Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 236 . mál.


691. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Braga Gunnarsson, lögfræðing fjár málaráðuneytisins.
    Vilji var innan nefndarinnar til að bæta kvikmyndaiðnaði við þær atvinnugreinar sem settar eru í lægra þrep tryggingagjalds, en samkvæmt gildandi lögum er þessi starfsemi í efra þrepinu og ber 6,35% tryggingagjald. Þá kom einnig fram að skattstjórar hafi metið það svo að með hót elgistingu, sem er í lægra þrepi tryggingagjalds, sé aðeins átt við gistingu á hótelum en ekki til að mynda bændagistingu eða gistingu í orlofshúsum og á tjaldstæðum. Þar sem reiknað er með að sú breyting að fella kvikmyndaiðnað undir lægra gjaldþrepið muni kosta ríkissjóð um 20–25 millj. kr. á ári og að það mun kosta um 10–15 millj. kr. að láta hvers konar gistiþjónustu falla þar undir leggur nefndin til að gjaldhlutfallið í lægra þrepi tryggingagjalds verði hækkað um 0,05 prósentustig. Sú breyting er talin skila ríkissjóði um 35 millj. kr. á ári. Loks er gerð breyt ing á 2. gr. frumvarpsins sem felst í því að sá maður sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er undanþeginn skyldu til að gera grein fyrir tryggingagjaldsstofni vegna reiknaðra launa á launaframtali. Rökin fyrir þessari síðastnefndu breytingu eru þau að trygg ingagjaldsstofninn liggur almennt ekki fyrir þegar gera á skil á launaframtali, en því er skilað í janúar fyrir næstliðið ár. Framkvæmdin hefur í reynd verið sú að fjárhæðin hefur verið áætluð á launaframtali en síðan hefur verið send inn leiðrétting þegar endanlegur gjaldstofn liggur fyr ir. Hér er því verið að einfalda framkvæmdina og koma í veg fyrir óþarfa pappírsvinnu við fram talsgerð þessara aðila. Nefndin mælir því með að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     1. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verði á 2. gr. laganna, sbr. 43. gr. laga nr. 111/1992, 34. gr. laga nr. 122/1993 og 1. gr. laga nr. 74/1994:
                   a .     Í stað hlutfallstölunnar „3%“ í 1. mgr. komi: 3,05%.
                   b .     2. mgr. orðast svo:
                            Í sérstökum gjaldflokki skulu vera fiskveiðar, iðnaður, landbúnaður, hugbúnaðar iðnaður, kvikmyndaiðnaður, gisting, veitingarekstur og útleiga bifreiða, sbr. upptaln ingu atvinnugreinanúmera í viðauka I við lög þessi.
     2 .     2. gr. orðist svo:
                  3. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 37. gr. laga nr. 122/1993, orðast svo:
                  Vegna tryggingagjalds á reiknað endurgjald manns sem stundar atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, maka hans og barna skal stofn gjaldsins vera sú fjárhæð sem greinir í 3. mgr. 6. gr. Er ekki skylt að gera sérstaka grein fyrir fjárhæðinni á launaframtali. Skipta skal gjaldstofni ársins jafnt á öll geiðslutímabil þess nema önnur skipting komi greinilega fram í skattgögnum gjaldanda.
     3 .     Við viðauka I bætist:
                  55.1 Hótel.
                  55.2 Orlofshús, bændagisting, tjaldstæði og önnur aðstaða til stuttrar dvalar.
                  92.11 Framleiðsla kvikmynda og myndbanda.

Alþingi, 17. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðjón Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.     Steingrímur J. Sigfússon.

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Finnur Ingólfsson.     Sólveig Pétursdóttir.