Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 312 . mál.


811. Nefndarálit



um frv. til tóbaksvarnalaga.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem hefur það meginmarkmið að draga úr tóbaksneyslu. Í frumvarpinu eru ýmis nýmæli varðandi takmarkanir á reykingum á tilteknum stöðum, takmarkanir á innflutningi og dreifingu tóbaks, merkingu þess og auglýsingum.
    Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun um málið Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heil brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, og Halldóru Bjarnadóttur, formann tóbaksvarnanefndar, og Þorvarð Örnólfsson og Guðmund Þorgeirsson meðstjórnendur. Þá studdist nefndin við um sagnir frá Krabbameinsfélaginu, Verslunarráði Íslands, Íslenskri verslun, Kennarasambandi Ís lands, Læknafélagi Íslands, Neytendasamtökunum, Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda, Hollustuvernd ríkisins, Flugmálastjórn, Heilsugæslustöðinni á Akureyri og Vinnueftirliti ríkis ins.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerðar eru tillögur um á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lagt er til að í 7. gr. verði einungis gert ráð fyrir samráði við fjármálaráðuneyti. Óeðlilegt þykir að tiltaka Áfengis- og tóbaksverslun sérstaklega í ákvæðinu, ekki síst í ljósi þess að gera má ráð fyrir að í náinni framtíð verði gerðar breytingar á einkasölu verslunarinnar, með hliðsjón af ákvæðum EES-samningsins.
     2 .     Lagt er til að í 8. gr. verði kveðið á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á fínkornuðu neftóbaki, auk munntóbaks eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Fram kom í umfjöllun nefndarinnar að þess væru dæmi að neysla fínkornaðs neftóbaks hefði valdið alvarlegum skaða á unglingum sem neyttu þess í óhófi. Þá kom fram að hlutfall nikótíns í hinu fínkorn aða neftóbaki væri margfalt hærra en í grófkornuðu neftóbaki af þeirri tegund sem Áfeng is- og tóbaksverslun ríkisins hefur framleitt og selt um áratuga skeið. Því er ekki lagt til að takmarkanir þær, sem kveðið er á um í ákvæðinu, taki til þeirrar tegundar neftóbaks. Þá er lagt til að takmarkanir þær, sem tilgreindar eru í síðari málsgrein, taki ekki til þeirra teg unda tóbaks sem fela í sér minni skaðsemi en þær sem fyrir eru.
     3 .     Nokkrar breytingar eru lagðar til á 11. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að felld verði á brott sú takmörkun í 1. mgr. sem kveður á um að ekki megi auglýsa varning sem beri heiti eða auð kenni tóbakstegunda í vörumerki sínu. Nefndin telur að of langt sé gengið með slíkri tak mörkun. Breytingar, sem lagðar eru til á b-, c-, og e-liðum, eru af sama toga, en í e-lið er lagt til að fellt verði brott ákvæði sem kveður á um að tóbaki skuli þannig komið fyrir á út sölustöðum að það beri ekki fyrir augu viðskiptavina. Þá er lagt til að í 2. mgr. 11. gr. verði sérstaklega kveðið á um að bannað sé að sýna tóbaksneyslu í tónlistarmyndböndum. Við umfjöllun um málið í heilbrigðis- og trygginganefnd kom fram að í auknum mæli hefði borið á neyslu tóbaks í slíkum myndböndum og að hætta væri á að það hefði hvetjandi áhrif á tóbaksneyslu unglinga. Loks er lögð til breyting á 3. mgr. þannig að umfjöllun í fjölmiðl um um einstakar vörutegundir verði einungis bönnuð ef hún er skaðleg. Með því vill nefndin leggja áherslu á að ekki sé ætlunin að koma í veg fyrir umfjöllun um skaðsemi tiltekinna tegunda tóbaks.
