Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


118. löggjafarþing 1994–1995.
Nr. 8/118.

Þskj. 831  —  132. mál.


Þingsályktun

um skipan nefndar er geri úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að láta fara fram úttekt á kjörum og stöðu fólks er stundar nám fjarri heimabyggð. Sérstaklega verði athugað:
     1.      hvort námsfólk, er stundar nám fjarri heimabyggð, verði af réttindum og félagslegri þjón ustu ef það heldur lögheimili í heimabyggð og Lánasjóður íslenskra námsmanna taki sérstakt tillit til slíkra aðstæðna,
     2.      hvaða kostnaður hlýst af dvöl nemenda sem stunda nám í grunn- og framhaldsskólum og búa í heimavistum eða leiguhúsnæði fjarri heimabyggð.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.