Ferill 23. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 23 . mál.


814. Nefndarálit



um till. til þál. um nýtingu landkosta.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk umsagnir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Vinnuveitendasambandi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Stéttarsambandi bænda, Vinnumála sambandinu, Verslunarráði Íslands og Búnaðarfélagi Íslands.
    Í tillögunni er kveðið á um að skipuð verði nefnd til að gera úttekt á þeim möguleikum sem lega landsins og aðrir landkostir í víðtækum skilningi gefa. Nefndin er sammála um að huga skuli að þeim atriðum sem fram koma í tillögugreininni, þ.e. tækifærunum sem lega landsins gefur til aukinna viðskipta og þjónustu og að hreint og ómengað land geti orðið undirstaða öfl ugs atvinnulífs, m.a. framleiðslu gæðaafurða og þjónustu. Á þessum grundvelli og í trausti þess að málið verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar leggur nefndin til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Kristinn H. Gunnarsson.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Björn Bjarnason.
    form., frsm.          

    Jón Helgason.     Ingi Björn Albertsson.     Ey. Kon. Jónsson.

    Ólafur Þ. Þórðarson.     Guðmundur Árni Stefánsson.