Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 337 . mál.


773. Nefndarálit



um frv. til l. um vörugjald af olíu.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn frá fjármálaráðuneytinu Snorra Olsen deildarstjóra, Jón Guðmundsson viðskiptafræðing og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur lögfræðing. Einnig kom á fund nefndarinnar Jón Steingrímsson, deildarstjóri hjá embætti ríkisskattstjóra. Þá bárust nefndinni einnig umsagnir um málið frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Bílgreina sambandinu, Samtökum landflutningamanna, Landvara, Landssambandi vörubifreiðastjóra, Félagi sérleyfishafa, Félagi hópferðaleyfishafa, Félagi vinnuvélaeigenda, Strætisvögnum Reykjavíkur hf., Olíufélaginu hf., Olíuverslun Íslands hf., Skeljungi hf., Landsvirkjun, Sam bandi íslenskra rafveitna, Samtökum iðnaðarins og Vegagerðinni.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til á sér stöku þingskjali. Þær eru helstar:
     1 .     Lagt er til að inn í upptalningu á þeim atriðum, sem þurfa að koma fram í tilkynningu gjaldskyldra aðila skv. 3. mgr. 3. gr., verði bætt sölustöðum gjaldskyldra aðila. Þessa breytingu leiðir af breytingartillögu við 10. gr. frumvarpsins um að olíugjaldið skuli leggj ast á við sölu olíunnar en ekki við afhendingu úr birgðastöð. Breyting sú, sem lögð er til á 2. tölul. 1. mgr. 3. gr., er ekki efnisleg og eftir sem áður verða bæði þeir sem flytja inn olíu til endursölu og þeir sem kaupa til eigin nota gjaldskyldir samkvæmt greininni ef þeir eiga birgðageymslur yfir tiltekinni stærð.
     2 .     Lagt er til að 4. gr. frumvarpsins, sem fjallar um viðurkenningu skattstjóra á búnaði sem notaður er til geymslu gjaldskyldrar olíu, verði felld brott. Eftir sem áður er gjaldskyldum aðilum skylt að greina frá birgða- og sölustöðum þar sem gjaldskyld olía er geymd, stað setningu þeirra og stærð, sbr. 3. mgr. 3. gr. Vegna þessarar breytingar er nauðsynlegt að lagfæra aðeins orðalag í 2. mgr. 2. gr. og 4. mgr. 3. gr. frumvarpsins.
     3 .     Lagt er til að inn í 5. gr. verði tekin heimild fyrir ráðherra til að veita undanþágu frá greiðslu olíugjalds við sölu eða afhendingu olíu sem ætluð er til gjaldfrjálsra nota að upp fylltum tilteknum skilyrðum. Þetta er undantekning frá meginreglu 6. gr. sem gerir ráð fyr ir að olíugjald verði greitt af allri gas- og dísilolíu en síðan endurgreitt í gegnum virðis aukaskattskerfið til þeirra aðila sem ekki eiga að bera gjaldið. Með því að undanþáguheim ildin er bundin við að fella niður gjaldið þegar við sölu olíunnar er stefnt að því að gera ol íugjaldskerfið einfaldara og koma í veg fyrir að notandi þurfi að leggja út fyrir gjaldinu og fá það síðar endurgreitt. Til þess að geta notið þessarar undanþágu þarf að vera sýnt fram á að olían sé afhent með þeim hætti að tryggt sé að hún verði ekki notuð til gjaldskyldra nota. Þeir sem gætu notið undanþágu samkvæmt þessari grein eru t.d. eigendur minni báta sem kaupa olíu af svokölluðum lykladælum við hafnir úti um land og einstök fyrirtæki sem kaupa olíu á geyma sem ekki er hægt að dæla henni af yfir á ökutæki.
     4 .     Nokkrar breytingar eru lagðar til á 6. gr. frumvarpsins. Þar ber fyrst að nefna breytingu á 1. mgr. þannig að olíugjald verði ekki endurgreitt nema fyrir liggi að kaupandi hafi staðið skil á greiðslu. Til grundvallar endurgreiðslu verða því að liggja greiddir reikningar. Þá er lagt til að ríkisskattstjóra verði frjálst að ákveða í hvaða formi skýrslu um fjárhæð endur greiðslu og aðrar upplýsingar skuli skilað. Loks er tilvísun til undanþáguákvæðis 1. tölul. 7. gr. felld inn í 4. mgr. sem er annars af dráttarlaus um að olíugjald af olíu til notkunar á skráningarskyld ökutæki, önnur en dráttarvélar, sé ekki endurgreitt.
