Úrskurður umboðsmanns Alþingis um skráningargjald við Háskóla Íslands

6. fundur
Miðvikudaginn 24. maí 1995, kl. 13:31:47 (216)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Áður en gengið er til dagskrár og fyrirspurnir til ráðherra hefjast vill forseti rifja upp umræðureglurnar.

    Fyrirspyrjandi og ráðherra mega tala allt að þrisvar sinnum, tvær mínútur í fyrsta sinn og eina mínútu í annað og þriðja sinn. Fyrirspurn má einungis beina til eins ráðherra í senn. Það eru eindregin tilmæli forseta að þingmenn og ráðherrar stytti mál sitt eins og kostur er. Ef tími er fullnýttur komast eingöngu fjórir þingmenn að.
    Í þetta sinn verður hafður sami háttur á og verið hefur að þingmenn kveðja sér hljóðs með því að rísa úr sætum. En þess má geta að framkvæmd þessa ákvæðis verður til umræðu í forsætisnefndinni á næstunni og hugsanlegt er að einhverjar breytingar verði gerðar á því.