Ferill 16. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 16 . mál.


794. Nefndarálit



um till. til þál. um eldsneytissparnaðar- og mengunarvarnabúnað í bifreiðar ríkisins.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þingsályktunartillöguna sem kveður á um að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að eldsneytissparnaðar- og mengunarvarnabúnaður verði settur í allar bifreið ar ríkisins.
    Málið er nú lagt fram öðru sinni og í umfjöllun sinni studdist nefndin einnig við umsagnir og gögn frá 117. löggjafarþingi. Umsagnirnar eru frá eftirtöldum: Hollustuvernd ríkisins, Olíu félaginu hf., Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, Ríkiskaupum, Davíð Jóni Péturssyni, Olíuversl un Íslands hf., Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, Vegagerðinni, Tæknifræðingafélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands og umhverfisráðuneyti.
    Í framangreindum umsögnum komu fram nokkuð skiptar skoðanir um málið. Nefndin telur mikilvægt að markvisst verði unnið að því að minnka útblástur CO 2, m.a. úr bifreiðum og skipum. Í gögnum, sem nefndinni bárust við umfjöllun um málið, kom fram að gerðar hafa verið til raunir með búnað, hliðstæðan þeim sem kveðið er á um í greinargerð með tillögunni, m.a. bæði hér á landi og í Noregi. Nefndin telur eðlilegt að umhverfisráðuneyti beiti sér fyrir athugunum á því hvort rétt sé að taka í notkun hér á landi búnað af því tagi sem tillagan gerir ráð fyrir. Með vísan til þess leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Kristín Einarsdóttir,     Tómas Ingi Olrich.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Árni M. Mathiesen.     Hjörleifur Guttormsson.     Petrína Baldursdóttir.

    Árni R. Árnason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ólafur Ragnar Grímsson.