Áfengislög

5. fundur
Þriðjudaginn 23. maí 1995, kl. 16:20:25 (187)


[16:20]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Skil ég orð hæstv. ráðherra svo að hann hafi ekki eða hans ráðuneyti leitað umsagnar lögregluyfirvalda áður en þetta frv. var lagt fram? Og ef svo er, að það hafi ekki verið gert, taldi ráðherrann virkilega enga ástæðu til þess að leita eftir umsögn og áliti löggæsluyfirvalda í þessu máli áður en frv. var lagt fyrir þingið?