Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 338 . mál.


851. Nefndarálit



um frv. til l. breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, sbr. lög nr. 12/1994.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund frá Húsnæðisstofnun Sigurð E. Guð mundsson og Percy B. Stefánsson, frá ASÍ Guðmund Gylfa Guðmundsson og Ásmund Hilmars son og frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Þórð Skúlason og Magnús Karel Hannesson. Enn fremur barst umsögn frá ASÍ, BSRB og Landssambandi húsnæðisnefnda.
    Nefndin leggur til eftirtaldar breytingar á frumvarpinu:
     1 .     Lögð er til sú breyting við 4. gr. að verkalýðsfélög hafi áfram fulltrúa í húsnæðisnefnd og að formaður nefndarinnar verði kjörinn af sveitarstjórn. Með þessu móti er komið til móts við hugmyndir um að auka vægi sveitarstjórna í húsnæðisnefnd en um leið tryggð þátttaka verkalýðsfélaga í nefndinni svo sem verið hefur.
     2 .     Lagt er til að 6. gr. verði breytt þannig að kveðið verði á um að ábyrgð á úthlutun félagslegra íbúða á vegum sveitarfélags til einstaklinga sé í höndum húsnæðisnefndar.
     3 .     Á 9. gr. er lögð til sú breyting að fallið verði frá því að festa í lög heimild húsnæðismálastjórnar til þess að færa lán milli lánaflokka. Gert er ráð fyrir óbreyttri framkvæmd þar sem tilfærsla milli lánaflokka hefur verið heimiluð í undantekningartilvikum.
     4 .     Í 25. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að vextir, sem hefðu verið hækkaðir með tilliti til tekna, gætu lækkað ef tekjur færu á ný undir tekjumörk. Lögð er til breyting sem felur í sér nýja tilhögun á vaxtabreytingum hjá einstaklingum vegna tekna en hún felur í sér að færri sæta vaxtahækkun en nú er.
     5 .     Loks eru lagðar til breytingar á 26. gr. sem fela í sér smávægilegar lagfæringar, en í þeim breytingum felast ekki efnisbreytingar.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með þessum breytingum sem gerð er til laga um á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Gísli S. Einarsson,     Guðjón Guðmundsson.     Jón Helgason,
    form., frsm.          með fyrirvara.

    Eggert Haukdal.     Kristinn H. Gunnarsson,     Sigbjörn Gunnarsson.
         með fyrirvara.

    Einar K. Guðfinnsson.     Jón Kristjánsson,     Guðrún J. Halldórsdóttir,
         með fyrirvara.     með fyrirvara.