Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 132 . mál.


751. Nefndarálit



um till. til þál. um skipan nefndar er geri úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem gerir ráð fyrir að ríkisstjórnin skipi nefnd er geri út tekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð og geri tillögur er tryggi því sam bærileg kjör og réttindi við námsfólk er stundar nám í heimabyggð.
    Við umfjöllun sína studdist nefndin við umsagnir frá Tækniskóla Íslands, Sambandi iðn menntaskóla, stúdentaráði Háskóla Íslands, Bandalagi íslenskra sérskólanema, Háskólanum á Akureyri og sameinuðu bændasamtökunum Búnaðarfélagi Íslands og Stéttarsambandi bænda.
    Framangreindar umsagnir voru afar jákvæðar og töldu allir umsagnaraðilar að fyllsta ástæða væri til að kanna stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð. Nefndin telur mikilvægt að nem endum séu, svo sem kostur er, tryggðar jafnar aðstæður til náms og leggur til, með vísan til framangreinds, að tillagan verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að láta fara fram úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð. Sérstaklega verði athugað:
     1 .     hvort námsfólk, er stundar nám fjarri heimabyggð, verði af réttindum og félagslegri þjónustu ef það heldur lögheimili í heimabyggð og Lánasjóður íslenskra námsmanna taki sér stakt tillit til slíkra aðstæðna,
     2 .     hvaða kostnaður hlýst af dvöl nemenda sem stunda nám í grunn- og framhaldsskólum og búa í heimavistum eða leiguhúsnæði fjarri heimabyggð.

    Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 22. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.