Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

3. fundur
Föstudaginn 19. maí 1995, kl. 11:19:08 (60)


[11:19]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil sérstaklega taka undir það sem hv. þm. sagði. Það sem brýnt er eftir langar umræður í þingi er að fá málið sem allar fyrst til nefndar þannig að nefndin hafi góðan tíma til að kynna sér málið. Ég er því hjartanlega sammála hv. þm. að það liggur á að koma málinu til nefndar þannig að nefndin fái góðan tíma til að vinna að málinu. Ég fagna því að hv. þm. skuli sýna málinu skilning með þessum hætti og veit að hv. þm. mun ásamt mér og fleiri þingmönnum koma málinu fljótt og hratt í gegnum umræðuna til þess að nefndin fái góðan tíma til að kynna sér það og ná fram niðurstöðu í málinu. Ég þakka stuðninginn.