Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 451 . mál.


855. Breytingartillaga



við frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Við bætist ný grein, er verði 3. gr., er orðist svo:
    Við stjórnarskrána bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Efna skal til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Um skipan þingsins og störf fer samkvæmt sérstökum lögum. Þingið skal koma saman eigi síðar en 1. júní 1996.
    Þegar þingið hefur afgreitt frumvarp til nýrra stjórnarskipunarlaga skal bera það undir at kvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Meiri hluti atkvæða ræður úrslitum málsins. Nái tillagan samþykki skal hún staðfest af forseta lýðveldisins og er hún þá gild stjórnarskipunarlög.