Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 18:56:53 (141)


[18:56]
     Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er alveg viss um það að hvernig sem ég mundi reyna að svara hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni þá yrði hann aldrei ánægður með svörin, þau yrðu aldrei fullnægjandi að hans mati þannig að þetta bara heiðarleg tilraun til þess að svara honum enn og einu sinni. Lykilinn í spurningum hans, segir hann, vera varðandi merkingar á áfengi. Ég vil svara því til að það er eitt af því sem við erum að ræða hvort sé ekki rétt og það er hægt með einfaldri reglugerð að merkja allt áfengi. Það er hægt að merkja áfengi sem fer til veitingahúsa o.s.frv. Það er hægt með einfaldri reglugerð.
    Varðandi heilbrigðisþáttinn enn og einu sinni þá er heilbrrn. að skoða öll þau atriði sem hv. þm. hefur verið að ræða hér um í dag að gæti komið til greina að hefðu alvöru í för með sér og við munum áfram gera það.