Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 56 . mál.


743. Nefndarálit



um till. til þál. um að tryggja samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana umsagnir frá Samtökum iðnaðarins, Verslunarráði Íslands, Múrarasambandi Íslands, Meistarafélagi húsgagnabólstrara, Meistarafé lagi Suðurlands og Meistarafélagi húsasmiða.
    Nefndin telur að með tillögunni sé hreyft mjög mikilvægu og tímabæru máli. Í þessu sam bandi vill nefndin sérstaklega vekja athygli á umsögn Samtaka iðnaðarins um málið sem birt er sem fylgiskjal með áliti þessu. Í umsögn Samtaka iðnaðarins koma fram mörg þýðingarmikil áhersluatriði sem lúta að samkeppnisaðstöðu innlendrar framleiðslu og sem nefndin telur eðli legt að ríkisstjórnin taki til skoðunar. Í trausti þess að ríkisstjórnin taki málið í heild til gaum gæfilegrar athugunar leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 22. febr. 1995.



    Svavar Gestsson,     Gísli S. Einarsson.     Pálmi Jónsson.
    frsm., form.          

    Guðmundur Bjarnason.     Páll Pétursson.     Kristín Einarsdóttir.

    Sigríður A. Þórðardóttir.     Tómas Ingi Olrich.     Guðjón Guðmundsson.



Fylgiskjal.


Umsögn Samtaka iðnaðarins.


(13. janúar 1995.)


