Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 337 . mál.


771. Breytingartillögur



um frv. til l. um vörugjald af olíu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1 .     Við 2. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hafa skattskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., heimild til að flytja inn olíu og fá afhenta olíu frá öðrum gjaldskyldum aðila án greiðslu olíugjalds.
     2 .     Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     2. tölul. 1. mgr. orðist svo: Þeir sem flytja inn til endursölu, eða kaupa til eigin nota, olíu sem er gjaldskyld skv. 1. gr. enda hafi þeir yfir að ráða birgðageymslum sem sam anlagt rúma yfir 1.000 rúmmetra af gjaldskyldri olíu.
                   b .     2. málsl. 3. mgr. orðist svo: Enn fremur skulu þeir sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. greina frá birgðageymslum, þar með talið sölustöðum, staðsetningu þeirra og stærð.
                   c .     Í 4. mgr. falli brott orðin „4. gr.“.
     3 .     4. gr. falli brott.
     4 .     Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðist svo:
                            Ráðherra getur ákveðið að olía til gjaldfrjálsra nota, önnur en sú sem afhent er skv. 1. mgr., skuli vera undanþegin olíugjaldi við sölu eða afhendingu til notenda enda fari olían ekki til gjaldskyldra nota.
                   b .     Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í 2. mgr., sem verður 3. mgr., komi: samkvæmt þessari grein.
     5 .     Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Á eftir orðinu „olíugjald“ í 1. mgr. komi: sem þeir hafa staðið skil á.
                   b .     2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Aðilar, sem óska eftir endurgreiðslu olíugjalds á uppgjörstímabilinu, skulu skila skýrslu um fjárhæð endurgreiðslu og aðrar upplýsingar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
                   c .     Við 4. mgr. bætist:, sbr. þó 1. tölul. 1. mgr. 7. gr.
     6 .     Við 7. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ráðherra er í reglugerð heimilt að kveða á um endurgreiðslu olíugjalds, ásamt endurgreiðslu virðisaukaskatts af olíugjaldinu, af olíu til eftir farandi nota.
     7 .     Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðanna „afhendingu frá birgðastöð“ í 2. mgr. komi: sölu eða afhendingu.
                   b .     Á eftir orðinu „Við“ í 3. mgr. komi: sölu eða.
     8 .     Við 10. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu greiða olíugjald fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við sölu eða afhendingu og eigin notkun.
                   b .     Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., sem orðist svo:
                            Ráðherra getur heimilað að aðilar, sem stunda sölu gjaldskyldrar olíu en falla ekki undir ákvæði 1. og 2. tölul. 3. gr., geti keypt olíu af gjaldskyldum aðila án greiðslu olíu gjalds enda sé árleg sala meiri en 50 þús. lítrar. Sá sem fær heim ild samkvæmt þessari grein skal uppfylla skilyrði um skráningu og viðurkenn ingu búnaðar skv. 3. og 4. gr. og skal standa skil á greiðslu olíugjalds samkvæmt ákvæðum 1. mgr.
     9.     Við 11. gr. 4. tölul. falli brott.
     10.     Við 12. gr. Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Gjald dagi er fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Ráðherra er þó heimilt að ákveða annan gjalddaga í reglugerð.
     11.     Við 22. gr. Í stað orðanna „1. júlí 1995“ tvívegis í greininni komi: 1. janúar 1996.
     12.     Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
                  Í stað þess að öðru gjaldatímabili þungaskatts skv. B-lið 7. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, ljúki 10. febrúar 1996 skal því ljúka 31. desember 1995. Eig andi eða umráðamaður bifreiðar skal án sérstakrar tilkynningar láta lesa á og skrá stöðu ökumælis á tímabilinu frá 19. til 31. desember 1995.
                  Gjalddagi þungaskatts skv. 1. mgr. er 11. janúar 1996 og eindagi er 29. febrúar 1996.
     13.     Eftirfarandi breytingar verði á ákvæði til bráðabirgða II:
                   a.     Í stað orðanna „1. júlí 1995“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. og 3. málsl. 2. mgr. komi: 1. janúar 1996.
                   b.     Í stað orðsins „birgðastöðvum“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: birgða- og sölustöðum
                   c.     3. og 4. málsl. 1. mgr. falli brott.
                   d.     Í stað orðanna „15. ágúst 1995“ í 4. málsl. 2. mgr. komi: 15. febrúar 1996.
     14.     Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Fjármálaráðherra skal skipa sérstaka samráðsnefnd til að vera til ráðgjafar um und irbúning og framkvæmd laganna, þar með talið setningu reglugerðar. Enn fremur skal nefndin kanna þær forsendur sem liggja til grundvallar fjárhæð olíugjalds. Í nefnd inni eigi sæti fulltrúar fjármálaráðuneytis, skattyfirvalda, Vegagerðarinnar, olíufé laganna og annarra hagsmunasamtaka.