Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 136 . mál.


763. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 61/1994, um Rannsóknarráð Íslands.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á um breytingu á skipan fulltrúa í Rann sóknarráð Íslands. Annars vegar er kveðið á um að fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Vinnu veitendasambands Íslands tilnefni í ráðið auk þeirra sem lögin gera ráð fyrir. Hins vegar er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli gæta þess við skipan í ráðið að jafnvægi sé á milli vís inda og tækni og að sjálfstæði ráðsins sé tryggt svo að það fái sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu.
    Við umfjöllun um málið studdist nefndin við umsagnir frá Skógrækt ríkisins, Seðlabanka Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Veðurstofu Íslands, Iðntæknistofnun, Bandalagi háskóla menntaðra ríkisstarfsmanna, Samtökum iðnaðarins, Rannsóknarráði Íslands, Hafrannsókna stofnun, Þjóðminjasafni Íslands, læknaráði Landspítalans, læknaráði Borgarspítalans, Háskóla Íslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Háskólanum á Akureyri.
    Þær breytingar, sem kveðið er á um í frumvarpinu, eru gerðar til að tryggja áhrif atvinnulífs ins enn frekar. Menntamálanefnd vill leggja áherslu á að samþykkt frumvarpsins felur ekki að neinu leyti í sér gagnrýni á störf þess Rannsóknarráðs sem nú situr. Með vísan til framangreinds leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:



     1 .     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.
     2 .     Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  3. gr. laga þessara kemur að fullu til framkvæmda þegar starfstími þess Rannsóknar ráðs, sem fyrst var skipað árið 1994, rennur út. Menntamálaráðherra skipar þegar tvo full trúa í Rannsóknarráð Íslands samkvæmt tilnefningum Alþýðusambands Íslands og Vinnu veitendasambands Íslands og jafnmarga til vara og skal sú skipan gilda uns 3. gr. laga þess ara kemur að fullu til framkvæmda. Nánar skal kveðið á um fyrirkomulag tilnefningar framangreindra samtaka í ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur.

    Kristín Ástgeirsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við af greiðslu málsins.

Alþingi, 22. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.