     4.     Lagt er til að 3. mgr. 12. gr. verði felld brott þar sem hún er talin óframkvæman leg. Því til stuðnings má nefna að fjölmargir unglingar starfa að sumarlagi á sölu stöðum þar sem höndlað er með tóbak og telur nefndin útilokað að lögfesta þá tak mörkun sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
     5.     Lagt er til að 13. gr. falli brott þar sem ákvæðið er talið fela í sér óeðlilega miklar hömlur á atvinnufrelsi manna. Í því sambandi má nefna að ákvæðið gæti t.d. kom ið í veg fyrir sölu tóbaks á bensínstöðvum og myndbandaleigum. Þá er algengt í fá mennum byggðarlögum að í sama húsnæði sé rekin smásala og þjónusta af ýmsu tagi og útilokað þykir að leggja höft á slíka starfsemi eins og gert er ráð fyrir í frum varpinu.
     6.     Lagt er til að í 3. tölul. fyrri málsgreinar 15. gr. verði tekið fram að bann við tó baksreykingum taki ekki til hjúkrunar- og dvalarheimila þar sem fólk dvelur lang tímum saman, enda þótt þar sé veitt heilbrigðisþjónusta af einhverju tagi. Í því sam bandi má nefna hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra og sambýli fyrir fatlaða ein staklinga. Ekki mun hafa verið ætlunin að ákvæðið næði til slíkra stofnana, en nefnd in telur nauðsynlegt að skýrt sé kveðið á um þetta atriði í ákvæðinu.
     7.     Lagt er til að sú takmörkun, sem gert er ráð fyrir varðandi reykingar í flugi í fyrri málsgrein 17. gr., taki einungis til innanlandsflugs. Enda þótt Flugleiðir hafi nýlega tekið ákvörðun um að banna reykingar í millilandaflugi þykir ótækt að takmarka rétt flugfélaga um ókomna tíð að þessu leyti. Í því sambandi má benda á að slíkt bann næði einnig til erlendra flugfélaga sem fljúga hingað til lands.
     8.     Lagt er til að fræðsla sú, sem kveðið er á um í 2. tölul. 20. gr. fyrri málsgreinar, verði ekki takmörkuð við ríkisfjölmiðla. Nefndin telur eðlilegt að yfirvöld beiti sér fyrir fræðslu í öllum fjölmiðlum.
     9.     Lagt er til að felld verði brott úr 26. gr. heimild til að beita varðhaldi séu sakir mikl ar eða brot ítrekað. Nefndin telur nægilegt að gera ráð fyrir að refsingar verði í formi sekta.
     10.     Lagt er til að gildistöku í 29. gr. verði frestað til 1. janúar 1996. Nauðsynlegt þyk ir að gefa þeim sem lögin varða með einum eða öðrum hætti aðlögunartíma. Á það ekki síst við tóbaksinnflytjendur. Í samræmi við breyttan gildistökutíma er lagt til að ákvæði til bráðabirgða III, sem kveður á um aðlögunartíma fyrir tiltekna staði, verði fellt brott.
     11.     Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða II verði fellt brott þar sem það er óþarft í ljósi þeirrar breytingar sem lögð er til á 8. gr. frumvarpsins.
     12.     Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða III verði fellt brott þar sem lagt er til að lög in öðlist ekki gildi fyrr en 1. janúar 1996.
     13.     Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða IV falli brott þar sem það er talið óþarft, m.a. í ljósi þess að Flugleiðir hafa þegar bannað allar reykingar í flugi félagsins til Banda ríkjanna.
     14.     Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða V verði fellt brott þar sem fjármálaráðherra hef ur þegar lögum samkvæmt fullt svigrúm til að ákvarða verðhækkanir á tóbaki, sbr. 3. gr. laga nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf.
    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Gunnlaugur Stefánsson,     Tómas Ingi Olrich,     Ingibjörg Pálmadóttir.
    form.     frsm.     

    Guðmundur Hallvarðsson.     Margrét Frímannsdóttir.     Finnur Ingólfsson,
              með fyrirvara.

    Sigríður A. Þórðardóttir.     Guðrún J. Halldórsdóttir.