Björn Albertsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.