Stefnuræða forsætisráðherra og umræða um hana (útvarpsumr.)

2. fundur
Fimmtudaginn 18. maí 1995, kl. 20:30:22 (21)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Umræðurnar skiptast í tvær umferðir. Í fyrri umferð hefur forsrh. til umráða allt að hálfri klukkustund, en fulltrúar annarra þingflokka 20 mínútur hver. Í síðari umferð hefur hver flokkur 10 mínútur til umráða. Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Sjálfstfl., Alþb. og óháðir, Þjóðvaki, Framsfl., Alþfl. og Samtök um kvennalista.
    Ræðumenn verða: Fyrir Sjálfstfl. Davíð Oddsson forsrh. í fyrri umferð og Björn Bjarnason menntmrh. í þeirri síðari. Fyrir Alþb. og óháða tala í fyrri umferð Ólafur Ragnar Grímsson, 8. þm. Reykn., Bryndís Hlöðversdóttir, 12. þm. Reykv., og Ögmundur Jónasson, 17. þm. Reykv., en í þeirri síðari Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e. Fyrir Þjóðvaka tala Jóhanna Sigurðardóttir, 13. þm. Reykv., og Svanfríður Jónasdóttir, 6. þm. Norðurl. e., í fyrri umferð en Ásta R. Jóhannesdóttir, 18. þm. Reykv., og Ágúst Einarsson, 11. þm. Reykn., í þeirri síðari. Af hálfu Framsfl. tala Guðmundur Bjarnason landbrh. og Hjálmar Árnason, 7. þm. Reykn., í fyrri umferð, en Valgerður Sverrisdóttir, 3. þm. Norðurl. e., í þeirri síðari. Ræðumenn Alþfl. verða: Jón Baldvin Hannibalsson, 9. þm. Reykv., og Össur Skarphéðinsson, 15. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Sighvatur Björgvinsson, 4. þm. Vestf., í þeirri síðari. Af hálfu Samtaka um kvennalista talar Kristín Ástgeirsdóttir, 14. þm. Reykv., og Guðný Guðbjörnsdóttir, 19. þm. Reykv., í fyrri umferð, en Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., í þeirri síðari.
    Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls hæstv. forsrh., Davíð Oddsson.