Ferill 166. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 166 . mál.


729. Nefndarálit



um till. til þál. um ólympíska hnefaleika.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem kveður á um að skipuð verði nefnd er kanni hvort rétt sé að leyfa ólympíska hnefaleika sem íþróttagrein hér á landi.
    Menntamálanefnd hefur fjallað um samhljóða tillögu á tveimur undangengnum þingum. Á 117. löggjafarþingi fékk nefndin til viðræðna við sig Janus Guðlaugsson, námsstjóra í íþrótta- og æskulýðsdeild menntamálaráðuneytis. Þá studdist nefndin við umsagnir frá 116. og 117. lög gjafarþingi frá menntamálaráðuneyti, landssamtökunum Heimili og skóli, Ungmennafélagi Ís lands, Íþróttakennarafélagi Íslands, Íþróttasambandi Íslands og Læknafélagi Íslands.
    Í umsögnum framangreindra komu fram skiptar skoðanir um réttmæti þess að heimila hnefa leika hér á landi að nýju en þeir hafa verið bannaðir um áratuga skeið á grundvelli laga nr. 92 frá 1956. Menntamálanefnd tekur ekki afstöðu til efnis tillögunnar en telur rétt að í mennta málaráðuneytinu verði aflað upplýsinga um þau atriði sem tilgreind eru í tillögunni þannig að unnt verði að taka vel ígrundaða ákvörðun um hvort ástæða sé til að leyfa iðkun ólympískra hnefaleika hér á landi. Með vísan til framangreinds leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Petrína Baldursdóttir og Ólafur Þ. Þórðarson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.