Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 293 . mál.


883. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breyt ingum.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem kveður á um breytingar á ákvæðum um heilbrigð isnefndir og yfirstjórn Hollustuverndar ríkisins og gerir ráð fyrir tilflutningi hluta mengunar varnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins yfir til Hollustuverndar ríkisins. Samhliða frumvarpi þessu er lagt fram frumvarp til laga um breytingar á þrennum lögum sem nauðsynlegar eru vegna tilflutnings mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins til Hollustuverndar, 294. mál. Umhverfisnefnd hefur fjallað samtímis um bæði málin.
    Nefndin fékk á sinn fund við umfjöllun um málið frá umhverfisráðuneyti Magnús Jóhannes son ráðuneytisstjóra og Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóra, Franklín Georgsson, Ólaf Péturs son og Sigurbjörgu Gísladóttur, forstöðumenn fagsviða hjá Hollustuvernd ríkisins, og Guðfinn Johnsen, tæknifræðing hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
    Þá studdist nefndin við umsagnir frá stjórn og starfsmönnum Hollustuverndar ríkisins, Nátt úruverndarráði, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar, Heilbrigðiseft irliti Suðurnesja, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðarsvæð is, Heilbrigðiseftirliti Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Félagi íslenskra nátt úrufræðinga, Samtökum heilbrigðisstétta, Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða, Siglingamála stofnun ríkisins, Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, landlækni og samgönguráðuneyti og gögn frá umhverfisráðuneyti.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Við vinnslu málsins var lögð áhersla á að þær breytingar, sem tengjast yfir færslu mengunarvarnasviðs Siglingamálastofnunar ríkisins yfir til Hollustuverndar, næðu fram að ganga. Nefndin tók þá afstöðu að eðlilegt væri að fresta ýmsum öðrum breytingum, sem lagðar eru til í frumvarpinu, svo sem varðandi heilbrigðisnefndir og breytingar á yfirstjórn, en æskilegt er að þær verði gerðar í tengslum við þá heildarendurskoðun sem fyrirhugað er að gera á lögum nr. 81/1988. Breytingarnar eru eftirfarandi:
     1 .     Lagt er til að 1., 2. og 9. gr. frumvarpsins, sem kveða á um breytta skipan heilbrigðisnefnda, falli brott. Nefndin telur eðlilegt að breyting á starfsemi og skipulagi heilbrigðis nefnda verði tekin til athugunar í tengslum við fyrirhugaða heildarendurskoðun á lögum nr. 81/1988.
     2 .     Lagðar eru til nokkrar breytingar á 4. gr. Í fyrsta lagi er lagt til að fallið verði frá þeirri breytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir varðandi fækkun fulltrúa í stjórn Hollustuverndar ríkisins úr sjö í þrjá og breytt hlutföll innan stjórnarinnar, en ákvæðið gerir ráð fyrir að um hverfisráðherra skipi án tilnefningar tvo af þremur fulltrúum. Lagt er til að stjórnin verði fimm manna en að öðru leyti svipuð því sem nú er þannig að Alþingi tilnefni tvo. Þá telur nefndin eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga eigi einn fulltrúa eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá er lagt til að umhverfisráðherra tilnefni tvo fulltrúa í stjórn, eins og einnig er kveðið á um í frumvarpinu, en ráðherra á nú engan fulltrúa í stjórn Hollustuverndar ríkisins og verður það að teljast óeðlilegt. Nefndin fellst ekki á að gerð verði sú breyting á yfirstjórn stofnunarinnar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að forstjóri leysi framkvæmdastjóra af hólmi. Nefndin vill leggja áherslu á að í breytingartillögum nefndarinnar um þetta efni felst ekki efnisleg breyting á skipun framkvæmdastjóra frá því sem er í núgild andi lögum. Því ber ekki að túlka tillöguna á þann veg að skipa beri framkvæmda stjóra til fjögurra ára eftir að breytingar þessar hafa öðlast gildi. Nefndin fellst hins vegar á þá breytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir að þriggja manna framkvæmda stjórn verði felld niður, en bendir á að tilhögun á yfirstjórn stofnunarinnar hlýtur að verða til álita við heildarendurskoðun laganna.
                  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að felld verði brott ákvæði núgildandi laga um skiptingu Hollustuverndar ríkisins í fagsvið. Nefndin styður þær tillögur þar sem mikilvægt er að stofnunin búi yfir vissum sveigjanleika að þessu leyti. Þá leggur nefndin til að í reglugerð, sem umhverfisráðherra setur, verði kveðið á um skipt ingu stofnunarinnar í verkefnasvið. Í þessu sambandi vill nefndin þó geta þess að fram kom við umfjöllun hennar að mikilvægt væri að tryggja sjálfstæði rannsóknar stofu Hollustuverndar ríkisins þar sem gerð væri krafa þar að lútandi varðandi fag gildingu sem stefnt er að að stofan öðlist á næstunni. Á alþjóðlegum vettvangi eru gerðar ríkar kröfur til sjálfstæðis rannsóknarstofa, einkum þannig að þær séu skýrt aðskildar frá eftirlitsþættinum.
                  Þá er lagt til að bætt verði við ákvæði 14.3 nýjum málslið þar sem kveðið er á um að forstöðumenn sitji stjórnarfundi með málfrelsi og tillögurétti eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. Aðrar breytingar, sem lagðar eru til á 4. gr., eru fyrst og fremst orðalagsbreytingar.
     3.     Lagt er til að gerð verði breyting á 5. gr. og notkun hugtaka samræmd.
     4.     Lagt er til að 1. mgr. 16. gr. falli brott þar sem samhljóða ákvæði er í 2. mgr. 13. gr. gildandi laga. Þá er lagt til að uppsetningu 16. gr. laganna verði breytt þannig að sundur verði skilin umfjöllun um matvælasvið annars vegar og eiturefnasvið hins vegar. Aðrar breytingar, sem lagðar eru til á ákvæðinu, eru ekki efnislegar en varða einungis breytta uppsetningu og orðalag.
     5.     Breytingar, sem lagðar eru til á 10. gr., eru einungis til samræmingar og til þess ætl aðar að gera ákvæðin skýrari.
     6.     Lagt er til að síðari málsliður 11. gr. falli brott þar sem í ákvæði til bráðabirgða er lagt til að lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, verði endurskoð uð innan eins árs.
     7.     Lagt er til að ákvæði til bráðabirgða verði breytt með hliðsjón af breytingartillögu nefndarinnar varðandi skipan stjórnar og í ljósi þess að gert er ráð fyrir að ný stjórn verði skipuð þegar að loknum alþingiskosningum. Þá er 2. tölul. ákvæðisins felld ur brott í samræmi við það að nefndin leggur ekki til breytingar varðandi heilbrigð isnefndir. Hins vegar er lagt til að í ákvæðinu verði kveðið á um heildarendurskoð un laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, innan tiltekins tíma.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Kristín Einarsdóttir,     Tómas Ingi Olrich,     Jón Helgason.
    form., frsm.     með fyrirvara.     

    Árni M. Mathiesen.     Hjörleifur Guttormsson.     Petrína Baldursdóttir.

    Árni R. Árnason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ólafur Ragnar Grímsson.