Drengskaparheit unnin

1. fundur
Miðvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14:16:11 (10)


     Aldursforseti (Ragnar Arnalds) :
    Samkvæmt 2. gr. þingskapa ber þeim alþingismönnum sem nú taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni. Af hinum 19 nýkjörnu alþingismönnum hafa fimm áður setið á Alþingi sem varamenn og einn sem aðalmaður. 13 nýir þingmenn undirrita því drengskaparheitið á þessum fundi en þeir eru:
    Arnbjörg Sveinsdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir,
    Einar Oddur Kristjánsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Hjálmar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kristján Pálsson, Lúðvík Bergvinsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Pétur H. Blöndal, Siv Friðleifsdóttir, Ögmundur Jónasson.
    Ég vil biðja skrifstofustjóra að færa þingmönnum heitstafinn til undirritunar.

    Þeir hv. alþingismenn sem nú taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn, hafa undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni.
    Ég vil bjóða alla þessa hv. alþingismenn sérstaklega velkomna til starfa á Alþingi.