Kosning í kjörbréfanefnd, 9 manna, skv. 2. mgr. 1. gr. þingskapa

1. fundur
Miðvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14:15:58 (9)


     Aldursforseti (Ragnar Arnalds) :
    Frsm. kjörbréfanefndar hefur lagt til fyrir hönd nefndarinnar að kjörbréfin, sem nefndin hefur prófað, verði samþykkt og kosning og kjörgengi þingmanna og jafnmargra varamanna verði tekin gild. Þetta eru samhljóða tillögur af hálfu nefndarinnar og verða því bornar upp í einu lagi ef enginn hreyfir andmælum og hefst nú atkvæðagreiðslan.
    Þeir sem samþykkja tillögurnar ýta hér á eftir á já-hnappinn, þeir sem eru á móti ýta á nei-hnappinn, þeir sem sitja hjá ýta á hnapp sem merktur er: Greiðir ekki atkvæði. Ef skyldi vera þörf á þá bið ég reyndari þingmenn að aðstoða nýliða í þessari fyrstu atkvæðagreiðslu, en að sjálfsögðu verða menn að ýta sjálfir á hnappinn.