Alþjóðaviðskiptastofnunin

10. fundur
Þriðjudaginn 30. maí 1995, kl. 13:52:15 (313)


     Forseti (Guðni Ágústsson) :

    Borist hefur svohljóðandi bréf til forseta Alþingis frá þingflokki Alþfl.:
    ,,Beiðni um tvöföldun ræðutíma.
    Vegna mikilvægis mála á dagskrá Alþingis, þ.e. stjórnarfrumvarpa um breytingar á lögum um stjórnun fiskveiða og ,,bandorms`` um breytingar á ýmsum lögum í framhaldi af aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, beinir þingflokkur Alþfl. þeim tilmælum til forseta að ræðutími við 1. umr. verði 40 mínútur í stað venjulegs ræðutíma.

Fyrir hönd þingflokks Alþfl.,

Rannveig Guðmundsdóttir.``


    Hér er um rétt þingflokks að ræða samkvæmt þingsköpum þannig að umræðutími verður tvöfaldur.