Stjórnarskipunarlög

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 17:00:23 (105)


[17:00]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þessi svör. Þau eru alveg fullnægjandi að mínu mati miðað við stöðu málsins og lít á þau sem hvatningu til þess að á vettvangi formanna þingflokkanna og í samvinnu við forsætisnefnd verði tekið á þessu máli, þ.e. því hvernig áfram verður unnið að frekari endurskoðun á þeim þáttum stjórnarskrárinnar sem ekki er fjallað um sérstaklega í því frv. sem hér liggur fyrir.