Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 430 . mál.


821. Nefndarálit



um frv. til l. um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á úrbætur í fráveitumálum og fjárhagslegan stuðning ríkisins til sveitarfélaga vegna slíkra framkvæmda.
    Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun um málið Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneyti, Húnboga Þorsteinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneyti, frá Sam bandi íslenskra sveitarfélaga Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann og Þórð Skúlason fram kvæmdastjóra og frá fjármálaráðuneyti Magnús Pétursson ráðuneytisstjóra og Skarphéðin Berg Steinarsson deildarstjóra. Þá barst nefndinni umsögn frá borgarstjórn Reykjavíkur.
    Umhverfisnefnd leggur áherslu á að styrkveitingar til sveitarfélaga samkvæmt frumvarpinu taki til allra framkvæmda sem eru styrkhæfar skv. 3. gr. þótt þær séu að hluta til greiddar af öðr um en sveitarfélögum, enda séu þær áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélaga, sbr. 7. gr.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Kristín Einarsdóttir,     Tómas Ingi Olrich.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Árni M. Mathiesen.     Hjörleifur Guttormsson.     Petrína Baldursdóttir.

    Árni R. Árnason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ólafur Ragnar Grímsson.