Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 312 . mál.


812. Breytingartillögur



við frv. til tóbaksvarnalaga.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1 .     Við 7. gr. Í stað orðanna „og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skulu“ komi: skal.
     2 .     Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Við 1. mgr. bætist: og fínkornað neftóbak.
                   b .     Við 2. mgr. bætist: nema sýnt sé fram á að nýjar eða endurbættar vörur feli í sér minni skaðsemi.
     3 .     Við 11. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum eru bannaðar hér á landi, svo og tóbaksauglýsingar á öðrum varningi.
                   b .     2. mgr. orðist svo:
                            Bannað er enn fremur að sýna neyslu eða hvers konar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsingum, tónlistarmyndböndum eða upplýsingum um vöru og þjónustu.
                   c .     Orðin „þar á meðal útstillingar, skilti og svipaðan búnað“ í 1. tölul. 3. mgr. falli brott.
                   d .     Á undan orðinu „Umfjöllun“ í 2. tölul. 3. mgr. komi: Söluhvetjandi.
                   e .     4. mgr. falli brott.
     4 .     Við 12. gr. 3. mgr. falli brott.
     5 .     Við 13. gr. Greinin falli brott.
     6 .     Við 15. gr. Við 3. tölul. bætist: þó ekki á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
     7 .     Við 17. gr. Við fyrri málsgrein bætist: í innanlandsflugi.
     8 .     Við 20. gr. Í stað orðsins „ríkisfjölmiðlum“ í 2. tölul. fyrri málsgreinar komi: fjölmiðlum.
     9 .     Við 26. gr. Orðin „en varðhaldi séu sakir miklar og brot ítrekað“ í fyrri málsgrein falli brott.
     10 .     Við 29. gr. Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 1995“ komi: 1. janúar 1996.
     11 .     Við ákvæði til bráðabirgða II. Ákvæðið falli brott.
     12 .     Við ákvæði til bráðabirgða III. Ákvæðið falli brott.
     13 .     Við ákvæði til bráðabirgða IV. Ákvæðið falli brott.
     14 .     Við ákvæði til bráðabirgða V. Ákvæðið falli brott.