Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 293 . mál.


884. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breyt ingum.

Frá umhverfisnefnd.



     1 .     Við 1. gr. Greinin falli brott.
     2 .     Við 2. gr. Greinin falli brott.    
     3 .     Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Umhverfisráðherra skipar Hollustuvernd ríkisins stjórn að afstöðnum hverjum al þingiskosningum. Þar skulu eiga sæti fimm fulltrúar skipaðir sem hér segir: tveir kjörn ir af Alþingi, tveir skipaðir án tilnefningar, þar af annar formaður, og einn skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
                   b .     2. mgr. orðist svo:
                            Stjórnin hefur undir yfirstjórn ráðherra æðsta vald í málefnum stofnunarinnar, mót ar stefnu hennar og ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri. Stjórn og rekstur stofnunarinnar er að öðru leyti í höndum framkvæmdastjóra sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn að fengnum tillögum stjórnar. Framkvæmdastjóri skal hafa menntun og reynslu á sviði stjórnunar og rekstrar. Hann situr stjórnarfundi og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.
                   c .     3. mgr. orðist svo:
                            Umhverfisráðherra skal samkvæmt tillögum stjórnar setja í reglugerð ákvæði um skiptingu stofnunarinnar í verkefnasvið. Leggi stjórn til breytta skipan sviða skal hún leita umsagnar framkvæmdastjóra og forstöðumanna. Forstöðumaður starfar yfir hverju sviði og ber faglega ábyrgð en rekstrarlega ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra. For stöðumenn skulu hafa háskólamenntun, sérþekkingu og starfsreynslu á viðkomandi sér sviði. Þeir skulu ráðnir af stjórn stofnunarinnar að fenginni umsögn framkvæmdastjóra. Stjórnin skal að fenginni tillögu framkvæmdastjóra velja einn forstöðumann staðgengil framkvæmdastjóra. Forstöðumenn sitja stjórnarfundi og hafa þar málfrelsi og tillögu rétt.
                   d .     Í stað orðsins „Forstjóri“ í 4. mgr. komi: Framkvæmdastjóri.
     4 .     Við 5. gr. Í stað orðsins „hollustuvernd“ í fyrri málslið komi: heilbrigðiseftirliti.
     5 .     Við 6. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. falli brott.
                   b .     Í stað 2. mgr. komi tvær málsgreinar (er verði 1. og 2. mgr.), svohljóðandi:
                            Stofnunin annast eftirlit með innflutningi matvæla og skráningu upplýsinga um framleiðslu og dreifingu matvæla í þágu matvælaeftirlits.
                            Stofnunin annast eftirlit með eiturefnum og hættulegum efnum í nauðsynjavörum, svo og vöruskráningu vegna eiturefna og hættulegra efna. Jafnframt annast hún fram kvæmd laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, og reglugerða settra samkvæmt þeim lögum.
                   c .     Í stað 3., 4. og 5. mgr. komi tvær málsgreinar (er verði 3. og 4. mgr.), svohljóðandi:
                            Stofnunin annast framkvæmd laga nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar, og reglugerða settra samkvæmt þeim.
                            Stofnunin gerir tillögur um starfsleyfi og úrvinnslu gagna hvað snertir meng unarvarnir og gefur út starfsleyfi eftir því sem kveðið er á um í mengunarvarna reglugerð.
                   d.     Við bætist ný málsgrein (er verði 5. mgr.), svohljóðandi:
                            Stofnunin annast efna- og örverurannsóknir sem lög þessi gera ráð fyrir á sviði mengunar og matvæla-, neyslu- og nauðsynjavara. Enn fremur hefur hún um sjón með skipulagi og framkvæmd mengunarrannsókna í samræmi við lög þessi.
                   e.     Við bætist ný málsgrein (er verði 6. mgr.), svohljóðandi:
                            Stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd alþjóðasamþykkta og samninga sem Ísland er aðili að og eru á verksviði hennar.
     6.     Við 9. gr. Greinin falli brott.
     7.     Við 10. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
                   a.     Í stað orðanna „framangreind lög“ í 1. málsl. komi: 2. málsl. 1. mgr.
                   b.     Í stað orðsins „forstjóri“ í 1. málsl. komi: framkvæmdastjóri.
                   c.     Í stað orðanna „hollustu- og umhverfiseftirlits“ í 2. málsl. komi: heilbrigðiseft irlits og mengunarvarna.
     8.     Við 11. gr. Síðari málsliður falli brott.
     9.     Við 12. gr. Greinin orðist svo:
                  Ákvæði til bráðabirgða orðast svo:
                  Lög nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, skulu endurskoðuð í heild innan árs frá gildistöku laga þessara.