Úrskurður umboðsmanns Alþingis um skráningargjald við Háskóla Íslands

6. fundur
Miðvikudaginn 24. maí 1995, kl. 13:39:46 (220)


[13:39]
     Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) :
    Herra forseti. Það er sjálfsagt að ræða þetta mál hér með hvaða hætti sem menn kjósa að gera það. Varðandi álit umboðsmanns, þá vil ég hvetja hv. 8. þm. Reykv. að lesa álitið. Þar er fjallað um m.a. framhaldsskólana og skólagjöldin þar og ég efast ekki um að hv. þm. mun komast að svipaðri niðurstöðu og ég eftir fljótlegan lestur á þessu áliti að það gildi öðru máli um þá heldur en Háskóla Íslands.
    Þetta mál þarf að skoða betur og hv. þm. þarf að gera það eins og við fleiri sem komum að þessu máli, við þurfum að lesa þetta álit og kynna okkur nákvæmlega hvað í því felst og að því loknu eiga menn að ræða það ítarlegar heldur en tækifæri gefst til hér á þessum skamma tíma.