Gjald af áfengi

5. fundur
Þriðjudaginn 23. maí 1995, kl. 15:25:57 (174)


[15:25]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Nei, mér ekki kunnugt um að það hafi verið kannað sérstaklega og er nú kannski ekki stórmál. Ég vek hins vegar athygli á því sem hv. þm. veit að Ríkisendurskoðun og ég hygg yfirskoðunarmenn hafa einatt vikið að því að eðlilegt væri að þetta yrði fært með svipuðum hætti og kostnaður annarra, þ.e. gjöld væru öll færð til bókar jafnvel þau gjöld sem ganga inn og út til ríkisins hvað þetta varðar. Það má vel vera að vegna þessara breytinga þá muni slíkar breytingar verða gerðar. Eftir því sem ég best veit hafa engar breytingar verið gerðar á viðskiptaháttum hvað þetta varðar frá því að hv. þm. var hæstv. fjmrh. þannig að reglurnar eru að svo miklu leyti sem ég veit algjörlega óbreyttar og hann því þeim jafnkunnugur og ég og jafnvel betur kunnugur sem fyrrv. fjmrh. En þetta eru ágætar ábendingar og hugleiðingar og sjálfsagt að taka þær til athugunar í sambandi við afgreiðslu þessa máls.