Kosning í fastanefndir skv. 13. gr. þingskapa:

1. fundur
Miðvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14:55:12 (17)



     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Þá er lokið kosningu í nefndir og ég vil geta þess að forseti mun í framhaldi af kjöri fastanefnda beita sér fyrir því, sem fyrr hefur verið gert, að gerð verði áætlun um fundartíma nefndanna. Ætlun forseta er að slík fundaáætlun liggi fyrir síðdegis á föstudag. Geta nefndirnar þá komið saman til síns fyrsta fundar samkvæmt þeirri áætlun í næstu viku og kosið sér formann og varaformann og eftir atvikum fjallað um starfið á vorþingi.