Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 139 . mál.


823. Nefndarálit



um till. til þál. um stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þingsályktunartillöguna sem kveður á um að sett verði á fót á Akur eyri stofnun um heimskautamálefni, kennd við Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Stofnuninni er ætlað að stuðla að rannsóknum innlendra aðila á norðurslóðum og alþjóðlegri þátttöku Ís lendinga í málum er varða heimskautasvæðið.
    Málið var til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd öðru sinni þar eð á 117. löggjafarþingi var lögð fram samhljóða tillaga að öðru leyti en því að heiti stofnunarinnar var breytt. Nefndin studdist við umsagnir frá 117. löggjafarþingi frá Hafrannsóknastofnun, Háskólanum á Akureyri, Veður stofu Íslands, Akureyrarbæ, Vísindaráði, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins – tilraunastöð á Möðruvöllum, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands, raunvísindadeild og Sjávarútvegsstofnun, og umhverfisráðuneyti.
    Umsagnir framangreindra aðila voru flestar jákvæðar enda þótt fram hafi komið vangaveltur um nauðsyn þess að setja á fót nýja stofnun í stað þess að nýta þær sem fyrir eru.
    Nefndin telur að efni tillögunnar geti verið mikilvægt framlag til að efla og samræma heim skautarannsóknir hérlendis og tengja þær við fjölþjóðlegar rannsóknir á norðurslóðum. Um hverfisnefnd álítur að slíkar rannsóknir geti haft mikið framtíðargildi fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf. Rétt er að við undirbúning málsins á vegum stjórnvalda verði haft samráð við þá sem láta sig varða rannsóknir á norðurslóðum og athugað með hugsanlegan stuðning erlendis frá við þessa stofnun eða miðstöð. Með vísan til þessa leggur umhverfisnefnd til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillgr. orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa að sett verði á fót á Akureyri stofnun eða miðstöð um heimskautamálefni sem kennd verði við Vilhjálm Stefánsson og hafi það hlutverk að stuðla að sem öflugustum rannsóknum innlendra aðila á norðurslóðum og alþjóðlegri þátt töku Íslendinga í málum er varða heimskautssvæðið.
     Stofnunin eða miðstöðin, sem heyri undir umhverfisráðuneytið, verði að stofni til kostuð af íslenska ríkinu en leiti sem víðast fjárhagsstuðnings við einstök verkefni. Hún skal m.a. ann ast ráðgjöf um norðurmálefni og eiga samstarf við innlenda og erlenda háskóla og rannsókna stofnanir.
    Sett verði á fót undir forustu umhverfisráðuneytis föst samvinnunefnd um norðurmálefni, skipuð fulltrúum þeirra innlendu stofnana sem hafa með höndum verkefni er tengjast heim skautarannsóknum. Samvinnunefndin velji auk formanns nefndarinnar, sem umhverfisráðherra skipar án tilnefningar, tvo úr sínum hópi í stjórn þessarar stofnunar eða miðstöðvar.
    Miðað verði við að starfsemin hefjist í ársbyrjun 1997.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Kristín Einarsdóttir,     Tómas Ingi Olrich.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Árni M. Mathiesen.     Hjörleifur Guttormsson.     Petrína Baldursdóttir.

    Árni R. Árnason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ólafur Ragnar Grímsson.