Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 18:22:19 (122)


[18:22]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vek athygli á því að Verslunarráðið lætur nánast allt í þjóðfélaginu til sín taka í sambandi við verslun og viðskipti. Það er alls ekki í samræmi við hugsun stjórnsýslulaga eða stjórnsýsluréttar og vanhæfisreglna að slíkur maður væir óhæfur til að sitja hér á þingi frekar en til að mynda forustumenn launþegahreyfingar væru óhæfir til að fjalla um launamál eða kjaramál hér í þingstörfunum. Hitt kann aftur að horfa öðruvísi við ef um beina persónulega eignaraðild einstaklinga er að ræða. Þá kann að fara betur á því að viðkomandi taki ekki beinan þátt í slíkum störfum.