Ferill 317. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 317 . mál.


801. Nefndarálit



um frv. til l. um áhafnir íslenskra kaupskipa.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Svein Snorrason hæstaréttarlögmann, Helga Jóhannesson, lögfræðing í samgönguráðuneyti, Einar Hermannsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra kaupskipa, Pál Hjartarson frá Siglingamálastofnun, frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Jónas Garðarsson, Birgi Björgvinsson og Erling Guðmundsson, Helga Laxdal, for mann Vélstjórafélags Íslands, Guðjón Á. Kristjánsson, formann Farmanna- og fiskimannasam bands Íslands, Guðlaug Gíslason, framkvæmdastjóra Stýrimannafélags Íslands, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóra Stýrimannaskóla Íslands, og Björgvin Jóhannsson, skólastjóra Vélskóla Íslands. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Sjómannasambandi Íslands.
    Fram kom hjá fulltrúum Sjómannafélags Reykjavíkur að þeir óttuðust að frumvarpið, yrði það að lögum óbreytt, hefði í för með sér skerðingu á gildandi kjarasamningum og mundi leiða til fækkunar í áhöfnum kaupskipa. Þá lögðust þeir gegn 6. gr. frumvarpsins. Sveinn Snorrason hrl., formaður þeirrar nefndar er samdi frumvarpið, lagði áherslu á að alls ekki hefði verið ætl unin að frumvarpið mundi skerða á neinn hátt þá kjarasamninga sem í gildi eru, enda kæmi fram í 1. gr. að það mælti aðeins fyrir um lágmarkskröfur.
    Nefndinni er ljóst að brýnt er að mál þetta nái fram að ganga en telur þó rétt að tryggja enn frekar rétt þeirra aðila er frumvarpið nær til enda alls ekki ætlun nefndarinnar að standa að af greiðslu máls sem gæti haft í för með sér skerðingu á kjarasamningum. Nefndin leggur því til að við 1. gr. frumvarpsins verði bætt nýrri málsgrein þar sem kemur skýrt fram að ákvæði kjara samninga eða önnur samningsbundin réttindi þeirra aðila sem undir lögin falla gangi framar ákvæðum laganna. Ákvæðið nær þannig ekki einungis til þeirra samninga eða samningsbundnu réttinda sem eru í gildi í dag heldur til allra slíkra samninga er gerðir verða í framtíðinni. Þá leggur nefndin einnig til að 6. gr. frumvarpsins, sem leggur auknar kröfur á undirmenn sem starfa bæði á þilfari og í vél, falli brott.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     Við 1. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Lög þessi skulu á engan hátt skerða ákvæði kjarasamninga eða önnur samningsbundin réttindi þeirra er lög þessi taka til.
     2 .     6. gr. falli brott.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir.     Stefán Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Egill Jónsson.     Guðni Ágústsson.     Árni Johnsen.

    Jóhann Ársælsson.     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.     Sturla Böðvarsson.