Gjald af áfengi

5. fundur
Þriðjudaginn 23. maí 1995, kl. 15:38:10 (178)


[15:38]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Varðandi skattsvikaumræðuna sem hér hefur verið þá verður að gæta þess að hér er eingöngu um að ræða afmarkaðan þátt þó að upphæðirnar séu töluvert stórar, 4 milljarðar kr. eða rúmlega það. Það kemur fram í 6. gr. eða athugasemd við 6. gr. frv. að ríkissjóður viðurkennir að áhættan sé auðvitað nokkur og þess vegna er lýst í þessari athugasemd með hvaða hætti ríkissjóður vill hafa fyrirkomulag á þessum málum til þess að minnka þessa áhættu, m.a. vegna gjaldþrota og slíkra hluta. Það er sérstaklega tekið á þessu eða nefnt í þessari grein.
    En almennt varðandi löggæslu og undanskot, þá eru það hin almennu löggæsluyfirvöld sem eiga að sinna eftirliti af þessu tagi eins og öðru eftirliti í landinu.