Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 294 . mál.


885. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 14/1979, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, l. nr. 20/1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og l. nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem er lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum, 293. máli. Fjallað var um bæði málin samtímis og um umfjöllun um bæði málin vísast til þingskjals 883.
    Fram kom í umsögn Siglingamálastofnunar ríkisins að mengunarvarnaeftirlit með skipum tæki ekki einungis til mengunarvarnabúnaðar þeirra heldur einnig annarra atriða, svo sem niðurhólfunar og lekastöðugleika skipa. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
    7. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Að annast mál er varða lög um varnir gegn mengun sjávar og reglugerðir samkvæmt þeim að því leyti sem þau varða skip og búnað þeirra samkvæmt reglum sem umhverfisráðherra setur.

Alþingi, 24. febr. 1995.



Kristín Einarsdóttir,

Tómas Ingi Olrich.

Jón Helgason.


form., frsm.



Árni M. Mathiesen.

Hjörleifur Guttormsson.

Petrína Baldursdóttir.



Árni R. Árnason.

Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Ólafur Ragnar Grímsson.