    Samtök iðnaðarins, Samtök íslenskra húshlutaframleiðenda, Iðnaðarmannafélagið í Reykja vík, Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði, Málarameistarafélag Reykjavíkur, Meistarafélag bygg ingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum, Meistarafélag iðnað armanna Hafnarfirði, Múrarameistarafélag Suðurnesja, Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda hafa haft framangreinda þingsályktunartillögu til umsagnar. Tillögunni er fagnað og fæst hún vonandi samþykkt á Alþingi. Við höfum jafnframt tekið saman nokkur atriði sem við teljum að leiði einnig að sama marki, þ.e. að auka hlutdeild íslenskrar framleiðslu í innkaupum hins opinbera.
    Við teljum að mörkun og framsetning innkaupastefnu ríkisins og setning laga um fram kvæmd útboða hafi verið mikilvægt framfaraspor. Reglurnar eru skýrar og lög um framkvæmd útboða eru mjög auðskilin. Reynsla okkar og okkar félagsmanna er að leikreglur fyrir innkaup ríkisins séu til fyrirmyndar, en skort hefur á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og reglur. Ber þar til að reglurnar virðast ekki vera ljósar ýmsum þeim er bera ábyrgð á rekstri stofnana eða jafnvel ráðuneyta eða það sem öllu alvarlegra er þegar mönnum eru ljósar reglurnar en telja sig ekki þurfa að hlíta þeim. Helsta brota löm reglnanna er að ekki hefur verið borið við að beita þeim refsiákvæðum sem þó eru fyrir hendi. Fjármálaráðuneytinu er heimilt að veita stofnunum leyfi til innkaupa, jafn framt hefur ráðuneytið vald til að svipta stofnanir leyfinu. Okkur vitanlega hefur ekkert slíkt leyfi verið gefið. Valin hefur verið hin milda leið, þ.e. að kynna reglurnar, en ekki hefur verið beitt nægilegri ákveðni þegar stofnanir hafa vikið frá hinni mörkuðu stefnu.
    Við útboð opinberra mannvirkja er brýnt að reglur og vinnubrögð séu samræmd. Eng in samræming er á útboðum sveitarfélaga. Verulegt misræmi er á aðferðum og viðmið unum frá einu útboði til annars hjá sama sveitarfélagi. Að okkar mati er ekkert sem bend ir til annars en að sveitarfélög geti aðlagað sín útboðsmál að útboðsstefnu ríkisins.
    Brýnt er að samræmt sé hvaða staðlar og viðmiðanir eru viðhafðar og ekki ráði henti stefna. Enn fremur skal stuðst við prófanir íslenskra prófunarstofa og þær lagðar til grundvallar. Sjálfgefið er að byggingarreglugerð sé höfð í hávegum og gerðar séu a.m.k. jafnmiklar kröfur til innfluttra byggingarefna og innlendra.
    Áætlaður verktími opinberra framkvæmda ræðst af gerð fjárlaga ríkisins og fjárhags áætlana bæjarfélaga. Þessi tímarammi er allt of þröngur og er andsnúinn innlendri fram leiðslu. Þess eru mýmörg dæmi að sökum stutts verktíma hafi íslenskir framleiðendur og verktakar ekki haft möguleika á að nýta sér innlenda framleiðslu, heldur þurft að notast við innfluttar og fullunnar lausnir.
    Síðustu missiri hefur borið á óraunhæfum tilboðum vegna verkefnaskorts. Til lengri tíma litið er hinu opinbera ekki hagur í að taka tilboðum sem skila verktökum eða fram leiðendum verulegu tapi sem gerir þeim hvorki kleift að stunda eðlilegan rekstur né vöru þróun sem er forsenda nýsköpunar. Í reglum um innkaup ríkisins er kveðið á um að taka skuli hagstæðasta tilboði. Í raun er verið að undirstrika að ekki sé sjálfgefið að lægsta til boð sé hagstæðast. Það er eðlileg krafa að þeir sem ráðstafa opinberu fé ráðstafi því á sem hagstæðastan hátt. Það er að minnsta kosti sú krafa sem einkafyrirtæki og einstak lingar gera til sjálfs sín þegar þeir verja eigin fé. Þegar litið er um öxl eru því miður allt of mörg dæmi um að opinberum fjármunum hafi ekki verið varið rétt. Opinberir inn kaupaaðilar hafa með vali sínu á vörusölum og verktökum skaðað hagsmuni hins opin bera. Hér er átt við þegar valdir eru lægstbjóðendur án tillits til hvort þeir hafi nægilegt bolmagn til að tapa á viðskiptunum og hvort hið opinbera hafi tapað á fyrri viðskiptum við þá aðila sem að rekstrinum standa. Það er í hæsta máta óeðlilegt að hið opinbera beini viðskiptum sínum í kjölfar útboðs til lægstbjóðenda sem eru nýstofnuð fyrirtæki á rúst um þrotabúa. Ekki síst þegar slíkir eiga lægstu boð sem stundum eru langtum lægri en kostnaðaráætlanir.
    Við gerum okkur fullljóst að í framkvæmd er mun einfaldara að velja ætíð lægst- bjóð endur. Aðrar viðmiðanir en hreinn verðsamanburður við val á viðskiptaaðilum eru vissu lega torveldari í framkvæmd. Hreyft hefur verið við hugmyndum um að ríkið ákveði há marksfrávik (t.d. 15%) frá kostnaðaráætlun og einungis tilboð sem eru innan fráviks marka komi til álita. Fleiri hugmyndir hafa verið nefndar til að mynda að fundið verði meðaltal tilboða og kostnaðaráætlunar og ákveðið verði hámarksfrávik frá meðaltalinu. Þau tilboð, sem eru innan fráviksmarka, koma þá ein til álita. Þegar ekki fara saman hag stæðasta og lægsta tilboð er eðlilegt að niðurstöðu verði skotið til sérstakrar úrskurðar nefndar líkt og lýst er hér á eftir.
    Viðhorf á hönnunarstigi og hönnunarforsendur ráða oft úrslitum um hvort bygging ar og mannvirki eru framleidd úr íslenskum eða erlendum byggingarefnum. Fram þurfa að koma skýr fyrirmæli til hönnuða um að hanna byggingar og mannvirki miðað við ís lensk byggingarefni, byggingarvörur og aðferðir. Brýnt er að íslenskir framleiðendur séu ekki útilokaðir vegna þröngrar hönnunar. Þegar innlendir framleiðendur geta ekki upp fyllt hönnunarkröfur, ber hönnuðum að leita til þeirra framleiðenda sem framleiða skyld ar vörur og kanna hvort þeir hyggist hefja framleiðslu á þeirri vöru sem nota á. Það eru jafnt hagsmunir hönnuða og framleiðenda að nota innlenda vöru og þar með hönnun, í stað þess að flytja inn hönnunarvinnu og framleiðslu. Við gerð verk- og útboðslýsinga er mikilvægt að taka mið af íslenskri framleiðslu og íslenskum aðstæðum og vísa fremur til innlendra en erlendra byggingarefna.
     Úrskurðarnefnd. — Lagt er til að skipuð verði úrskurðarnefnd er skeri úr um ágrein ingsmál varðandi hönnun, útboð og tilboð. Viðfangsefni nefndarinnar verði að skera úr um hvort hönnuðir, framleiðendur eða starfsmenn hins opinbera hafi vikið frá eðlileg um vinnureglum og samþykktum verklagsreglum og markmiðum. Umsagnir nefndarinn ar verði síðan hafðar til hliðsjónar við val á samstarfsaðilum í framtíðinni. Ekki síst þeg ar semja á við nýendurreist fyrirtæki um viðskipti á verði sem er langt undir kostnaðar áætlun eða eðlilegu verðlagi.
     Samstarfsnefnd. — Engin mótuð stefna er til varðandi hlutverk opinberra innkaupa í nýsköpun og þróun iðnaðar. Hjá öðrum þjóðum er þetta markviss þáttur í opinberum inn kaupum. Þetta þarf alls ekki að vera í mótsögn við þau markmið að velja „ódýrustu“ lausnina. Í þessu getur falist betri og hagkvæmari lausn þegar til lengri tíma er litið þar sem tekið er mið af þjónustu, viðhaldi og aðgengi að framleiðenda. Þjóðhagslegur ávinn ingur er einnig umtalsverður bæði í formi gjaldeyrissparnaðar og í tekju- og útflutnings möguleikum á þeim lausnum sem þróaðar eru. Umfang opinberra innkaupa er slíkt að fyr irtæki sem fá tækifæri til að þróa sértækar lausnir fyrir hið opinbera eiga oft í kjölfarið mjög góða möguleika á almennum markaði. Glöggt dæmi um þetta er framleiðsla á bóka hillum fyrir Þjóðarbókhlöðuna. Fjölmörg slík tækifæri eru ónýtt, t.d. innan samgöngu mála, upplýsingatækni, hitaveitna og heilbrigðismála. Við gerum að tillögu okkar að skip uð verði samstarfsnefnd hins opinbera og framleiðenda. Nefndinni verði ætlað að vera í senn skapandi og leiðbeinandi vettvangur er beiti sér fyrir bættu verklagi og hagkvæm ari innkaupum ríkisins ásamt því að nýta innkaupin betur til heilbrigðrar atvinnusköp unar.

F.h. Samtaka iðnaðarins,


Samtaka íslenskra húshlutaframleiðenda,


Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík,


Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði,


Málarameistarafélags Reykjavíkur,


Meistarafélags byggingamanna, Norðurlandi,


Meistarafélags byggingamanna, Suðurnesjum,


Meistarafélags byggingamanna, Hafnarfirði,


Múrarameistarafélags Suðurnesja,


Múrarameistarafélags Reykjavíkur,


Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda.



Haraldur Sumarliðason,


formaður Samtaka iðnaðarins.