     5.     Lögð er til sú breyting á 7. gr. að endurgreiðsluheimildin nái einnig til endurgreiðslu af þeim virðisaukaskatti sem innheimtur er af olíugjaldinu. Þetta er nauðsynlegt þar sem þeir aðilar, sem kunna að eiga rétt á endurgreiðslu skv. 7. gr., eru í ýmsum til vikum skattskyldir samkvæmt lögum um virðisaukaskatt og sætu því uppi með greiðslu virðisaukaskattsins ef frumvarpið yrði óbreytt að lögum.
     6.     Ein meginbreytingin í tillögum nefndarinnar er á 10. gr. Eins og fram kemur í frum varpinu eru það fyrst og fremst olíufélögin sem eru gjaldskyldir aðilar samkvæmt frumvarpinu. Í því er gert ráð fyrir að þau greiði olíugjald á hverju uppgjörstíma bili miðað við það magn sem fer út af viðurkenndum birgðastöðvum þeirra. Til grundvallar þeirri ákvörðun að miða við afhendingu olíu úr birgðastöð lá það sjón armið að olíugjald af innfluttri olíu væri í raun aðflutningsgjald sem greiða bæri við tollafgreiðslu olíunnar, nema ákvæði frumvarpsins kvæðu á um annað. Þar sem olía er keypt inn í miklu magni og ljóst er að greiðsla olíugjalds við innflutning mundi hafa í för með sér mikla fjárbindingu fyrir olíufélögin var ákveðið að heimila þess um aðilum innflutning olíu án greiðslu gjaldsins og innheimta það þess í stað þeg ar olían er flutt úr birgðageymslu. Í þessu sambandi var ekki gert ráð fyrir að út sölustaðir gætu kallast birgðageymsla þótt þar væri geymt talsvert magn olíu. Í um sögnum allra olíufélaganna um málið voru gerðar alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og því haldið fram að þessi leið væri erfið og þung í vöfum og jafn vel óframkvæmanleg. Því er hér lagt til að horfið verði frá þessari uppgjörsaðferð og þess í stað verði olíugjaldið miðað við selt magn olíu á hverju uppgjörstímabili auk eigin notkunar. Þessi breyting hefur það í för með sér að innflytjendur olíu geta flutt inn gjaldskylda olíu, flutt hana í birgðageymslur, hvort sem það er stærri birgða stöð eða t.d. geymir á útsölustað, án greiðslu olíugjalds og gjaldið fellur í raun ekki á olíuna fyrr en hún er seld eða afhent án endurgjalds eða er tekin til eigin nota. Til viðbótar er lagt til að inn í 10. gr. verði bætt heimild fyrir ráðherra til að ákveða að aðilar, sem selja í smásölu olíu án þess að uppfylla skilyrðið um 1.000 rúmmetra birgðarými, geti fengið undanþágu frá greiðslu olíugjalds við kaup á olíu frá gjald skyldum aðila. Í einstaka tilvikum eru útsölustaðir olíu ekki í eigu olíufélaganna sjálfra og þyrfti þá eigandi staðarins að greiða olíugjaldið um leið og olían er keypt á meðan olíugjald af olíu sem seld er í smásölu af olíufélögunum sjálfum er ekki gjaldskyld fyrr en við sölu. Með þessu ákvæði er lagt til að heimilt verði að fella nið ur olíugjald við innkaup þess sem kaupir hana til endursölu og honum heimilað að gera olíugjaldið upp með sama hætti og gjaldskyldir aðilar, sbr. það sem segir um 1. tölul. Lagt er til að 8. gr. verði breytt til samræmis við breytingu á 1. mgr. 10. gr.
     7.     Lagt er til að 4. tölul. 11. gr. frumvarpsins, sem mælir fyrir um frádrátt frá gjald skyldu magni vegna rýrnunar, falli brott enda ekki þörf á slíkri heimild ef farið verð ur að miða greiðslu olíugjalds við selt magn í stað afhents magns úr birgðastöðv um.
