Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 17:05:40 (107)


[17:05]
     Ólafur Ragnar Grímsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi mælast til þess við forseta að því yrði hagað þannig til í góðri samvinnu við hæstv. utanrrh. og hæstv. heilbr.- og trmrh. að þessir tveir ráðherrar svöruðu fljótlega í umræðunni þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem til þeirra var beint hér sl. föstudag. Það mundi tvímælalaust greiða fyrir umræðunni ef það yrði gert og líka óeðlilegt að við sem bárum fram þessar fyrirspurnir höfum ekki tækifæri til þess að nota síðari ræðutíma okkar í þessari takmörkuðu umræðu til þess að fjalla þá aðeins um svörin. Ég vildi þess vegna mælast til þess við forseta að reynt yrði að sjá til þess að þessir tveir hæstv. ráðherrar svöruðu þeim spurningum sem til þeirra var beint hér sl. föstudag fljótlega í umræðunni.