Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 18:19:54 (120)

[18:19]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Aðeins vegna eins atriðis í ræðu hv. þm. þá vil ég nefna að það er misskilningur að hinar almennu vanhæfisreglur stjórnsýslulaga taki til starfa þingmanna hér við þingstörfin. Þetta eiga menn að þekkja. Vildu menn til að mynda segja að hv. 17. þm. Reykv. mætti ekki fjalla um þetta mál af því að það snerti BSRB og Starfsmannafélag Áfengisverslunar ríkisins? Að sjálfsögðu ekki, að sjálfsögðu er fengur að því að hv. þm. fjalli um málið, m.a. vegna þeirra tengsla. Þau tengsl fara ekki fram hjá neinum en hinar almennu vanhæfisreglur stjórnsýslulaganna gilda ekki um störf þingmanna hér við þingstörfin.