     8.     Lagt er til að gjaldfrestur í 1. mgr. 12. gr. verði lengdur í 30 daga þannig að hann verði alls 45 dagar frá lokum uppgjörstímabils. Í umsögnum olíufélaganna um frum varpið var stuttur gjaldfrestur í 12. gr. gagnrýndur og bent á að greiðslufrestur kaup enda olíu sé mun lengri og frumvarpið hafi þannig að óbreyttu í för með sér mikl ar fjárskuldbindingar fyrir olíufélögin. Gjaldfrestur á olíu, sem keypt er út á reikn ing hjá olíufélögunum, er vanalega tuttugasti dagur næsta mánaðar eftir kaup. Með þessari breytingu verður gjaldfrestur olíugjalds því tuttugu og fimm dögum síðar. Á það er einnig að líta að með því að miða greiðslu olíugjalds við sölu í stað afhend ingar frá birgðastöð er einnig verið að færa skil olíugjalds að síðara tímamarki. Hins vegar hafa olíufélögin bent á að mun lengri tíma taki þau að innheimta sölu en al mennur greiðslufrestur þeirra gefur til kynna. Því er til viðbótar lagt til að ráðherra fái heimild til að ákveða með reglugerð annan gjalddaga en mælt er fyrir um í lög unum.
     9.     Lagt er til að gildistöku laganna verði frestað um hálft ár eða til 1. janúar 1996. Til samræmis er ákvæðum til bráðabirgða breytt á sama hátt. Nefndin telur frestun á gildistökunni nauðsynlega svo að nægur tími gefist til að undirbúa framkvæmdina. Í þessu sambandi leggur nefndin einnig til að inn í frumvarpið verði tekið nýtt ákvæði til bráðabirgða sem mælir fyrir um skipun sérstakrar samráðsnefndar sem hafi það hlutverk að vera til ráðgjafar um undirbúning og framkvæmd laganna, m.a. við setningu reglugerðar. Með orðunum „annarra hagsmunasamtaka“ er m.a. átt við full trúa Samtaka landflutningamanna, Bílgreinasambandsins, FÍB, Sameinaðra bænda samtaka, LÍÚ og Samtaka iðnaðarins. Um viðamikla löggjöf er að ræða og eðlilegt að sem best samstaða náist hjá hagsmunaaðilum um framkvæmdina. Í mörgum um sögnum um málið kom fram gagnrýni á það hversu hátt gjaldinu er ætlað að vera. Því tekur nefndin sérstaklega fram í tillögum sínum að samráðsnefndin skuli kanna þær forsendur sem liggja til grundvallar fjárhæð gjaldsins en því er ætlað að skila svipuðum tekjum í ríkissjóð og þungaskattur og ekki íþyngja almennt bifreiðaeig endum eða rekstraraðilum atvinnubifreiða. Ef útkoman úr þeirri könnun verður sú að gjaldið er of hátt vinnst tími fram til næstu áramóta til að breyta lögunum.
     10.     Lögð er til breyting á ákvæði til bráðabirgða II um fyrsta uppgjörstímabil olíugjalds gagnvart seljendum olíu og öðrum gjaldskyldum aðilum skv. 3. gr. frumvarpsins þar sem horfið hefur verið frá því að miða uppgjör olíugjalds við afhendingu frá birgða stöð og í stað þess miðað við selt magn á hverju uppgjörstímabili. Því er ekki þörf á að krefjast uppgjörs olíugjalds á þeim birgðum sem seljendur olíu eiga við gild istöku laganna þar sem gjaldið verður greitt þegar birgðirnar verða seldar. Hins veg ar þykir rétt að halda inni ákvæðum um skyldu þessara aðila til að upplýsa um það magn olíu sem til er í landinu við gildistöku laganna.
    Nefndin vill einnig taka fram að á fundum um málið kom fram hjá fjármálaráðuneyt inu að tilvísun 19. gr. frumvarpsins í ákvæði laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, væri m.a. ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um olíugjald af töpuðum kröfum og nú gilda um virðisaukaskatt. Samkvæmt ákvæðum þeirra laga og reglna sem mótast hafa í fram kvæmd er skattskyldum aðila heimilt að fá endurgreiddan skatt sem þegar hefur verið inntur af hendi þegar sýnt er fram á með fullnægjandi hætti að krafan muni ekki fást greidd. Jafnframt lýsti ráðuneytið því yfir að það væri reiðubúið að taka þessar reglur til endurskoðunar með það fyrir augum að minnka þann tilkostnað sem þarf til að sýna fram á að krafa sé töpuð.
    Kristín Ástgeirsdóttir og Sólveig Pétursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu máls ins.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðjón Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Steingrímur J. Sigfússon.     Ingi Björn Albertsson,     Finnur Ingólfsson.
         með fyrirvara.     

Guðmundur Árni Stefánsson.