Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 403 . mál.


805. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lyfjalögum, nr. 93/1994.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið sem kveður á um þrenns konar breytingar á ákvæðum lyfja laga, nr. 93/1994. Í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á refsiákvæðum laganna, í öðru lagi er kveðið á um bann við auglýsingum og í þriðja lagi er um að ræða heimild heilbrigðis- og trygg ingamálaráðherra til setningar reglugerðar um framleiðslu og markaðssetningu efna sem gjarn an eru notuð við ólöglega framleiðslu ávana og fíkniefna, sbr. tilskipun 92/109/EBE.
    Við umfjöllun um málið fékk nefndin á sinn fund Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heil brigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Sólveig Pétursdóttir og Guðrún J. Halldórsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Gunnlaugur Stefánsson,     Tómas Ingi Olrich.     Ingibjörg Pálmadóttir.
    form., frsm.          

    Guðmundur Hallvarðsson.     Margrét Frímannsdóttir.     Finnur Ingólfsson.

Sigríður A. Þórðardóttir.