Ferill 426. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 426 . mál.


800. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 9/1970, um Iðnþróunarsjóð.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um það Þorkel Helga son og Finn Sveinbjörnsson frá iðnaðarráðuneytinu. Þeir lögðu áherslu á að með frumvarpinu væri verið að framlengja starfsemi Iðnþróunarsjóðs til bráðabirgða meðan verið væri að endur skoða skipan fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna og fjármögnun nýsköpunar í atvinnulífinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     4. tölul. 2. efnismgr. orðist svo: að veita áhættulán til vöruþróunar og markaðsstarfsemi og taka þátt í kostnaði við skilgreind þróunarverkefni í samræmi við hlutverk sjóðsins.
                   b .     Í stað orðanna „samanlagt en 250 milljónum króna“ í lok 3. efnismgr. komi: en nemur allt að 10% af eigin fé í árslok 1994.
     2 .     Við 6. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
                  Lög nr. 9/1970 skulu endurskoðuð fyrir 1. maí 1996.

    Pálmi Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Svavar Gestsson,     Gísli S. Einarsson,     Sigríður A. Þórðardóttir.
    form., með fyrirvara.     frsm.     

    Tómas Ingi Olrich.     Guðjón Guðmundsson.     Páll Pétursson,
              með fyrirvara.

    Guðmundur Bjarnason,     Kristín Einarsdóttir,
    með fyrirvara.     með fyrirvara.