Reglur um afmælishald opinberra stofnana

6. fundur
Miðvikudaginn 24. maí 1995, kl. 13:56:01 (232)


[13:56]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Herra forseti. Mér er ekki kunnugt um að það séu fastmótaðar reglur til um afmælishald opinberra stofnana. Sjálfsagt má nú bæði gera of og van í slíkum efnum. Það er hægt að notfæra sér til að

mynda tímamót í stofnunum, afmælishald, til þess að kynna slíkar stofnanir. Ég tel að lýðveldistilefnið, þá er ég nú ekki að reikna lýðveldið sem stofnun reyndar, hafi orðið okkur til góðs í kynningarefnum, Alþingi á 150 ára endurreisnarafmæli núna í sumar og svo mætti áfram nefna. Kannski mætti stundum finna að því að við gerum okkur ekki nægilegan dagamun hvað þetta varðar.
    Ríkisstjórnin átti mánaðarafmæli í gær. ( Gripið fram í: Var terta?) Það var nú reyndar ekki terta en það var ekki vegna þess að menn vildu ekki halda upp á afmælið heldur vegna þess að einn af hæstv. ráðherrum er enn þá í megrun og þess vegna fékk enginn neitt. En svo allt sé hér í fullri alvöru, því málið er auðvitað alvörumál, þá er sjálfsagt að stofnanir gæti hófs í slíkum efnum. En ég held ekki að einhverjar almennar reglur séu til þess fallnar að ná yfir alla slíka þætti. Við verðum að treysta því að forráðamenn stofnana, stjórnir og þess háttar aðilar, séu færir um það að halda upp á atburði með tilhlýðilegri virðingu og jafnframt að gæta hófs.