Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 328 . mál.


870. Nefndarálit



um frv. til l. um Lúganósamninginn um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk umsagnir frá Dómarafélagi Íslands, Seðlabanka Ís lands, Neytendasamtökunum, Samtökum iðnaðarins, réttarfarsnefnd og Lögmannafélagi Ís lands.
    Í ábendingum Lögmannafélagsins kemur m.a. fram að í 3. gr. Lúganósamningsins sé vitnað til laga um meðferð einkamála í héraði sem leyst hafa verið af hólmi með lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þess ber að geta að samningurinn var gerður 16. september 1988 og tek ur því mið af þeim lagaákvæðum sem þá voru í gildi. Hins vegar ber samningsríkjum að til kynna svissneska sambandsráðinu um allar breytingar sem verða á þeim lögum sem nefnd eru í samningnum, sbr. VI. gr. í bókun nr. 1 við samninginn og hefur nefndin verið fullvissuð um að við það verði staðið af Íslands hálfu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Kristinn H. Gunnarsson, Ingi Björn Albertsson og Ólafur Þ. Þórðarson.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Guðmundur Árni Stefánsson.     Björn Bjarnason.
    form., frsm.          

    Ey. Kon. Jónsson.     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Guðmundur Bjarnason.